Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson

Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja. Raforkuverð í Danmörku er til að mynda þrisvar sinnum hærra en í Búlgaríu, samkvæmt tölum Eurostat frá árinu 2011, en það eru þau aðildarríki sem hafa hæsta og lægsta raforkuverðið innan sambandsins. Skattlagning raforku er einnig mismunandi. Í Bretlandi er lagður 4,75% skattur á rafmagn en 56,57% í Danmörku. Ekkert bendir því til þess að raforkuverð á Íslandi breytist í kjölfar hugsanlegrar aðildar að ESB.

Ýmsar reglugerðir á sviði orkumála hafa nú þegar verið innleiddar í íslenskan rétt á grundvelli EES-samningsins. Ein sú helsta er svonefnd raforkutilskipun (nr. 2003/54/EB) sem meðal annars setur sameiginlegar reglur um skipulagningu og starfsemi á raforkumarkaði, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við útboð, leyfisveitingar og rekstur kerfa á innri markaðnum. Aðrar gerðir sem innleiddar hafa verið lúta að neytendasjónarmiðum, umhverfisþáttum, aukinni hagkvæmni í rekstri orkufyrirtækja og auknum raforkuviðskiptum milli aðildarríkja með því að opna aðgang að flutnings- og dreifikerfum ríkjanna.

Rafmagnslínur.

Þessar reglur hefta ekki sjálfsákvörðunarrétt aðildarríkjanna hvað varðar orkumál og orkuauðlindir sem mælt er fyrir um í 194. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, þar sem valdamörk sambandsins og aðildarríkja eru skilgreind með formlegum hætti. Aðildarríkin ákveða því sjálf þau skilyrði sem sett eru á nýtingu orkuauðlinda sinna.

Í samanburði við raforkuverð í aðildarríkjum ESB er raforkuverð á Íslandi með því lægsta sem gerist en lækkun á gengi íslensku krónunnar hefur aukið þennan mun á undanförnum árum. Sá kostnaður sem felst í flutningi og dreifingu á rafmagni til almennra notenda nemur um helmingi endanlegs raforkuverðs á Íslandi sökum dreifðrar byggðar. Orkuverðið sjálft er þeim mun lægra í samanburði. Hérlendis er einnig innheimtur virðisaukaskattur af raforku. Raforkunotkun hér á landi hefur aukist stöðugt síðastliðna áratugi en notkun á mann á Íslandi er hærri en í nokkru öðru ríki sem er þátttakandi í Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), samkvæmt tölum frá árinu 2006.

Raforkukerfi Íslands er lítið og einangrað í samanburði við raforkukerfi flestra aðildarríkja ESB. Það veldur því að erfitt er fyrir Ísland að uppfylla allar kröfur sambandsins einkum þær sem mæla fyrir um opinn markað til allra notendahópa. Samsetning raforkuvinnslu og mikið umfang stóriðju í raforkunotkun er einnig frábrugðið því sem tíðkast innan sambandsins. Í ljósi þessa hefur samningahópur Íslands í orkumálum í aðildarviðræðum Íslands við ESB lagt áherslu á að hljóta áframhaldandi viðurkenningu á þeim sérlausnum sem fengust við upptöku raforkutilskipunar ESB á sínum tíma. Ennfremur leggur hópurinn áherslu á að kanna hvort þörf sé á frekari sérlausnum vegna tilskipunar nr. 2009/72/EB, sem er arftaki fyrri tilskipunarinnar, sem og annarra gerða sem ekki hafa verið innleiddar þegar í gegnum EES-samninginn.

Heimildir og myndir:

Upprunaleg spurning:

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum hvað hækkar rafmagnið mikið hér?

Höfundur

alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Útgáfudagur

4.4.2012

Spyrjandi

Björgvin Jónsson

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62314.

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. (2012, 4. apríl). Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62314

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62314>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?
Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja. Raforkuverð í Danmörku er til að mynda þrisvar sinnum hærra en í Búlgaríu, samkvæmt tölum Eurostat frá árinu 2011, en það eru þau aðildarríki sem hafa hæsta og lægsta raforkuverðið innan sambandsins. Skattlagning raforku er einnig mismunandi. Í Bretlandi er lagður 4,75% skattur á rafmagn en 56,57% í Danmörku. Ekkert bendir því til þess að raforkuverð á Íslandi breytist í kjölfar hugsanlegrar aðildar að ESB.

Ýmsar reglugerðir á sviði orkumála hafa nú þegar verið innleiddar í íslenskan rétt á grundvelli EES-samningsins. Ein sú helsta er svonefnd raforkutilskipun (nr. 2003/54/EB) sem meðal annars setur sameiginlegar reglur um skipulagningu og starfsemi á raforkumarkaði, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við útboð, leyfisveitingar og rekstur kerfa á innri markaðnum. Aðrar gerðir sem innleiddar hafa verið lúta að neytendasjónarmiðum, umhverfisþáttum, aukinni hagkvæmni í rekstri orkufyrirtækja og auknum raforkuviðskiptum milli aðildarríkja með því að opna aðgang að flutnings- og dreifikerfum ríkjanna.

Rafmagnslínur.

Þessar reglur hefta ekki sjálfsákvörðunarrétt aðildarríkjanna hvað varðar orkumál og orkuauðlindir sem mælt er fyrir um í 194. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, þar sem valdamörk sambandsins og aðildarríkja eru skilgreind með formlegum hætti. Aðildarríkin ákveða því sjálf þau skilyrði sem sett eru á nýtingu orkuauðlinda sinna.

Í samanburði við raforkuverð í aðildarríkjum ESB er raforkuverð á Íslandi með því lægsta sem gerist en lækkun á gengi íslensku krónunnar hefur aukið þennan mun á undanförnum árum. Sá kostnaður sem felst í flutningi og dreifingu á rafmagni til almennra notenda nemur um helmingi endanlegs raforkuverðs á Íslandi sökum dreifðrar byggðar. Orkuverðið sjálft er þeim mun lægra í samanburði. Hérlendis er einnig innheimtur virðisaukaskattur af raforku. Raforkunotkun hér á landi hefur aukist stöðugt síðastliðna áratugi en notkun á mann á Íslandi er hærri en í nokkru öðru ríki sem er þátttakandi í Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), samkvæmt tölum frá árinu 2006.

Raforkukerfi Íslands er lítið og einangrað í samanburði við raforkukerfi flestra aðildarríkja ESB. Það veldur því að erfitt er fyrir Ísland að uppfylla allar kröfur sambandsins einkum þær sem mæla fyrir um opinn markað til allra notendahópa. Samsetning raforkuvinnslu og mikið umfang stóriðju í raforkunotkun er einnig frábrugðið því sem tíðkast innan sambandsins. Í ljósi þessa hefur samningahópur Íslands í orkumálum í aðildarviðræðum Íslands við ESB lagt áherslu á að hljóta áframhaldandi viðurkenningu á þeim sérlausnum sem fengust við upptöku raforkutilskipunar ESB á sínum tíma. Ennfremur leggur hópurinn áherslu á að kanna hvort þörf sé á frekari sérlausnum vegna tilskipunar nr. 2009/72/EB, sem er arftaki fyrri tilskipunarinnar, sem og annarra gerða sem ekki hafa verið innleiddar þegar í gegnum EES-samninginn.

Heimildir og myndir:

Upprunaleg spurning:

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum hvað hækkar rafmagnið mikið hér?

...