Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gáta: Hvernig má ákvarða meðallaun hóps án þess að neinn segi frá launum sínum?

20 gamlir bekkjarfélagar úr menntaskóla hittast á 10 ára útskriftarafmæli sínu. Allir hafa lokið skólagöngu sinni og eru nokkrir spenntir að fá að vita hver meðallaun gamla bekkjarins eru. Enginn er þó til í að segja frá sínum eigin launum og því vandast málin.

Er hægt að finna leið til að reikna út meðallaun bekkjarins án þess að neinn segi frá launum sínum?

Hvað geta gömlu bekkjarfélagarnir gert til að leysa vandann?

Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netfang. Svar við gátunni verður svo birt að viku liðinni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir.

Lausn við gátunni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir, hefur nú verið birt hér.

Mynd:

Útgáfudagur

15.8.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig má ákvarða meðallaun hóps án þess að neinn segi frá launum sínum?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2012. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=62908.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 15. ágúst). Gáta: Hvernig má ákvarða meðallaun hóps án þess að neinn segi frá launum sínum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62908

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig má ákvarða meðallaun hóps án þess að neinn segi frá launum sínum?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2012. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62908>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorvaldur Gylfason

1951

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.