Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver byggði Kínamúrinn?

Það voru margir sem komu að gerð Kínamúrsins enda er hann mikið mannvirki. Múrarnir í Kína sem enn standa í dag voru að mestu leyti byggðir á 15. öld. Þá var Ming-ættin við völd í Kína. Múrarnir voru byggðir til að verjast innrás Mongóla úr norðri.


Hluti Kínamúrsins.

Kínverjar byrjuðu miklu fyrr að reisa múra eða frá 3. öld f.Kr. Þá voru mörg furstadæmi í landinu og múrarnir voru reistir til að verjast innrás úr öðrum furstadæmum. Þessir múrar voru síðan rifnir þegar landið sameinaðist.

Hægt er að lesa meira um Kínamúrinn í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Atli Pálsson, f. 1995

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver byggði Kínamúrinn?“ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 19. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=6258.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2006, 6. október). Hver byggði Kínamúrinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6258

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver byggði Kínamúrinn?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 19. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6258>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnhildur Óskarsdóttir

1959

Gunnhildur Óskarsdóttir er dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.