Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?

Ritstjórn Vísindavefsins

Sjúklingur þarf að taka tvenns konar lyf, annars vegar lyf A og hins vegar lyf B. Mikilvægt er að taka einungis eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B á hverjum degi þar sem það getur haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér að taka fleiri en eina töflu af hvoru lyfi. Auk þess er mjög mikilvægt að taka bæði lyf A og lyf B þar sem lyf A virkar einungis ef lyf B er tekið með og öfugt.

Sjúklingurinn opnar boxið að lyfi A og setur eina töflu í lófa sinn. Því næst lokar hann boxinu að lyfi A og opnar boxið að lyfi B. Fyrir mistök hellir hann 2 töflum í hönd sína og veit nú ekki hver af töflunum er lyf A og hvaða tvær eru lyf B. Töflurnar eru nákvæmlega eins, þær eru eins á litinn, eins í laginu, áferð þeirra er eins, þær eru jafnþungar og svo framvegis.

Hvað skal gera?

Töflurnar kosta 10.000 kr. stykkið svo nú eru góð ráð dýr! Hvernig í ósköpunum getur sjúklingurinn tekið dagsskammtinn sinn án þess að sóa neinni töflu?

Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netfang. Svar við gátunni verður svo birt að viku liðinni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir.

Lausn við gátunni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir, hefur nú verið birt hér.

Mynd:

Útgáfudagur

4.7.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2012. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=62846.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 4. júlí). Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62846

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2012. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62846>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?
Sjúklingur þarf að taka tvenns konar lyf, annars vegar lyf A og hins vegar lyf B. Mikilvægt er að taka einungis eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B á hverjum degi þar sem það getur haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér að taka fleiri en eina töflu af hvoru lyfi. Auk þess er mjög mikilvægt að taka bæði lyf A og lyf B þar sem lyf A virkar einungis ef lyf B er tekið með og öfugt.

Sjúklingurinn opnar boxið að lyfi A og setur eina töflu í lófa sinn. Því næst lokar hann boxinu að lyfi A og opnar boxið að lyfi B. Fyrir mistök hellir hann 2 töflum í hönd sína og veit nú ekki hver af töflunum er lyf A og hvaða tvær eru lyf B. Töflurnar eru nákvæmlega eins, þær eru eins á litinn, eins í laginu, áferð þeirra er eins, þær eru jafnþungar og svo framvegis.

Hvað skal gera?

Töflurnar kosta 10.000 kr. stykkið svo nú eru góð ráð dýr! Hvernig í ósköpunum getur sjúklingurinn tekið dagsskammtinn sinn án þess að sóa neinni töflu?

Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netfang. Svar við gátunni verður svo birt að viku liðinni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir.

Lausn við gátunni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir, hefur nú verið birt hér.

Mynd:...