Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar en ekki að tryggja sér vernd eða leynast fyrir óvinum. Slíkt er algengt meðal skriðdýra (Reptilia).

Stóra loðflugan (Bombylius major) er um margt lík býflugum.

Stóra loðflugan finnst víða á tempruðum svæðum í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hefur ekki enn numið land á Íslandi.

Stóra loðflugan er stór tvívængja (Dipteria), 12-17 mm á lengd og vel loðin. Fullorðnir einstaklingar eru vel þekktir á stórum rananum og sjást þær oftar en ekki fljúgandi yfir blómabreiðum á vel grónum engjum í leit að blómasafa.

Vistfræði þessarar tegundar er afar athyglisverð. Kvenflugurnar verpa eggjum við inngang býflugna- og geitungabúa og eftir klak fara lirfur þeirra inn í búin og lifa þar á lirfum hýslanna.

Loðflugur eru ekki hættulegar mönnum þar sem þær bíta hvorki né stinga.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvert er íslenska heitið á 'Bombylius major' og eru þessar flugur til á Íslandi?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.4.2012

Spyrjandi

Elisabeth

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2012. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62275.

Jón Már Halldórsson. (2012, 18. apríl). Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62275

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2012. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62275>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?
Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar en ekki að tryggja sér vernd eða leynast fyrir óvinum. Slíkt er algengt meðal skriðdýra (Reptilia).

Stóra loðflugan (Bombylius major) er um margt lík býflugum.

Stóra loðflugan finnst víða á tempruðum svæðum í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hefur ekki enn numið land á Íslandi.

Stóra loðflugan er stór tvívængja (Dipteria), 12-17 mm á lengd og vel loðin. Fullorðnir einstaklingar eru vel þekktir á stórum rananum og sjást þær oftar en ekki fljúgandi yfir blómabreiðum á vel grónum engjum í leit að blómasafa.

Vistfræði þessarar tegundar er afar athyglisverð. Kvenflugurnar verpa eggjum við inngang býflugna- og geitungabúa og eftir klak fara lirfur þeirra inn í búin og lifa þar á lirfum hýslanna.

Loðflugur eru ekki hættulegar mönnum þar sem þær bíta hvorki né stinga.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvert er íslenska heitið á 'Bombylius major' og eru þessar flugur til á Íslandi?
...