Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?

JGÞ

Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur.

Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld. Í manntalinu frá 1703 eru skráðar fjórar konur með þessu nafni, allar í Múlasýslum.

Ein skýring á uppruna nafnsins Mekkín er sú að kona sem leyst var úr ánauð frá Alsír eftir Tyrkjaránið hafi látið stúlkubarn heita þessu nafni eftir húsmóður sinni í Alsír og nafnið sé tengt borgarheitinu Mekka. Líklegra þykir þó að nafnið hafi komið hingað frá Norður-Þýskalandi.

Uppruni nafnsins er ekki kunnur. Í bókinni Nöfn Íslendinga segir þetta um hann:

Sú saga fylgir því að ein af þeim konum sem leyst var úr ánauð frá Alsír eftir Tyrkjaránið hafi látið stúlkubarn heita þessu nafni eftir húsmóður sinni í Alsír og nafnið sé tengt borgarheitinu Mekka. Sennilegra er þó að nafnið sé germanskt og hingað komið frá Norður-Þýskalandi. Stuttnefnið Mecke er upprunalega frísneskt og notað um þær konur sem heita nafni er hefst á Mein-. Forliðurinn Mein- var á eldra stigi Megin- af fornháþýska orðinu magan, megin "kraftur, afl", í íslensku magn, megin í sömu merkingu, t.d. Magnhildur, Matthildur.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

24.4.2012

Spyrjandi

Vigfús Vigfússon

Tilvísun

JGÞ. „Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2012. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=62321.

JGÞ. (2012, 24. apríl). Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62321

JGÞ. „Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2012. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62321>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?
Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur.

Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld. Í manntalinu frá 1703 eru skráðar fjórar konur með þessu nafni, allar í Múlasýslum.

Ein skýring á uppruna nafnsins Mekkín er sú að kona sem leyst var úr ánauð frá Alsír eftir Tyrkjaránið hafi látið stúlkubarn heita þessu nafni eftir húsmóður sinni í Alsír og nafnið sé tengt borgarheitinu Mekka. Líklegra þykir þó að nafnið hafi komið hingað frá Norður-Þýskalandi.

Uppruni nafnsins er ekki kunnur. Í bókinni Nöfn Íslendinga segir þetta um hann:

Sú saga fylgir því að ein af þeim konum sem leyst var úr ánauð frá Alsír eftir Tyrkjaránið hafi látið stúlkubarn heita þessu nafni eftir húsmóður sinni í Alsír og nafnið sé tengt borgarheitinu Mekka. Sennilegra er þó að nafnið sé germanskt og hingað komið frá Norður-Þýskalandi. Stuttnefnið Mecke er upprunalega frísneskt og notað um þær konur sem heita nafni er hefst á Mein-. Forliðurinn Mein- var á eldra stigi Megin- af fornháþýska orðinu magan, megin "kraftur, afl", í íslensku magn, megin í sömu merkingu, t.d. Magnhildur, Matthildur.

Heimildir og mynd:

...