Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verður ryk til?

EDS

Rykagnir í andrúmslofti eiga sér ólíkan uppruna, til dæmis jarðvegsagnir sem vindurinn feykir upp, efni sem koma upp í eldgosum eða mengun frá iðnaði. Fleiri þættir leggja til ryk í andrúmsloftið og þar með það ryk sem við sjáum inni hjá okkur. Má þar nefna umhverfið í kringum hús, til dæmis hvort mikið er af sandi eða mold sem getur borist inn. Einnig skiptir máli hversu mikil bílaumferð er þar sem ökutæki skila bæði ögnum út í andrúmsloftið við bruna og losa einnig um efni í slitlaginu sem berast inn í hýbýli. Hvort einhver vinna fer fram í nágrenninu, svo sem gatnaframkvæmdir, skurðgröftur eða bygging eða lagfæring húsnæðis hefur líka áhrif á hversu mikið ryk er í kringum okkur.

En það er líka ýmislegt í ryki sem komið er frá okkur sjálfum, annað hvort líkama okkar eða þeim efnum sem við kjósum að hafa í kringum okkur. Síðast en ekki síst er ýmislegt í ryki komið frá öðrum lífverum í umhverfi okkar, hvort sem það eru gæludýr, skordýr eða bakteríur. Í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Eru rykmaurar hættulegir? er aðeins fjallað um ryk. Þar segir:
Húsryk er fjölbreytt blanda af ýmiss konar efnum sem eru breytileg frá einu húsi til annars eftir byggingarefnum og gólfefnum, gerð húsgagna og gluggatjalda, gæludýrum á staðnum og ýmsu öðru. Húsryk getur innihaldið þræði úr fötum, gólfteppum og öðrum ofnum efnum, húðflögur af fólki og dýrum, dýrahár, bakteríur, veirur, myglu, leifar skordýra, fæðuleifar og fleira.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Snorri Gylfason, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hvernig verður ryk til?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6240.

EDS. (2006, 4. október). Hvernig verður ryk til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6240

EDS. „Hvernig verður ryk til?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6240>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður ryk til?
Rykagnir í andrúmslofti eiga sér ólíkan uppruna, til dæmis jarðvegsagnir sem vindurinn feykir upp, efni sem koma upp í eldgosum eða mengun frá iðnaði. Fleiri þættir leggja til ryk í andrúmsloftið og þar með það ryk sem við sjáum inni hjá okkur. Má þar nefna umhverfið í kringum hús, til dæmis hvort mikið er af sandi eða mold sem getur borist inn. Einnig skiptir máli hversu mikil bílaumferð er þar sem ökutæki skila bæði ögnum út í andrúmsloftið við bruna og losa einnig um efni í slitlaginu sem berast inn í hýbýli. Hvort einhver vinna fer fram í nágrenninu, svo sem gatnaframkvæmdir, skurðgröftur eða bygging eða lagfæring húsnæðis hefur líka áhrif á hversu mikið ryk er í kringum okkur.

En það er líka ýmislegt í ryki sem komið er frá okkur sjálfum, annað hvort líkama okkar eða þeim efnum sem við kjósum að hafa í kringum okkur. Síðast en ekki síst er ýmislegt í ryki komið frá öðrum lífverum í umhverfi okkar, hvort sem það eru gæludýr, skordýr eða bakteríur. Í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Eru rykmaurar hættulegir? er aðeins fjallað um ryk. Þar segir:
Húsryk er fjölbreytt blanda af ýmiss konar efnum sem eru breytileg frá einu húsi til annars eftir byggingarefnum og gólfefnum, gerð húsgagna og gluggatjalda, gæludýrum á staðnum og ýmsu öðru. Húsryk getur innihaldið þræði úr fötum, gólfteppum og öðrum ofnum efnum, húðflögur af fólki og dýrum, dýrahár, bakteríur, veirur, myglu, leifar skordýra, fæðuleifar og fleira.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....