Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns og karlkyns eru orðin skúr og örn og verður hið fyrrnefnda til umræðu hér.

Þegar á síðari hluta 17. aldar eða upphafi hinnar 18. skrifaði Árni Magnússon:
Skur er fyrir nordann mascul. hann skurinn, mikill skur. fyrir vestan og sunnan fæm. hun skurin, mikil skur. (AM 226 b 8vo)

Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Orðið skúr er eitt af þeim, þá þegar talað er um rigningarskúr.

Árni hefur því þekkt skúr sem karlkynsorð á Norðurlandi en sem kvenkynsorð á Vestur- og Suðurlandi. Sama hefur Páll Vídalín að segja í riti sínu Skýríngar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast en það er skrifað á fyrsta þriðjungi 18. aldar.
Norðlínga kennum vér af generibus vocum grammaticis, svo sem „skúr“ er hjá þeim karlkennt, en kvennkent hjá Sunnlíngum.
Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um skúr í kvenkyni frá 1617 og fram á þennan dag. Í Ritmálssafninu er dæmi Árna Magnússonar elst um karlkynsmynd og þekkist sú notkun einnig fram á þennan dag.

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar, sem hann vann að mikinn hluta 18. aldar kemur fram að hann þekkti karlkynsmyndina af Norðurlandi en kvenkynsmyndina af Suðurlandi. Kvenkynsmyndin er eldri og vísar Jón á dæmi úr Fóstbræðra sögu.

Spurst var fyrir um orðið skúr í þættinum Íslenskt mál fyrir rúmum þremur áratugum. Flestir Norðlendingar virtust nota orðið í karlkyni sem og fólk á Austurlandi. Sunnlendingar virtust flestir nota kvenkynið en í öllum landsfjórðungum þekktust þó bæði kynin.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.9.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?“ Vísindavefurinn, 7. september 2012, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62894.

Guðrún Kvaran. (2012, 7. september). Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62894

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2012. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62894>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?
Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns og karlkyns eru orðin skúr og örn og verður hið fyrrnefnda til umræðu hér.

Þegar á síðari hluta 17. aldar eða upphafi hinnar 18. skrifaði Árni Magnússon:
Skur er fyrir nordann mascul. hann skurinn, mikill skur. fyrir vestan og sunnan fæm. hun skurin, mikil skur. (AM 226 b 8vo)

Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Orðið skúr er eitt af þeim, þá þegar talað er um rigningarskúr.

Árni hefur því þekkt skúr sem karlkynsorð á Norðurlandi en sem kvenkynsorð á Vestur- og Suðurlandi. Sama hefur Páll Vídalín að segja í riti sínu Skýríngar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast en það er skrifað á fyrsta þriðjungi 18. aldar.
Norðlínga kennum vér af generibus vocum grammaticis, svo sem „skúr“ er hjá þeim karlkennt, en kvennkent hjá Sunnlíngum.
Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um skúr í kvenkyni frá 1617 og fram á þennan dag. Í Ritmálssafninu er dæmi Árna Magnússonar elst um karlkynsmynd og þekkist sú notkun einnig fram á þennan dag.

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar, sem hann vann að mikinn hluta 18. aldar kemur fram að hann þekkti karlkynsmyndina af Norðurlandi en kvenkynsmyndina af Suðurlandi. Kvenkynsmyndin er eldri og vísar Jón á dæmi úr Fóstbræðra sögu.

Spurst var fyrir um orðið skúr í þættinum Íslenskt mál fyrir rúmum þremur áratugum. Flestir Norðlendingar virtust nota orðið í karlkyni sem og fólk á Austurlandi. Sunnlendingar virtust flestir nota kvenkynið en í öllum landsfjórðungum þekktust þó bæði kynin.

Mynd:...