Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Mannsnafnið Þórir beygist á eftirfarandi hátt:

Nefnifall: Þórir
Þolfall: Þóri
Þágufall: Þóri
Eignarfall: Þóris

Nöfnin Sigurþór og Þór beygjast þannig:

Nefnifall: Sigurþór Þór
Þolfall: Sigurþór Þór
Þágufall: Sigurþóri Þór
Eignarfall: Sigurþórs Þórs

Eins og af þessu sést beygist Sigurþór hvorki sem ÞórirÞór. Þórir beygist eins og ija-stofna orð (til dæmis læknir, vísir) þar sem stofninn endar á –i, Þóri-. Við stofn bætist –s í eignarfalli, Þóri-s. Eini munur á Sigurþór og Þór er í þágufalli eintölu. Sigurþór, og önnur samsett nöfn sem hafa –þór að síðari lið, hafa endinguna –i í þágufalli, til dæmis Bergþóri, Borgþóri, Valþóri. Nafnið Þór er hins vegar endingarlaust í þágufalli eins og mörg einkvæð karlkynsorð sem beygjast samkvæmt sterkri beygingu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.12.2012

Spyrjandi

Guðrún Kristjánsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2012, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63063.

Guðrún Kvaran. (2012, 6. desember). Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63063

Guðrún Kvaran. „Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2012. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63063>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór?
Mannsnafnið Þórir beygist á eftirfarandi hátt:

Nefnifall: Þórir
Þolfall: Þóri
Þágufall: Þóri
Eignarfall: Þóris

Nöfnin Sigurþór og Þór beygjast þannig:

Nefnifall: Sigurþór Þór
Þolfall: Sigurþór Þór
Þágufall: Sigurþóri Þór
Eignarfall: Sigurþórs Þórs

Eins og af þessu sést beygist Sigurþór hvorki sem ÞórirÞór. Þórir beygist eins og ija-stofna orð (til dæmis læknir, vísir) þar sem stofninn endar á –i, Þóri-. Við stofn bætist –s í eignarfalli, Þóri-s. Eini munur á Sigurþór og Þór er í þágufalli eintölu. Sigurþór, og önnur samsett nöfn sem hafa –þór að síðari lið, hafa endinguna –i í þágufalli, til dæmis Bergþóri, Borgþóri, Valþóri. Nafnið Þór er hins vegar endingarlaust í þágufalli eins og mörg einkvæð karlkynsorð sem beygjast samkvæmt sterkri beygingu....