Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?

Guðrún Kvaran

Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum.

Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá er sagt að hann hafi fundið fjölina sína.

Hins vegar virðist orðatiltækið notað um þann sem náð hefur góðum tökum á einhverju verki, til dæmis fótboltamanninn sem skorar í hverjum leik, konuna í frystihúsinu sem flakar á við þrjá og svo framvegis. Þau eru búin að finna fjölina sína.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.10.2006

Spyrjandi

Ingunn Hjaltadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?“ Vísindavefurinn, 16. október 2006. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6313.

Guðrún Kvaran. (2006, 16. október). Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6313

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2006. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6313>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?
Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum.

Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá er sagt að hann hafi fundið fjölina sína.

Hins vegar virðist orðatiltækið notað um þann sem náð hefur góðum tökum á einhverju verki, til dæmis fótboltamanninn sem skorar í hverjum leik, konuna í frystihúsinu sem flakar á við þrjá og svo framvegis. Þau eru búin að finna fjölina sína....