Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 550 svör fundust

Hversu mörg tónverk samdi Mozart?

Wolfgang Amadeus Mozart fæddist 27. janúar 1756 í Salzburg, Austurríki – nákvæmlega 250 árum áður en þetta er skrifað. Mozart er talinn eitt merkasta tónskáld allra tíma og tónverk hans eru orðin að nokkurs konar erkidæmum um klassíska tónlist. Snillingurinn W. A. Mozart (1756-1791) var ótrúlega afkastamikið og...

Nánar

Eru einhver verk sem teljast til heimsbókmenntanna enn óþýdd á íslensku?

Þótt hugtakið „heimsbókmenntir" sé teygjanlegt og umdeilt, þá er svarið við þessari spurningu ótvírætt „já". Það var einkum þýska skáldið Goethe sem kom þessu hugtaki í umferð á Vesturlöndum. Hann segir til dæmis á einum stað að skáldskapurinn sé sameign mannkynsins, öllum sé hollt að svipast um meðal fjarlæg...

Nánar

Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?

Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...

Nánar

Hver eru helstu ritverk Platons?

Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...

Nánar

Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?

Ritverkum Friedrichs Nietzsches (1844-1900) er vanalega skipt í þrjú tímabil: Æskuverkin (1872-1877), miðárin (1878-1882) og síðustu árin (1883-1888). Þar sem áhrifa Nietzsches gætir meðal listamanna, arkitekta, heimspekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, tónlistarmanna, mannfræðinga, kvikmyndagerðarman...

Nánar

Hver er lengsta skáldsaga í heimi?

Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...

Nánar

Hver var Herbert Spencer?

Herbert Spencer fæddist 27. apríl árið 1820 í borginni Derby á Englandi. Faðir hans, George, var kennari og sá hann sjálfur um menntun sonar síns fyrstu tíu ár ævi hans en eftir það tóku föðurbræður hans, William, sem einnig var kennari, og presturinn Thomas, að sér að mennta drenginn. Allir voru þeir strangir, og...

Nánar

Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þú sérð það ekki. Fyrir því eru tvær meginástæður. Hin fyrri er sú að það hvort hlutur er listaverk veltur á mörgu öðru en því sem við sjáum, til dæmis á samhenginu sem hluturinn stendur í, hugmyndinni að baki verkinu, ætlun listamannsins, og þeim möguleikum sem l...

Nánar

Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?

Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv. Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint ...

Nánar

Hvað er einyrki?

Orðin einvirki og einyrki þekktust þegar í fornu máli. Þau voru notuð um bónda sem býr einn, að minnsta kosti einn karlmanna, á búi sínu og hefur ekki vinnufólk. Sú merking þekkist enn í dag, það er bóndinn sem vinnur á jörð sinni án aðkeypts vinnuafls. Í síðari alda máli hefur orðið einnig verið notað um mann með...

Nánar

Hvers konar skáld var William Blake?

Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...

Nánar

Fleiri niðurstöður