Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Rithöfundurinn Isabel Allende er frá Chile að uppruna en fæddist í Perú og bjó í mörgum löndum Suður-Ameríku sem barn. Hún er bróðurdóttir fyrrum forseta Chile, Salvador Allende, (1908-1973) en honum var steypt af stóli í valdaráni hersins árið 1973 þegar Pinochet komst til valda. Í kjölfarið fór Isabel Allende í útlegð og hefur ekki búið í heimalandi sínu síðan. Síðastliðin tuttugu ár hefur hún dvalið í Kaliforníu.

Isabel Allende hefur starfað sem rithöfundur í tæpan aldarfjórðung og gefið út sextán bækur. Hún skrifar á spænsku en verk hennar eru svo að segja jafnharðan þýdd á ensku og síðar á önnur tungumál. Frægasta verk hennar er sennilega fyrsta bókin sem heitir Hús andanna. Hún kom út árið 1982 en kvikmynd, sem skartaði stórstjörnum á borð við Jeremy Irons og Meryl Streep, var gerð eftir henni árið 1993. Íslensk þýðing Thors Vilhjálmssonar kom út árið 1987.



Isabel Allende hefur skrifað sextán bækur.

Hús andanna er mikil og mögnuð fjölskyldusaga. Þar segir frá lífi þriggja kynslóða. Inn í fjölskyldusöguna fléttast þjóðfélagsleg átök og þótt sagan gerist í ótilteknu landi minna atburðirnir um margt á það sem gerðist í Chile eftir valdaránið 1973. Isabel Allende hóf skrifin þann 8. janúar árið 1981 þegar hún fékk upphringingu þess efnis að afi hennar lægi fyrir dauðanum. Bókin var upphaflega hugsuð sem bréf til hans. Síðan hefur hún ávallt hafist handa við nýja bók 8. janúar.

Af öðrum verkum Isabel Allende má nefna Evu Lunu þar sem segir frá stúlkunni Evu og ævintýrum hennar. Við fylgjumst með henni frá fæðingu. Hún ferðast á milli heimila, elskhuga og landshluta og kynnist fjölda áhugaverðra persóna. Paula er sjálfsævisögulegt verk sem Isabel Allende skrifaði eftir að dóttir hennar veiktist alvarlega og féll í dauðadá. Allende sat við sjúkrabeð hennar og skrifaði sig frá sorginni. Paula er mjög persónuleg bók og áhrifarík og átti Allende erfitt með að hefja skriftir á ný eftir útkomu hennar.

Umfjöllunarefni Allende eru af margvíslegum toga, hún skrifar um ást, kynlíf, mat, ferðalög, goðsögur og pólitískt landslag. Persónur hennar standa oft á jaðri samfélagsins og eru einhvers konar útlagar, í þeim skilningi að þær falla ekki að þeim ramma sem samfélagið ætlar þeim. Hún skrifar um þjófa, útlendinga, samkynhneigða, fátækar konur og munaðarleysingja. Persónur hennar bugast ekki af erfiðri reynslu, heldur lenda þær í margvíslegum ævintýrum og kynnast sorginni. Mikil frásagnargleði einkennir verk Allende og er atburðarásin yfirleitt ævintýraleg með fjölbreyttum persónum sem oft eru sveipaðar dulúð og töfrum. Við frásögnina notar Allende oft stílbragð sem kennt er við töfraraunsæi og einkennir verk margra höfunda frá Suður-Ameríku.

Í Húsi andanna birtist töfraraunsæið hvað gleggst. Sögusvið bókarinnar er raunsæislegt en inn í frásögnina blandast dularfullar persónur og óútskýrðir atburðir sem bæði lesandi bókarinnar og persónur hennar samþykkja sem fullkomlega eðlilega, þeir eiga heima í textanum og þarfnast ekki skýringa. Þannig þykir lesanda ekkert skrítið að Clara, aðalpersóna sögunnar, geti fært húsgögn með hugarorkunni og að hún sjái óorðna hluti fyrir.

Verk Isabel Allende eru lesin víða um heim og sló hún í strax í gegn með Húsi andanna. Líklega hefur frægð hennar þó aukist gríðarlega eftir kvikmyndun sögunnar og nýtur hún væntanlega góðs af því með auknum lesendafjölda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

15.12.2006

Spyrjandi

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6437.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2006, 15. desember). Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6437

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6437>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?
Rithöfundurinn Isabel Allende er frá Chile að uppruna en fæddist í Perú og bjó í mörgum löndum Suður-Ameríku sem barn. Hún er bróðurdóttir fyrrum forseta Chile, Salvador Allende, (1908-1973) en honum var steypt af stóli í valdaráni hersins árið 1973 þegar Pinochet komst til valda. Í kjölfarið fór Isabel Allende í útlegð og hefur ekki búið í heimalandi sínu síðan. Síðastliðin tuttugu ár hefur hún dvalið í Kaliforníu.

Isabel Allende hefur starfað sem rithöfundur í tæpan aldarfjórðung og gefið út sextán bækur. Hún skrifar á spænsku en verk hennar eru svo að segja jafnharðan þýdd á ensku og síðar á önnur tungumál. Frægasta verk hennar er sennilega fyrsta bókin sem heitir Hús andanna. Hún kom út árið 1982 en kvikmynd, sem skartaði stórstjörnum á borð við Jeremy Irons og Meryl Streep, var gerð eftir henni árið 1993. Íslensk þýðing Thors Vilhjálmssonar kom út árið 1987.



Isabel Allende hefur skrifað sextán bækur.

Hús andanna er mikil og mögnuð fjölskyldusaga. Þar segir frá lífi þriggja kynslóða. Inn í fjölskyldusöguna fléttast þjóðfélagsleg átök og þótt sagan gerist í ótilteknu landi minna atburðirnir um margt á það sem gerðist í Chile eftir valdaránið 1973. Isabel Allende hóf skrifin þann 8. janúar árið 1981 þegar hún fékk upphringingu þess efnis að afi hennar lægi fyrir dauðanum. Bókin var upphaflega hugsuð sem bréf til hans. Síðan hefur hún ávallt hafist handa við nýja bók 8. janúar.

Af öðrum verkum Isabel Allende má nefna Evu Lunu þar sem segir frá stúlkunni Evu og ævintýrum hennar. Við fylgjumst með henni frá fæðingu. Hún ferðast á milli heimila, elskhuga og landshluta og kynnist fjölda áhugaverðra persóna. Paula er sjálfsævisögulegt verk sem Isabel Allende skrifaði eftir að dóttir hennar veiktist alvarlega og féll í dauðadá. Allende sat við sjúkrabeð hennar og skrifaði sig frá sorginni. Paula er mjög persónuleg bók og áhrifarík og átti Allende erfitt með að hefja skriftir á ný eftir útkomu hennar.

Umfjöllunarefni Allende eru af margvíslegum toga, hún skrifar um ást, kynlíf, mat, ferðalög, goðsögur og pólitískt landslag. Persónur hennar standa oft á jaðri samfélagsins og eru einhvers konar útlagar, í þeim skilningi að þær falla ekki að þeim ramma sem samfélagið ætlar þeim. Hún skrifar um þjófa, útlendinga, samkynhneigða, fátækar konur og munaðarleysingja. Persónur hennar bugast ekki af erfiðri reynslu, heldur lenda þær í margvíslegum ævintýrum og kynnast sorginni. Mikil frásagnargleði einkennir verk Allende og er atburðarásin yfirleitt ævintýraleg með fjölbreyttum persónum sem oft eru sveipaðar dulúð og töfrum. Við frásögnina notar Allende oft stílbragð sem kennt er við töfraraunsæi og einkennir verk margra höfunda frá Suður-Ameríku.

Í Húsi andanna birtist töfraraunsæið hvað gleggst. Sögusvið bókarinnar er raunsæislegt en inn í frásögnina blandast dularfullar persónur og óútskýrðir atburðir sem bæði lesandi bókarinnar og persónur hennar samþykkja sem fullkomlega eðlilega, þeir eiga heima í textanum og þarfnast ekki skýringa. Þannig þykir lesanda ekkert skrítið að Clara, aðalpersóna sögunnar, geti fært húsgögn með hugarorkunni og að hún sjái óorðna hluti fyrir.

Verk Isabel Allende eru lesin víða um heim og sló hún í strax í gegn með Húsi andanna. Líklega hefur frægð hennar þó aukist gríðarlega eftir kvikmyndun sögunnar og nýtur hún væntanlega góðs af því með auknum lesendafjölda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...