Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ást og er hún mælanleg? - Myndband

Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf − án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, „já-ið“, lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega − líbídó. Hið gagnstæða er afl dauðans, „nei-ið“, dauðahvötin, afl hins neikvæða, illa, eyðileggingar. Að bera jákvæðar tilfinningar til annarrar manneskju og finna hið sterka uppbyggilega afl beinast að henni er forsenda þroskaðra tengsla. Þetta ber í sér aðdráttarafl − andlegt og tilfinningalegt, líkamlegt og kynferðislegt.

Hægt er að lesa meira um ástina í svari Sigrúnar Júlíusdóttur við spurningunni Hvað er ást? Er hún mælanleg?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Útgáfudagur

12.10.2012

Spyrjandi

Katrín Huld Káradóttir, Hrannar Baldursson

Höfundur

prófessor í félagsráðgjöf við HÍ

Tilvísun

Sigrún Júlíusdóttir. „Hvað er ást og er hún mælanleg? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 12. október 2012. Sótt 17. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=63005.

Sigrún Júlíusdóttir. (2012, 12. október). Hvað er ást og er hún mælanleg? - Myndband. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63005

Sigrún Júlíusdóttir. „Hvað er ást og er hún mælanleg? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2012. Vefsíða. 17. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63005>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hanna Óladóttir

1968

Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku.