Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?

Gunnar Harðarson

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þú sérð það ekki.

Fyrir því eru tvær meginástæður. Hin fyrri er sú að það hvort hlutur er listaverk veltur á mörgu öðru en því sem við sjáum, til dæmis á samhenginu sem hluturinn stendur í, hugmyndinni að baki verkinu, ætlun listamannsins, og þeim möguleikum sem listheimurinn býður upp á að búa til verk. Hin síðari er að hlutur, til dæmis ljósmynd, getur orðið að listaverki þótt hann hafi upphaflega ekki verið hugsaður sem slíkur.

Þetta kunna að virðast mótsagnakenndar ástæður en til útskýringar má í fyrsta lagi benda á að til eru listaverk sem eru sjónrænt séð nákvæmlega eins og hversdagslegir hlutir, til dæmis úti í búð eða inni á heimilum. Brillo-kassar Andy Warhols líta nákvæmlega eins út og Brillo-kassarnir í vöruskemmunni þótt þeir séu ekki búnir til úr sama efninu. Rúm ensku listakonunnar Tracy Emin, sem hún sýndi í Tate-galleríinu í London undir heitinu „Rúmið mitt“, lítur ekki bara eins út og rúmið sem var inni í svefnherberginu hennar heldur er það sama rúmið. Það var samt ekki listaverk áður en listakonan ákvað að sýna það sem verk á sýningu. Um bæði þessi verk gildir að við gætum ekki séð að þau væru listaverk nema af því að listamennirnir settu þau með þessum hætti í listrænt samhengi og að listheimurinn viðurkennir þessi verk sem listaverk. Sama gildir um ljósmyndir.

Til eru listaverk sem eru sjónrænt séð alveg eins og hversdagslegir hlutir. Hér sést listaverkið „Rúmið mitt“ sem er rúm listakonunnar Tracy Emin.

Ljósmynd í myndaalbúmi eða á tölvuskjá er í öðru samhengi en ljósmynd á vegg í listsýningarsal eða á listasafni. Það gæti samt verið sama ljósmyndin, til dæmis eftir áhugaljósmyndara sem hefði tekið götumyndir af Reykjavík á 6. áratugnum. Myndin gæti fundist í myndaalbúmi, verið skönnuð inn í tölvu og send Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefði ákveðið að sýna hana vegna heimildagildis og/eða listræns gildis. Þegar þú skoðar myndaalbúmið veistu ekki hvort myndin sé listaverk, þótt þér þyki hún kannski góð mynd. En þegar þú gengur inn í sýningarsalinn til að skoða ljósmyndina stækkaða á veggnum er líklegt að þú gerir það á þeim forsendum að þú sért að skoða ljósmyndina sem listaverk í einhverjum skilningi.

Hvað er það við ljósmyndina (eða önnur verk) sem gerir það að verkum að ferill hennar getur orðið með þessum hætti? Hér má sækja í smiðju bandaríska heimspekingsins Jerolds Levinson (f. 1948) sem gerir greinarmun á þrenns konar ásetningi eða ætlun að baki verka:

  1. Tiltekin ætlun, þar sem verk er ætlað til þess að vera skoðað sem list í sama skilningi og fyrri listaverk;
  2. ótiltekin ætlun þar sem ætlast er til þess að verkið verði skoðað sem list almennt séð án þess að því fylgi nein sérstök tenging við fyrri verk í listasögunni eða listheiminum;
  3. ætlun sem er ómeðvituð um listina (e. art-unconscious), en það er þegar verkið gengur út frá sams konar viðmiðum og gilda um listræna ætlun þótt höfundurinn sé ekki meðvitað að búa til listaverk út frá meðvituðum listrænum ásetningi.
Verkið má þá skoða sem listaverk á grundvelli þess að það er að minnsta kosti að einhverju leyti búið til í því skyni að vera skoðað með sambærilegum hætti og þegar listaverk er skoðað, jafnvel þótt höfundurinn hafi ekki tekið þann möguleika með í reikninginn. Þar með eru til staðar öll sömu skilyrði fyrir því að skoða verkið sem listaverk eins og ef það hefði verið búið til með það fyrir augum. Við getum því litið á slík verk sem listaverk jafnvel þótt höfundar þeirra hafi ekki verið meðvitaðir um að það væri hægt.

Ýmsir heimspekingar hafa bent á að við notum orðið listaverk í tvenns konar merkingu: sem gæðastimpil eða sem flokkunarmiða. Hér að framan hefur einkum verið rætt um listaverk í flokkunarmerkingu, það er að segja hluti sem við teljum til listaverka. Hins vegar getum við notað orðið listaverk til að tilgreina fagurfræðilega eiginleika hluta eða verka og lýsa afstöðu okkar til þeirra óháð því hvort þeir eru listaverk í flokkunarmerkingu. Við segjum þá til dæmis um einhverja ljósmynd að hún sé „algjört listaverk þessi ljósmynd“. Í þeim skilningi geta allar ljósmyndir verið listaverk ef okkur sýnist svo.

Heimild:
  • Nigel Warburton, The Art Question (London: Routledge, 2004).
Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Samkvæmt höfundalögum verða venjulegar ljósmyndir almenningseign miklu fyrr en þær sem eru listaverk. Hvernig sé ég hvort ljósmynd er listaverk?

Höfundur

Gunnar Harðarson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

27.2.2013

Spyrjandi

Haukur Þorgeirsson

Tilvísun

Gunnar Harðarson. „Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2013, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28377.

Gunnar Harðarson. (2013, 27. febrúar). Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28377

Gunnar Harðarson. „Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2013. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28377>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þú sérð það ekki.

Fyrir því eru tvær meginástæður. Hin fyrri er sú að það hvort hlutur er listaverk veltur á mörgu öðru en því sem við sjáum, til dæmis á samhenginu sem hluturinn stendur í, hugmyndinni að baki verkinu, ætlun listamannsins, og þeim möguleikum sem listheimurinn býður upp á að búa til verk. Hin síðari er að hlutur, til dæmis ljósmynd, getur orðið að listaverki þótt hann hafi upphaflega ekki verið hugsaður sem slíkur.

Þetta kunna að virðast mótsagnakenndar ástæður en til útskýringar má í fyrsta lagi benda á að til eru listaverk sem eru sjónrænt séð nákvæmlega eins og hversdagslegir hlutir, til dæmis úti í búð eða inni á heimilum. Brillo-kassar Andy Warhols líta nákvæmlega eins út og Brillo-kassarnir í vöruskemmunni þótt þeir séu ekki búnir til úr sama efninu. Rúm ensku listakonunnar Tracy Emin, sem hún sýndi í Tate-galleríinu í London undir heitinu „Rúmið mitt“, lítur ekki bara eins út og rúmið sem var inni í svefnherberginu hennar heldur er það sama rúmið. Það var samt ekki listaverk áður en listakonan ákvað að sýna það sem verk á sýningu. Um bæði þessi verk gildir að við gætum ekki séð að þau væru listaverk nema af því að listamennirnir settu þau með þessum hætti í listrænt samhengi og að listheimurinn viðurkennir þessi verk sem listaverk. Sama gildir um ljósmyndir.

Til eru listaverk sem eru sjónrænt séð alveg eins og hversdagslegir hlutir. Hér sést listaverkið „Rúmið mitt“ sem er rúm listakonunnar Tracy Emin.

Ljósmynd í myndaalbúmi eða á tölvuskjá er í öðru samhengi en ljósmynd á vegg í listsýningarsal eða á listasafni. Það gæti samt verið sama ljósmyndin, til dæmis eftir áhugaljósmyndara sem hefði tekið götumyndir af Reykjavík á 6. áratugnum. Myndin gæti fundist í myndaalbúmi, verið skönnuð inn í tölvu og send Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefði ákveðið að sýna hana vegna heimildagildis og/eða listræns gildis. Þegar þú skoðar myndaalbúmið veistu ekki hvort myndin sé listaverk, þótt þér þyki hún kannski góð mynd. En þegar þú gengur inn í sýningarsalinn til að skoða ljósmyndina stækkaða á veggnum er líklegt að þú gerir það á þeim forsendum að þú sért að skoða ljósmyndina sem listaverk í einhverjum skilningi.

Hvað er það við ljósmyndina (eða önnur verk) sem gerir það að verkum að ferill hennar getur orðið með þessum hætti? Hér má sækja í smiðju bandaríska heimspekingsins Jerolds Levinson (f. 1948) sem gerir greinarmun á þrenns konar ásetningi eða ætlun að baki verka:

  1. Tiltekin ætlun, þar sem verk er ætlað til þess að vera skoðað sem list í sama skilningi og fyrri listaverk;
  2. ótiltekin ætlun þar sem ætlast er til þess að verkið verði skoðað sem list almennt séð án þess að því fylgi nein sérstök tenging við fyrri verk í listasögunni eða listheiminum;
  3. ætlun sem er ómeðvituð um listina (e. art-unconscious), en það er þegar verkið gengur út frá sams konar viðmiðum og gilda um listræna ætlun þótt höfundurinn sé ekki meðvitað að búa til listaverk út frá meðvituðum listrænum ásetningi.
Verkið má þá skoða sem listaverk á grundvelli þess að það er að minnsta kosti að einhverju leyti búið til í því skyni að vera skoðað með sambærilegum hætti og þegar listaverk er skoðað, jafnvel þótt höfundurinn hafi ekki tekið þann möguleika með í reikninginn. Þar með eru til staðar öll sömu skilyrði fyrir því að skoða verkið sem listaverk eins og ef það hefði verið búið til með það fyrir augum. Við getum því litið á slík verk sem listaverk jafnvel þótt höfundar þeirra hafi ekki verið meðvitaðir um að það væri hægt.

Ýmsir heimspekingar hafa bent á að við notum orðið listaverk í tvenns konar merkingu: sem gæðastimpil eða sem flokkunarmiða. Hér að framan hefur einkum verið rætt um listaverk í flokkunarmerkingu, það er að segja hluti sem við teljum til listaverka. Hins vegar getum við notað orðið listaverk til að tilgreina fagurfræðilega eiginleika hluta eða verka og lýsa afstöðu okkar til þeirra óháð því hvort þeir eru listaverk í flokkunarmerkingu. Við segjum þá til dæmis um einhverja ljósmynd að hún sé „algjört listaverk þessi ljósmynd“. Í þeim skilningi geta allar ljósmyndir verið listaverk ef okkur sýnist svo.

Heimild:
  • Nigel Warburton, The Art Question (London: Routledge, 2004).
Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Samkvæmt höfundalögum verða venjulegar ljósmyndir almenningseign miklu fyrr en þær sem eru listaverk. Hvernig sé ég hvort ljósmynd er listaverk?

...