Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Mjóddin er örnefni á mótum Breiðholtsmýrar og Breiðholts, meðfram mýrinni og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en Mjóddin var þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík að Breiðholtsbænum. (Sjá má örnefnið á korti í bók Einars S. Arnalds Reykjavík. Sögustaður við Sund IV, 184 (kort nr. 22), en Guðlaugur R. Guðmundsson sá um staðsetningu örnefna á kortum). Ekki er vitað hversu gamalt nafnið er. (Lýsing í örnefnaskrá er eftir Þóru Jónsdóttur sem fædd var í Breiðholti og átti þar heima fram á 13. ár).
Mjóddin í Breiðholti.
Þjónustuhverfið fyrir Breiðholt reis á Mjóddinni og er kennt við hana. Merking nafnsins er ‚það sem er mjótt‘ eða ‚þrengsli‘.
Sama örnefni er til á Breiðafirði, þar sem örmjótt sund á milli Öxneyjar og Brokeyjar heitir Mjódd (Landið þitt Ísland V, 271).
Heimildir:
Einar S. Arnalds, Reykjavík. Sögustaður við Sund. 4. bindi. Lykilbók. Reykjavík 1986-1991.
Landið þitt Ísland. V. bindi. Reykjavík 1984.
Örnefnaskrá í Örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2014, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62471.
Svavar Sigmundsson. (2014, 25. apríl). Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62471
Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2014. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62471>.