Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?

Ritstjórn Vísindavefsins

Mannfræðingar tveir héldu til frumskóga Bakteríu þar sem þeir ætluðu að rannsaka ættbálk sem hafði fram að þessu verið einangraður frá umheiminum. Fólkið í ættbálki þessum var sagt búa yfir einstakri góðmennsku og réttsýni og lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það var einnig þeim eiginleikum búið að geta aðeins sagt sannleikann og kunna ekki að ljúga. Ættbálkurinn átti hins vegar í útistöðum við nágranna sína. Þeir höfðu heldur aldrei komist í tæri við fólk utan frumskógarins, sem var eins gott því þessi ættbálkur var þekktur fyrir mannát og fólskubrögð. Þessir menn voru líka ósannsöglir. Ef þeir voru spurðir spurninga lugu þeir alltaf til um svarið. Báðir ættbálkar áttu það þó sameiginlegt að vera mjög hræddir við aðkomumenn.

Því miður gerðist það hörmulega slys að þyrla mannfræðinganna hrapaði í frumskóginum og allir fórust nema þeir. Þar sem mannfræðingarnir eygðu litla von um björgun ákváðu þeir að halda af stað út í frumskóginn í þeirri von að rekast á góðviljaða ættbálkinn og leita á náðir þeirra. Þeir höfðu ekki gengið lengi þegar þeir römbuðu á dálítinn stíg sem lá lengra inn í frumskóginn. Mannfræðingarnir ákváðu að fylgja stígnum en höfðu ekki gengið lengi þegar hann greindist í tvennt. Við hvorn hluta stígsins var skilti með nafni á. Mannfræðingarnir ályktuðu að þetta væru nöfnin á ættbálkunum og stígarnir tveir lægju til þorpa þeirra. Mannfræðingarnir vissu hins vegar ekki hvað ættbálkarnir hétu og gátu því ekki sagt til um hvort leiðin til góða ættbálksins lægi til hægri eða vinstri.

Skyndilega stökk maður fram úr trjánum á stíginn fyrir framan þá. Maðurinn tilheyrði greinilega öðrum hvorum ættbálknum sem bjó í frumskóginum, en talaði sem betur fer tungumál sem mannfræðingarnir þekktu vel. Maðurinn otaði spjóti sínu að þeim og hrópaði að hann væri gæslumaður stígsins. Hann sagði að hver sem ferðaðist þar um fengi að spyrja hann einnar spurningar og halda svo leiðar sinnar. Ef einhver dirfðist hins vegar að spyrja hann fleiri en einnar spurningar mundi hann falla fyrir spjóti hans.

Nú var útlitið svart fyrir mannfræðingana. Ekki var nóg með að þeir þekktu ekki nöfn ættbálkanna og vissu ekki í hvora áttina þeir áttu að fara, heldur höfðu þeir ekki hugmynd um hvaða ættbálki gæslumaðurinn tilheyrði. Ef hann var úr góða ættbálkinum myndi hann segja þeim satt þegar hann svaraði spurningu þeirra. Væri hann hins vegar úr vonda ættbálknum myndi svar hans við spurningu þeirra vera lygi.

Nú voru góð ráð dýr en kannski getur þú leyst úr vanda mannfræðinganna. Hvaða spurningar gætu þeir spurt gæslumanninn til að hann vísaði þeim leiðina til góða ættbálksins?

Rétt svar hefur nú verið birt hér.

Rétt er að taka fram að þetta svar er í sérstökum flokki um gátur og heilabrot. Í textanum er því ekki verið að fjalla á vísindalegan hátt um efnið. Í fjölmörgum öðrum svörum á Vísindavefnum er það hins vegar gert. Hér er til að mynda hægt að lesa ýmis svör um mannfræði og mannfræðinga:

Útgáfudagur

27.1.2006

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2006. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5598.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 27. janúar). Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5598

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2006. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5598>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?
Mannfræðingar tveir héldu til frumskóga Bakteríu þar sem þeir ætluðu að rannsaka ættbálk sem hafði fram að þessu verið einangraður frá umheiminum. Fólkið í ættbálki þessum var sagt búa yfir einstakri góðmennsku og réttsýni og lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það var einnig þeim eiginleikum búið að geta aðeins sagt sannleikann og kunna ekki að ljúga. Ættbálkurinn átti hins vegar í útistöðum við nágranna sína. Þeir höfðu heldur aldrei komist í tæri við fólk utan frumskógarins, sem var eins gott því þessi ættbálkur var þekktur fyrir mannát og fólskubrögð. Þessir menn voru líka ósannsöglir. Ef þeir voru spurðir spurninga lugu þeir alltaf til um svarið. Báðir ættbálkar áttu það þó sameiginlegt að vera mjög hræddir við aðkomumenn.

Því miður gerðist það hörmulega slys að þyrla mannfræðinganna hrapaði í frumskóginum og allir fórust nema þeir. Þar sem mannfræðingarnir eygðu litla von um björgun ákváðu þeir að halda af stað út í frumskóginn í þeirri von að rekast á góðviljaða ættbálkinn og leita á náðir þeirra. Þeir höfðu ekki gengið lengi þegar þeir römbuðu á dálítinn stíg sem lá lengra inn í frumskóginn. Mannfræðingarnir ákváðu að fylgja stígnum en höfðu ekki gengið lengi þegar hann greindist í tvennt. Við hvorn hluta stígsins var skilti með nafni á. Mannfræðingarnir ályktuðu að þetta væru nöfnin á ættbálkunum og stígarnir tveir lægju til þorpa þeirra. Mannfræðingarnir vissu hins vegar ekki hvað ættbálkarnir hétu og gátu því ekki sagt til um hvort leiðin til góða ættbálksins lægi til hægri eða vinstri.

Skyndilega stökk maður fram úr trjánum á stíginn fyrir framan þá. Maðurinn tilheyrði greinilega öðrum hvorum ættbálknum sem bjó í frumskóginum, en talaði sem betur fer tungumál sem mannfræðingarnir þekktu vel. Maðurinn otaði spjóti sínu að þeim og hrópaði að hann væri gæslumaður stígsins. Hann sagði að hver sem ferðaðist þar um fengi að spyrja hann einnar spurningar og halda svo leiðar sinnar. Ef einhver dirfðist hins vegar að spyrja hann fleiri en einnar spurningar mundi hann falla fyrir spjóti hans.

Nú var útlitið svart fyrir mannfræðingana. Ekki var nóg með að þeir þekktu ekki nöfn ættbálkanna og vissu ekki í hvora áttina þeir áttu að fara, heldur höfðu þeir ekki hugmynd um hvaða ættbálki gæslumaðurinn tilheyrði. Ef hann var úr góða ættbálkinum myndi hann segja þeim satt þegar hann svaraði spurningu þeirra. Væri hann hins vegar úr vonda ættbálknum myndi svar hans við spurningu þeirra vera lygi.

Nú voru góð ráð dýr en kannski getur þú leyst úr vanda mannfræðinganna. Hvaða spurningar gætu þeir spurt gæslumanninn til að hann vísaði þeim leiðina til góða ættbálksins?

Rétt svar hefur nú verið birt hér.

Rétt er að taka fram að þetta svar er í sérstökum flokki um gátur og heilabrot. Í textanum er því ekki verið að fjalla á vísindalegan hátt um efnið. Í fjölmörgum öðrum svörum á Vísindavefnum er það hins vegar gert. Hér er til að mynda hægt að lesa ýmis svör um mannfræði og mannfræðinga:

...