Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangtúlkaði og afbakaði boðskap Kóransins. Hæfileg refsing fyrir slíkt guðlast væri dauðadómur.

Til að öðlast skilning á djúpstæðri reiði margra múslíma og því fjaðrafoki sem bókin olli þarf að hafa nokkur atriði í huga og verða tvö þeirra tíunduð hér.

Í skrifum sínum blandar Rushdie gjarnan töfraraunsæi saman við sagnfræði og guðfræði. Í Söngvum Satans verður Múhameð spámaður á vegi söguhetjanna (sem eru samtímamenn okkar daga) og er honum lýst sem breyskum manni. Atburðum frá tímum spámannsins sem greint er frá í Kóraninum er jafnframt fléttað saman við atburðarásina. Í íslam er hvorki hefð fyrir því að skrifað sé um líf spámannsins með þessum hætti né að atburðir úr Kóraninum séu settir í súrrealískan búning. Margir litu því á efni bókarinnar sem alvarlegt guðlast; að minnsta kosti var inntak hennar talið í hæsta máta óviðeigandi.

Í bókinni var einnig ýjað að því að vers í Kóraninum væru frá djöflinum komin, líkt og heiti bókarinnar gefur til kynna. Rushdie leikur sér að versinu um gyðjurnar Lat, Manat og Uzza sem talið er hafa verið hluti af Kóraninum en er sagt hafa verið fjarlægt þegar upp komst að það væri frá djöflinum komið. Gefið er í skyn að slík djöflavers séu ef til vill fleiri fyrst að fyrrnefnt vers slæddist með á sínum tíma. Annað sem þótti ekki síður alvarlegt er frásögn af sögupersónunni Mahound (sem þýðir djöfullinn) sem fékk vitranir líkt og spámaðurinn sjálfur.

Harðar deilur sköpuðust í heimi múslíma um lögmæti og réttmæti dauðadómsins. Dómurinn var gefinn út með svokölluðu fatwa, lögformlegum úrskurði sem sérfræðingum í íslömskum lögum (sharia) er einum heimilt að veita að ströngum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt mörgum voru þessi skilyrði ekki fyrir hendi í þessu tilfelli. Við jafn alvarlegum glæpum og guðlasti er sönnunarbyrðin jafnframt afar mikil. Til að mynda þarf hinn ákærði að mæta fyrir rétti og játa brot sitt þrisvar sinnum. Rushdie játaði aldrei brot sitt, hvorki í réttarsal né annars staðar. Því töldu margir að hæpið væri að úrskurðurinn stæðist.

Tilgangur dauðadómsins samkvæmt Khomeini var að verja heiður íslam og treysta bönd múslíma um allan heim. Fræðimenn hafa í seinni tíð dregið opinberar ástæður dauðadómsins í efa og haldið fram að um pólitíska refskák hafi frekar verið að ræða. Khomeini og klerkastjórnin hafi þurft að bægja athygli heimamanna frá því hörmulega ástandi sem átta ára blóðugt stríð við Íraka hafði leitt af sér. Það hefði góð áhrif á þjóðarsálina á þessum erfiðu tímum að þjóðarleiðtoginn gengi fram sem verndari íslam á þennan afdrifaríkan hátt. Vonast var til að það framlengdi anda og stemningu byltingarinnar frá árinu 1979.

Að lokum skal geta þess að dauðadómnum hefur ekki verið framfylgt og Salman Rushdie er enn á lífi þegar þetta er skrifað.

Frekara lesefni og myndir

Höfundur

Útgáfudagur

8.11.2006

Spyrjandi

Klara Kristjánsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir. „Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2006. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6366.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir. (2006, 8. nóvember). Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6366

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir. „Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2006. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6366>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?
Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangtúlkaði og afbakaði boðskap Kóransins. Hæfileg refsing fyrir slíkt guðlast væri dauðadómur.

Til að öðlast skilning á djúpstæðri reiði margra múslíma og því fjaðrafoki sem bókin olli þarf að hafa nokkur atriði í huga og verða tvö þeirra tíunduð hér.

Í skrifum sínum blandar Rushdie gjarnan töfraraunsæi saman við sagnfræði og guðfræði. Í Söngvum Satans verður Múhameð spámaður á vegi söguhetjanna (sem eru samtímamenn okkar daga) og er honum lýst sem breyskum manni. Atburðum frá tímum spámannsins sem greint er frá í Kóraninum er jafnframt fléttað saman við atburðarásina. Í íslam er hvorki hefð fyrir því að skrifað sé um líf spámannsins með þessum hætti né að atburðir úr Kóraninum séu settir í súrrealískan búning. Margir litu því á efni bókarinnar sem alvarlegt guðlast; að minnsta kosti var inntak hennar talið í hæsta máta óviðeigandi.

Í bókinni var einnig ýjað að því að vers í Kóraninum væru frá djöflinum komin, líkt og heiti bókarinnar gefur til kynna. Rushdie leikur sér að versinu um gyðjurnar Lat, Manat og Uzza sem talið er hafa verið hluti af Kóraninum en er sagt hafa verið fjarlægt þegar upp komst að það væri frá djöflinum komið. Gefið er í skyn að slík djöflavers séu ef til vill fleiri fyrst að fyrrnefnt vers slæddist með á sínum tíma. Annað sem þótti ekki síður alvarlegt er frásögn af sögupersónunni Mahound (sem þýðir djöfullinn) sem fékk vitranir líkt og spámaðurinn sjálfur.

Harðar deilur sköpuðust í heimi múslíma um lögmæti og réttmæti dauðadómsins. Dómurinn var gefinn út með svokölluðu fatwa, lögformlegum úrskurði sem sérfræðingum í íslömskum lögum (sharia) er einum heimilt að veita að ströngum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt mörgum voru þessi skilyrði ekki fyrir hendi í þessu tilfelli. Við jafn alvarlegum glæpum og guðlasti er sönnunarbyrðin jafnframt afar mikil. Til að mynda þarf hinn ákærði að mæta fyrir rétti og játa brot sitt þrisvar sinnum. Rushdie játaði aldrei brot sitt, hvorki í réttarsal né annars staðar. Því töldu margir að hæpið væri að úrskurðurinn stæðist.

Tilgangur dauðadómsins samkvæmt Khomeini var að verja heiður íslam og treysta bönd múslíma um allan heim. Fræðimenn hafa í seinni tíð dregið opinberar ástæður dauðadómsins í efa og haldið fram að um pólitíska refskák hafi frekar verið að ræða. Khomeini og klerkastjórnin hafi þurft að bægja athygli heimamanna frá því hörmulega ástandi sem átta ára blóðugt stríð við Íraka hafði leitt af sér. Það hefði góð áhrif á þjóðarsálina á þessum erfiðu tímum að þjóðarleiðtoginn gengi fram sem verndari íslam á þennan afdrifaríkan hátt. Vonast var til að það framlengdi anda og stemningu byltingarinnar frá árinu 1979.

Að lokum skal geta þess að dauðadómnum hefur ekki verið framfylgt og Salman Rushdie er enn á lífi þegar þetta er skrifað.

Frekara lesefni og myndir

...