Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er munurinn á takmarki og markmiði?

Guðrún Kvaran

Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því ef til vill ekki. Menn setja sér einnig ákveðið takmark sem ætlunin er að keppa að og ef vel gengur ná menn takmarkinu sem þeir settu sér. Bæði markmið og takmark fela í sér einhverja áætlun sem menn hafa sett sér að ná.

Bæði markmið og takmark fela í sér einhverja áætlun sem menn hafa sett sér að ná.

Bent er á bókina Stóra orðabókin um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson frá 2005. Þar eru bæði orðin sýnd í því umhverfi sem þau birtast oftast í.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.1.2013

Spyrjandi

Valgeir Þór Jakobsson, f. 1995, Birgir Dýrfjörð Ingibergsson, Jón Kristbjörnsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á takmarki og markmiði?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2013. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62531.

Guðrún Kvaran. (2013, 3. janúar). Hver er munurinn á takmarki og markmiði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62531

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á takmarki og markmiði?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2013. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62531>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á takmarki og markmiði?
Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því ef til vill ekki. Menn setja sér einnig ákveðið takmark sem ætlunin er að keppa að og ef vel gengur ná menn takmarkinu sem þeir settu sér. Bæði markmið og takmark fela í sér einhverja áætlun sem menn hafa sett sér að ná.

Bæði markmið og takmark fela í sér einhverja áætlun sem menn hafa sett sér að ná.

Bent er á bókina Stóra orðabókin um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson frá 2005. Þar eru bæði orðin sýnd í því umhverfi sem þau birtast oftast í.

Mynd:...