Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
HTML (HyperText Markup Language) er svonefnt umbrotsmál fyrir tölvur sem lýsir því hvernig innihald vefsíðu birtist. HTML er grunnur allra vefsíðna á Internetinu. Með HTML er hægt að skilgreina texta, myndir, töflur, hlekki og fleira. Ein helsta nýjungin við HTML á sínum tíma var að með því var hægt að tengja saman síður með hlekkjum.
HTML eru einfaldlega textaskjöl sem fylgja ákveðnum reglum. Þegar viðeigandi vafri (e. browser) les HTML-textaskjalið þá er það túlkað og innihaldinu breytt í myndrænt form fyrir notandann.
Tim Berners-Lee.
Aðdragandann að HTML má rekja allt aftur til 1980 þegar eðlisfræðingurinn Tim Berners-Lee, sem starfaði hjá Evrópsku rannsóknastöðinni í öreindafræði, CERN, hannaði kerfi þar sem starfsmenn CERN gátu unnið með skjöl og deilt þeim á milli sín. Níu árum síðar lagði hann svo drög að HTML-staðlinum en fyrsta útgáfan kom út í lok árs 1990. Nýjasta útgáfan heitir HTML 5.0 og er hún enn í þróun.
Fyrir áhugasama má benda á að unnt er að skoða HTML-kóða fyrir tiltekna heimasíðu. Í flestum vöfrum er þetta gert með því að hægri smella með músinni einhvers staðar á síðuna og velja View Page Source eða Sýna frumkóða síðu.
Mynd:
Stefán Þorvarðarson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað er HTML?“ Vísindavefurinn, 4. október 2012, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62385.
Stefán Þorvarðarson og Ívar Daði Þorvaldsson. (2012, 4. október). Hvað er HTML? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62385
Stefán Þorvarðarson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað er HTML?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2012. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62385>.