Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Landsvirkjun - borði í orkumálaflokki

Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast? - Myndband

Upplýsingar berast til og frá farsímum með rafsegulbylgjum. Rafmagnstæki sem eru nálægt farsímum, yfirleitt hátalarar, fara stundum að suða rétt áður en við heyrum símann hringja. Ástæðan er sú, að á meðan farsíminn og símkerfið eru að semja sín á milli um það hvernig skuli setja upp símtalið, sendir farsíminn frá sér talsvert kraftmeiri rafsegulbylgjur en venjulega, á formi stuttra púlsa.

Á meðan á þessum stuttu samningaviðræðum stendur, þá virka óvarðir vírar í hátölurunum sem loftnet og púlsarnir breytast í hljóðmerki sem við heyrum. Þegar símtalið sjálft hefst, þá lækkar farsíminn sendiaflið og því heyrist ekki lengur í honum.

Hægt er að lesa meira um suð í rafmagnstækjum í svari Hrefnu Marínar Gunnarsdóttur við spurningunni Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Útgáfudagur

29.6.2012

Spyrjandi

Margrét Ólafsdóttir

Höfundur

lektor í rafmagns- og töluverkfræði

Tilvísun

Hrefna Marín Gunnarsdóttir. „Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 29. júní 2012. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=62862.

Hrefna Marín Gunnarsdóttir. (2012, 29. júní). Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast? - Myndband. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62862

Hrefna Marín Gunnarsdóttir. „Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62862>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.