Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Margrét Björk Sigurðardóttir

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis?


Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefnin sem völ er á í líkama okkar og hins vegar náttúruval samkvæmt þróunarkenningunni.

Litarefnið sem ræður háralitnum nefnist melanín, en það er einungis til í tveimur gerðum. Nánar má lesa um það í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?. Það má hins vegar líka spyrja af hverju við erum ekki litríkari en raun ber vitni, en ljóst er að mörg dýr, til dæmis margir fuglar, búa yfir mikilli litadýrð. En þá kemur þróunarkenningin til sögunnar.

Flestir þekkja það að algengt er í náttúrunni að dýr séu í felulitum, samanber til dæmis ljón, antilópur, refi, mýs, rjúpur, skógarþresti, spóa og svo framvegis. Af þessu hafa dýrin augljósan ávinning, ýmist við fæðuöflun með veiði eða til að dyljast afræningjum.

Hitt er þó líka vel þekkt til að tiltekin tegund eða annað kyn hennar klæðist skærum litum, til dæmis á tilteknum árstíma sem tengist pörun eða æxlun. Litskrúðið er þá yfirleitt til þess að ganga í augun á hinu kyninu. Einnig er algengt að eitraðar tegundir auglýsi sig með skærum litum og "vari" þannig afræningja við. Litadýrðin þjónar því alltaf einhverjum tilgangi og tengist lífsháttum dýrsins.

Maðurinn, líkt og svo mörg spendýr, hefur aðrar leiðir til að ganga í augun á hinu kyninu en að auglýsa sig með skærum litum. Einnig hefur verið mikilvægt fyrir manninn að geta dulist í umhverfi sínu þegar hann var ýmist bráð eða veiðimaður í náttúrunni.

Þeir háralitir manna sem spyrjandi nefnir nýtast nær allir sem felulitir í náttúrunni, og hafa því líklega orðið til með þróun og náttúruvali. Aðrir litir kunna að hafa orðið til við stökkbreytingar en þar sem þeir hafa ekki náð að breiðast út er ljóst að þeir hafa ekki leitt til meiri "lífshæfni" og því dáið út aftur í stofninum.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.10.2006

Spyrjandi

Auður Björg, f. 1994
Halldora Aguirre f. 1994
Gígja Björg Guðjónsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?“ Vísindavefurinn, 11. október 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6301.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 11. október). Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6301

Þorsteinn Vilhjálmsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6301>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis?


Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefnin sem völ er á í líkama okkar og hins vegar náttúruval samkvæmt þróunarkenningunni.

Litarefnið sem ræður háralitnum nefnist melanín, en það er einungis til í tveimur gerðum. Nánar má lesa um það í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?. Það má hins vegar líka spyrja af hverju við erum ekki litríkari en raun ber vitni, en ljóst er að mörg dýr, til dæmis margir fuglar, búa yfir mikilli litadýrð. En þá kemur þróunarkenningin til sögunnar.

Flestir þekkja það að algengt er í náttúrunni að dýr séu í felulitum, samanber til dæmis ljón, antilópur, refi, mýs, rjúpur, skógarþresti, spóa og svo framvegis. Af þessu hafa dýrin augljósan ávinning, ýmist við fæðuöflun með veiði eða til að dyljast afræningjum.

Hitt er þó líka vel þekkt til að tiltekin tegund eða annað kyn hennar klæðist skærum litum, til dæmis á tilteknum árstíma sem tengist pörun eða æxlun. Litskrúðið er þá yfirleitt til þess að ganga í augun á hinu kyninu. Einnig er algengt að eitraðar tegundir auglýsi sig með skærum litum og "vari" þannig afræningja við. Litadýrðin þjónar því alltaf einhverjum tilgangi og tengist lífsháttum dýrsins.

Maðurinn, líkt og svo mörg spendýr, hefur aðrar leiðir til að ganga í augun á hinu kyninu en að auglýsa sig með skærum litum. Einnig hefur verið mikilvægt fyrir manninn að geta dulist í umhverfi sínu þegar hann var ýmist bráð eða veiðimaður í náttúrunni.

Þeir háralitir manna sem spyrjandi nefnir nýtast nær allir sem felulitir í náttúrunni, og hafa því líklega orðið til með þróun og náttúruvali. Aðrir litir kunna að hafa orðið til við stökkbreytingar en þar sem þeir hafa ekki náð að breiðast út er ljóst að þeir hafa ekki leitt til meiri "lífshæfni" og því dáið út aftur í stofninum.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....