Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg eldgos í heiminum?

EDS

Heimildum ber ekki alveg saman um hversu mörg eldfjöll gjósa eru að meðaltali á ári en algengt er að sjá tölur á bilinu 40 – 60. Á hverjum tíma er talið að það séu á bilinu 10 - 20 eldgos í heiminum.

Á heimasíðu Smithsonian Institution, Global Volcanism Program er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar má meðal annars sjá að allt árið 2005 voru staðfestar upplýsingar um eldsumbrot í 68 eldfjöllum.

Fjöldi eldgosa getur hins vegar verið hærri en fjöldi eldfjalla þar sem sama fjallið getur gosið oftar en einu sinni á ári. Þannig voru staðfest eldgos árið 2005 77 talsins. Þrjátíu þessara gosa voru enn í gangi um áramót 2005/2006 en 47 eldgosum lauk árið 2005.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað standa eldgos lengi? er mjög misjafnt hversu löng eldgos eru. Tíu af þeim eldgosum sem skráð eru árið 2005 höfðu til dæmis staðið yfir svo áratugum skipti en 29 gosum sem hófust á árinu var lokið áður en árið var liðið.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.10.2006

Spyrjandi

Auður Þóra Harðardóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hvað eru mörg eldgos í heiminum?“ Vísindavefurinn, 2. október 2006, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6231.

EDS. (2006, 2. október). Hvað eru mörg eldgos í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6231

EDS. „Hvað eru mörg eldgos í heiminum?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2006. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6231>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg eldgos í heiminum?
Heimildum ber ekki alveg saman um hversu mörg eldfjöll gjósa eru að meðaltali á ári en algengt er að sjá tölur á bilinu 40 – 60. Á hverjum tíma er talið að það séu á bilinu 10 - 20 eldgos í heiminum.

Á heimasíðu Smithsonian Institution, Global Volcanism Program er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar má meðal annars sjá að allt árið 2005 voru staðfestar upplýsingar um eldsumbrot í 68 eldfjöllum.

Fjöldi eldgosa getur hins vegar verið hærri en fjöldi eldfjalla þar sem sama fjallið getur gosið oftar en einu sinni á ári. Þannig voru staðfest eldgos árið 2005 77 talsins. Þrjátíu þessara gosa voru enn í gangi um áramót 2005/2006 en 47 eldgosum lauk árið 2005.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað standa eldgos lengi? er mjög misjafnt hversu löng eldgos eru. Tíu af þeim eldgosum sem skráð eru árið 2005 höfðu til dæmis staðið yfir svo áratugum skipti en 29 gosum sem hófust á árinu var lokið áður en árið var liðið.

Heimildir:...