Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?

Heiða María Sigurðardóttir

Hér er einnig svarað spurningum um svipað efni:

  • Hvers vegna geta ákveðnar tilfinningar, svo sem vonbrigði eða örvænting, framkallað líkamlega verki?
  • Af hverju fær maður verk í hjartað ef maður er sorgmæddur ef hjartað tengist ekkert tilfinningum?

Í sálfræði og öðrum greinum er stundum gerður greinarmunur á tilfinningum (e. feelings) og geðshræringum (e. emotions). Tilfinning er huglægur hluti geðshræringar, það er hvernig fólk upplifir gleði, ótta, viðbjóð og svo framvegis. Geðshræringar eru samt meira en þetta; þær vísa líka til lífeðlislegra viðbragða og ýmiss konar hegðunar sem gjarnan fylgja þessum tilfinningum.


Hopeless (1963). Hluti verks eftir Roy Lichtenstein (1923-1997).

Þegar fólk lendir í ógnvekjandi aðstæðum berast boð frá skynfærum til ýmissa stöðva heilans. Mikilvægust þeirra er möndlungurinn (e. amygdala). Virkni í möndlungi virðist vekja upp óþægilegar tilfinningar svo sem ótta, kvíða eða örvæntingu. Miðkjarni möndlungsins (e. central nucleus) sendir svo boð til heilasvæða eins og undirstúku, miðheila, brúar og mænukylfu, sem koma af stað ýmsum líkamlegum viðbrögðum; kirtlar taka til við að seyta hormónum svo sem adrenalíni og noradrenalíni, meltingarstarfsemi minnkar og líkaminn fer þess í stað að eyða orku, hjartsláttur eykst og blóðþrýstingur hækkar, lungnarými eykst og súrefnisflæði til vöðva verður meira, svo eitthvað sé nefnt. Allt býr þetta líkamann undir mikil átök – að hrökkva eða stökkva – svo sem að flýja af hólmi eða berjast og takast þannig á við ógnina.

Þessi líkamlegu viðbrögð þróuðust væntanlega upphaflega vegna þess að þau voru gagnleg til að bregðast við aðstæðum sem líklegar voru til að valda fólki líkamlegum skaða, svo sem þegar fólk hittir fyrir ljón eða eiturslöngu. Smám saman virðist fólk aftur á móti hafa farið að sýna þessi viðbrögð við félagslegum aðstæðum, svo sem þegar einhver réðist á það með orðum en ekki með hnúum og hnefum. Þetta getur að sjálfsögðu líka vakið upp tilfinningasvörun svo sem vonbrigði, örvæntingu, særindi eða sorg.

Að ofangreindu er ekki endilega augljóst hvaða tilgangi verkir samfara tilfinningalegu uppnámi kunni að þjóna. Ef til vill þjóna þeir alls engum tilgangi og eru fremur aukaafurð ofantalinna lífeðlislegra viðbragða. Hugsanlega eru þeir þó til einhvers nýtir. Vitað er að lífverur forðast það sem leiðir til óhagstæðra afleiðinga svo sem sársauka. Komist maður í aðstæður sem líklegar eru til að valda manni andlegum eða líkamlegum skaða er mikilvægt að læra að forðast þær í framtíðinni. Verði maður fyrir vonbrigðum eða særi einhver mann, þá meiðir maður sig og forðast því ef til vill þá manneskju í framtíðinni eða breytir þeirri hegðun sem fékk hana til að gera eitthvað á hlut manns.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

24.11.2005

Spyrjandi

Hlynur Sandholt, f. 1989
Fífa F.
Borgþór Ásgeirsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5429.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 24. nóvember). Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5429

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5429>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?
Hér er einnig svarað spurningum um svipað efni:

  • Hvers vegna geta ákveðnar tilfinningar, svo sem vonbrigði eða örvænting, framkallað líkamlega verki?
  • Af hverju fær maður verk í hjartað ef maður er sorgmæddur ef hjartað tengist ekkert tilfinningum?

Í sálfræði og öðrum greinum er stundum gerður greinarmunur á tilfinningum (e. feelings) og geðshræringum (e. emotions). Tilfinning er huglægur hluti geðshræringar, það er hvernig fólk upplifir gleði, ótta, viðbjóð og svo framvegis. Geðshræringar eru samt meira en þetta; þær vísa líka til lífeðlislegra viðbragða og ýmiss konar hegðunar sem gjarnan fylgja þessum tilfinningum.


Hopeless (1963). Hluti verks eftir Roy Lichtenstein (1923-1997).

Þegar fólk lendir í ógnvekjandi aðstæðum berast boð frá skynfærum til ýmissa stöðva heilans. Mikilvægust þeirra er möndlungurinn (e. amygdala). Virkni í möndlungi virðist vekja upp óþægilegar tilfinningar svo sem ótta, kvíða eða örvæntingu. Miðkjarni möndlungsins (e. central nucleus) sendir svo boð til heilasvæða eins og undirstúku, miðheila, brúar og mænukylfu, sem koma af stað ýmsum líkamlegum viðbrögðum; kirtlar taka til við að seyta hormónum svo sem adrenalíni og noradrenalíni, meltingarstarfsemi minnkar og líkaminn fer þess í stað að eyða orku, hjartsláttur eykst og blóðþrýstingur hækkar, lungnarými eykst og súrefnisflæði til vöðva verður meira, svo eitthvað sé nefnt. Allt býr þetta líkamann undir mikil átök – að hrökkva eða stökkva – svo sem að flýja af hólmi eða berjast og takast þannig á við ógnina.

Þessi líkamlegu viðbrögð þróuðust væntanlega upphaflega vegna þess að þau voru gagnleg til að bregðast við aðstæðum sem líklegar voru til að valda fólki líkamlegum skaða, svo sem þegar fólk hittir fyrir ljón eða eiturslöngu. Smám saman virðist fólk aftur á móti hafa farið að sýna þessi viðbrögð við félagslegum aðstæðum, svo sem þegar einhver réðist á það með orðum en ekki með hnúum og hnefum. Þetta getur að sjálfsögðu líka vakið upp tilfinningasvörun svo sem vonbrigði, örvæntingu, særindi eða sorg.

Að ofangreindu er ekki endilega augljóst hvaða tilgangi verkir samfara tilfinningalegu uppnámi kunni að þjóna. Ef til vill þjóna þeir alls engum tilgangi og eru fremur aukaafurð ofantalinna lífeðlislegra viðbragða. Hugsanlega eru þeir þó til einhvers nýtir. Vitað er að lífverur forðast það sem leiðir til óhagstæðra afleiðinga svo sem sársauka. Komist maður í aðstæður sem líklegar eru til að valda manni andlegum eða líkamlegum skaða er mikilvægt að læra að forðast þær í framtíðinni. Verði maður fyrir vonbrigðum eða særi einhver mann, þá meiðir maður sig og forðast því ef til vill þá manneskju í framtíðinni eða breytir þeirri hegðun sem fékk hana til að gera eitthvað á hlut manns.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...