Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?

EAH

Þessi mynd var tekin um tíuleytið.

Til að takast á við þessa spurningu má spyrja hvort orðin „tíu“ og „leytið“ hefðu skýrt setningafræðilegt hlutverk sem tvö aðskilin orð.

Dæmið kann að skýrast sé „tvö“ sett í stað „tíu“ svo út fengist setning á borð við „Jón horfði frá tvö leytinu.“ „Leytinu“ tekur hér þágufall eintölu en „tvö“ er töluorð sem tekur fleirtölu og stendur hér annaðhvort í nefnifalli eða þolfalli. Tæplega fæst séð að orðin falli vel inn í setninguna á þennan hátt.

Raunin er að hér er um að ræða svokallaða stofnsamsetningu, sem samkvæmt íslenskum stafsetningarreglum skal hafa í einu orði. Þar beygist fyrri liðurinn að jafnaði ekki. Því er rétt að skrifa „tvöleytið“ eða „tíuleytið“ sem óslitna heild.

Reglur um samsetningu orða eru nokkuð ólíkar í íslensku annars vegar og ensku hins vegar og ætla má að það valdi ruglingi. Meira má lesa um efnið í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.10.2012

Spyrjandi

Þorsteinn Davíð Stefánsson, f. 1998

Tilvísun

EAH. „Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?“ Vísindavefurinn, 10. október 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62745.

EAH. (2012, 10. október). Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62745

EAH. „Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62745>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?

Þessi mynd var tekin um tíuleytið.

Til að takast á við þessa spurningu má spyrja hvort orðin „tíu“ og „leytið“ hefðu skýrt setningafræðilegt hlutverk sem tvö aðskilin orð.

Dæmið kann að skýrast sé „tvö“ sett í stað „tíu“ svo út fengist setning á borð við „Jón horfði frá tvö leytinu.“ „Leytinu“ tekur hér þágufall eintölu en „tvö“ er töluorð sem tekur fleirtölu og stendur hér annaðhvort í nefnifalli eða þolfalli. Tæplega fæst séð að orðin falli vel inn í setninguna á þennan hátt.

Raunin er að hér er um að ræða svokallaða stofnsamsetningu, sem samkvæmt íslenskum stafsetningarreglum skal hafa í einu orði. Þar beygist fyrri liðurinn að jafnaði ekki. Því er rétt að skrifa „tvöleytið“ eða „tíuleytið“ sem óslitna heild.

Reglur um samsetningu orða eru nokkuð ólíkar í íslensku annars vegar og ensku hins vegar og ætla má að það valdi ruglingi. Meira má lesa um efnið í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'.

Heimild:

Mynd:

...