Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?

Hallgrímur J. Ámundason

Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir minni á sirkustjöld. Þetta fæst varla staðist, orðið hlýtur að vera eldra en svo í íslensku.

Sörkushólar eru tvennir. Aðrir eru í landi Hvamms í Lóni, hinir í landi Holta á Mýrum. Í örnefnaskrá Hvamms eftir Stefán Einarsson prófessor eru þeir nefndir, sagðir vera upp með Laxá í Laxárdal. Samkvæmt gögnum Örnefnastofnunar hefur verið spurt eftir þessu örnefni en ekki borist svör. Í annarri örnefnaskrá yfir Hvamm eftir Torfa Þorsteinsson segir að Sörkusborgir séu „klettaborgir með berjalyngi og smákjarri. Voru venjulega nefndir Hólar. Þar var mjög skýlt fyrir fé, einkum á haustin.“ Á einum stað í þessari skrá kemur fyrir ritmyndin Sörkurhólar en hún fær engan stuðning annars staðar frá. Í athugasemdum við þessa skrá getur Gunnar Snjólfsson þess að hólarnir hafi líka verið kallaðir Serkushólar og bendir á að mannsnafnið Serkus komi fyrir í Íslendingasögum.

Í Landamerkjabók fyrir Skaftafellssýslu kemur örnefnið fyrir. Þar segir í skrá yfir mörk í Haukafellslandi (bls. 8) að landamerkjalína sé úr Helluskeri „í klett á Sörkushólum og svo í þúfu vestast á Sinuhjöllum.“ Þessi skrá er dagsett 2. maí 1884. Notkun örnefnisins í landamerkjum gæti þó bent til þess að það væri talsvert eldra. Þessa örnefnis er og getið sem landamerkis í örnefnaskrá fyrir Holtabæina á Mýrum í Hornafirði (Holtar, Holtasel; Stefán Einarsson).

Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir minni á sirkustjöld. Þetta fæst varla staðist, orðið hlýtur að vera eldra en svo í íslensku.

Mannsnafnið Sörkvir kemur varla fyrir í íslensku sem aðalnafn, hvorki nú né til forna. Þó er augljóst að nafnið hefur verið þekkt á Íslandi því það kemur oftsinnis fyrir á íslenskum bókum. Í fornaldarsögum Norðurlanda kemur nafnið nokkrum sinnum fyrir: Sörkvir Svaðason er berserkur í Grímssögu loðinkinna ættaður úr Sogni; annar bersekur með þessu nafni kemur fyrir í Göngu-Hrólfssögu, ættaður úr Gestrekalandi; hann var mikill burtreiðasnillingur en féll að lokum fyrir Hrólfi. Sörkvir kemur einnig fyrir í nafnavísum í Gautrekssögu og Ormsþætti Stórólfssonar. Fleiri menn í fornum sögum hafa borið þetta nafn. Í Oddaverjaannál er getið falls Sörkvis Karlssonar 1210, sænsks konungs. Sörkvir biskup í Færeyjum er og nefndur í sama annál. Í fornbréfasafninu koma þessir og fleiri nafnar þeirra oft fyrir, ætíð menn frá Noregi eða Svíþjóð (samanber Diplomatarium Islandicum I, II, III, V).

Nokkur dæmi eru um viðurnefnið sörkvir. Eyvindur sörkvir var landnámsmaður í Blöndudal. Hann kemur við sögu meðal annars í Landnámu, Vatnsdælu og Hallfreðar sögu. Að líkindum er nafnið elst sem viðurnefni, samanber E.H. Lind, Norsk-Isländska dopnamn, dálkur 1021-1023 (samanber og E.H. Lind, Norsk-Isländska personbinamn från medeltiden, dálkur 379). Samkvæmt Lind hefur nafnið upphaflega verið Svark-vér. Einar Ólafur Sveinsson (í útgáfu Vatnsdæla sögu, ÍF VIII, bls. 49 nm.) telur það skylt orðinu svarkr (í merkingunni 'ráðrík manneskja'). Uppruni nafnsins er raunar umdeildur, samanber Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 1019. Þar er bent á að nafnið kunni fremur að tengjast rót sem merkir dimmu eða þoku, skylt orðinu svartur. Sörkvir gæti þannig merkt 'hinn dimmleiti' eða því um líkt. Enn fremur er hugsanlegt að Sörkushólar sé afbökun á einhverju sem hefur byrjað á Svart- eða Svört-, til dæmis Svartagilshólar eða því um líkt.

Annað sérkennilegt örnefni er Syrgisdalir sem þó er óvíst að tengist þessu á nokkurn hátt. Örnefnið kemur fyrir í Þorleifs þætti jarlaskálds, þar er maður sagður ættaður úr Syrgisdölum af Svíþjóð hinni köldu en það mun eiga að vera á Rússlandi. Sama nafn kemur og fyrir í Grettis sögu (þaðan er Glámur sagður ættaður). „Sviplegt er í Syrgisdölum“ kvað Grímur Thomsen. Um þetta nafn hefur Holger Öberg fjallað í Skírni CXXII 1946 (bls. 129 og áfram).

Ekki er hlaupið að því að finna Sörkushóla á bók. Um jarðabók fyrir Austur-Skaftafellssýslu upp úr 1700 er ekki að ræða eins og aðra parta landsins. Hún hefur með öllu glatast. Ekki er heldur minnst á þetta örnefni svo séð verði í fljótu bragði í sýslu- og sóknarlýsingum Bókmenntafélagsins eða í öðrum sveitarlýsingum. Í Árbók Ferðafélags Íslands 1993, Við rætur Vatnajökuls, eftir Hjörleif Guttormsson, er stuttlega minnst á Sörkushóla í Lóni (bls. 204 og kort bls. 206-7): „Út af dalsmynninu rétt við Laxárbrú eru klettaborgir sem sem heita Sörkushólar.“ Ekki er gerð tilraun til að skýra nafnið.

Þá er ónefndur sá möguleiki að hér sé á ferðinni orðið svörgull, einnig til sem svirgull. Merking orðsins er 'eitthvað gróft, klaufalegt, ólögulegt', einnig 'trefill eða hálsklútur', upphafleg merking ef til vill 'háls' eða því um líkt. Samanber Ásgeir Blöndal Magnússon, bls. 1005 og 1008. Hljóðbreyting sem felur í sér að Svörgulshólar verða Sörkushólar er ekki ýkja galin. Frá hljóðfræðilegu sjónarmiði er hún vel hugsanleg. Það hjálpar svo til að svörgull er afar fátítt orð og mönnum þess vegna lítt tamt í munni. Slík orð eru jafnan í meiri hættu að afbakast en önnur orð. Það er þó alls ekki hægt að slá þessu föstu.

Áríðandi er að finna orðmyndir sem sýna eldra stig í þróuninni. Ekki er ljóst hvað orðið er gamalt í málinu. Elsta dæmið hjá Orðabók Háskólans er frá 17. öld. Það kemur þá fyrir í riti um Tyrkjaránið (Tyrkjaránið á Íslandi 1627, 1906-1908, bls. 148): „En Tyrkjarnir eru eins allir, með uppháar húfur rauðar, og svo gerður svörgull um neðan, og eru sumar með silki.“ Þar merkir orðið greinilega trefill. Orðið er einnig til sem lýsingarorð, svörgulslegur. Það hefur Halldór Laxness greinilega þekkt, samanber þessi orð úr Heimsljósi: „Hann var í aflóga duffelsjakka og þríhyrndu innanundir, svörgulslegum illviðratrefli vafið um hálsinn.“ Kannski Sörkushólar séu upphaflega nefndir Svörgulshólar vegna þess hvað þeir eru ólögulegir eða minna á hálsa?

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.5.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2013. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62968.

Hallgrímur J. Ámundason. (2013, 8. maí). Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62968

Hallgrímur J. Ámundason. „Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2013. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62968>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir minni á sirkustjöld. Þetta fæst varla staðist, orðið hlýtur að vera eldra en svo í íslensku.

Sörkushólar eru tvennir. Aðrir eru í landi Hvamms í Lóni, hinir í landi Holta á Mýrum. Í örnefnaskrá Hvamms eftir Stefán Einarsson prófessor eru þeir nefndir, sagðir vera upp með Laxá í Laxárdal. Samkvæmt gögnum Örnefnastofnunar hefur verið spurt eftir þessu örnefni en ekki borist svör. Í annarri örnefnaskrá yfir Hvamm eftir Torfa Þorsteinsson segir að Sörkusborgir séu „klettaborgir með berjalyngi og smákjarri. Voru venjulega nefndir Hólar. Þar var mjög skýlt fyrir fé, einkum á haustin.“ Á einum stað í þessari skrá kemur fyrir ritmyndin Sörkurhólar en hún fær engan stuðning annars staðar frá. Í athugasemdum við þessa skrá getur Gunnar Snjólfsson þess að hólarnir hafi líka verið kallaðir Serkushólar og bendir á að mannsnafnið Serkus komi fyrir í Íslendingasögum.

Í Landamerkjabók fyrir Skaftafellssýslu kemur örnefnið fyrir. Þar segir í skrá yfir mörk í Haukafellslandi (bls. 8) að landamerkjalína sé úr Helluskeri „í klett á Sörkushólum og svo í þúfu vestast á Sinuhjöllum.“ Þessi skrá er dagsett 2. maí 1884. Notkun örnefnisins í landamerkjum gæti þó bent til þess að það væri talsvert eldra. Þessa örnefnis er og getið sem landamerkis í örnefnaskrá fyrir Holtabæina á Mýrum í Hornafirði (Holtar, Holtasel; Stefán Einarsson).

Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir minni á sirkustjöld. Þetta fæst varla staðist, orðið hlýtur að vera eldra en svo í íslensku.

Mannsnafnið Sörkvir kemur varla fyrir í íslensku sem aðalnafn, hvorki nú né til forna. Þó er augljóst að nafnið hefur verið þekkt á Íslandi því það kemur oftsinnis fyrir á íslenskum bókum. Í fornaldarsögum Norðurlanda kemur nafnið nokkrum sinnum fyrir: Sörkvir Svaðason er berserkur í Grímssögu loðinkinna ættaður úr Sogni; annar bersekur með þessu nafni kemur fyrir í Göngu-Hrólfssögu, ættaður úr Gestrekalandi; hann var mikill burtreiðasnillingur en féll að lokum fyrir Hrólfi. Sörkvir kemur einnig fyrir í nafnavísum í Gautrekssögu og Ormsþætti Stórólfssonar. Fleiri menn í fornum sögum hafa borið þetta nafn. Í Oddaverjaannál er getið falls Sörkvis Karlssonar 1210, sænsks konungs. Sörkvir biskup í Færeyjum er og nefndur í sama annál. Í fornbréfasafninu koma þessir og fleiri nafnar þeirra oft fyrir, ætíð menn frá Noregi eða Svíþjóð (samanber Diplomatarium Islandicum I, II, III, V).

Nokkur dæmi eru um viðurnefnið sörkvir. Eyvindur sörkvir var landnámsmaður í Blöndudal. Hann kemur við sögu meðal annars í Landnámu, Vatnsdælu og Hallfreðar sögu. Að líkindum er nafnið elst sem viðurnefni, samanber E.H. Lind, Norsk-Isländska dopnamn, dálkur 1021-1023 (samanber og E.H. Lind, Norsk-Isländska personbinamn från medeltiden, dálkur 379). Samkvæmt Lind hefur nafnið upphaflega verið Svark-vér. Einar Ólafur Sveinsson (í útgáfu Vatnsdæla sögu, ÍF VIII, bls. 49 nm.) telur það skylt orðinu svarkr (í merkingunni 'ráðrík manneskja'). Uppruni nafnsins er raunar umdeildur, samanber Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 1019. Þar er bent á að nafnið kunni fremur að tengjast rót sem merkir dimmu eða þoku, skylt orðinu svartur. Sörkvir gæti þannig merkt 'hinn dimmleiti' eða því um líkt. Enn fremur er hugsanlegt að Sörkushólar sé afbökun á einhverju sem hefur byrjað á Svart- eða Svört-, til dæmis Svartagilshólar eða því um líkt.

Annað sérkennilegt örnefni er Syrgisdalir sem þó er óvíst að tengist þessu á nokkurn hátt. Örnefnið kemur fyrir í Þorleifs þætti jarlaskálds, þar er maður sagður ættaður úr Syrgisdölum af Svíþjóð hinni köldu en það mun eiga að vera á Rússlandi. Sama nafn kemur og fyrir í Grettis sögu (þaðan er Glámur sagður ættaður). „Sviplegt er í Syrgisdölum“ kvað Grímur Thomsen. Um þetta nafn hefur Holger Öberg fjallað í Skírni CXXII 1946 (bls. 129 og áfram).

Ekki er hlaupið að því að finna Sörkushóla á bók. Um jarðabók fyrir Austur-Skaftafellssýslu upp úr 1700 er ekki að ræða eins og aðra parta landsins. Hún hefur með öllu glatast. Ekki er heldur minnst á þetta örnefni svo séð verði í fljótu bragði í sýslu- og sóknarlýsingum Bókmenntafélagsins eða í öðrum sveitarlýsingum. Í Árbók Ferðafélags Íslands 1993, Við rætur Vatnajökuls, eftir Hjörleif Guttormsson, er stuttlega minnst á Sörkushóla í Lóni (bls. 204 og kort bls. 206-7): „Út af dalsmynninu rétt við Laxárbrú eru klettaborgir sem sem heita Sörkushólar.“ Ekki er gerð tilraun til að skýra nafnið.

Þá er ónefndur sá möguleiki að hér sé á ferðinni orðið svörgull, einnig til sem svirgull. Merking orðsins er 'eitthvað gróft, klaufalegt, ólögulegt', einnig 'trefill eða hálsklútur', upphafleg merking ef til vill 'háls' eða því um líkt. Samanber Ásgeir Blöndal Magnússon, bls. 1005 og 1008. Hljóðbreyting sem felur í sér að Svörgulshólar verða Sörkushólar er ekki ýkja galin. Frá hljóðfræðilegu sjónarmiði er hún vel hugsanleg. Það hjálpar svo til að svörgull er afar fátítt orð og mönnum þess vegna lítt tamt í munni. Slík orð eru jafnan í meiri hættu að afbakast en önnur orð. Það er þó alls ekki hægt að slá þessu föstu.

Áríðandi er að finna orðmyndir sem sýna eldra stig í þróuninni. Ekki er ljóst hvað orðið er gamalt í málinu. Elsta dæmið hjá Orðabók Háskólans er frá 17. öld. Það kemur þá fyrir í riti um Tyrkjaránið (Tyrkjaránið á Íslandi 1627, 1906-1908, bls. 148): „En Tyrkjarnir eru eins allir, með uppháar húfur rauðar, og svo gerður svörgull um neðan, og eru sumar með silki.“ Þar merkir orðið greinilega trefill. Orðið er einnig til sem lýsingarorð, svörgulslegur. Það hefur Halldór Laxness greinilega þekkt, samanber þessi orð úr Heimsljósi: „Hann var í aflóga duffelsjakka og þríhyrndu innanundir, svörgulslegum illviðratrefli vafið um hálsinn.“ Kannski Sörkushólar séu upphaflega nefndir Svörgulshólar vegna þess hvað þeir eru ólögulegir eða minna á hálsa?

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi. ...