Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast standberg?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu?

Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunni: Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?).

Hér á landi eru standberg víða við strendur landsins, en einnig má sjá forn standberg frá ísaldarlokum, frá þeim tíma þegar sjór stóð tímabundið talsvert hærra en nú, einkum með suðurströndinni og á Snæfellsnesi. Víða eru forn standberg nú orpin skriðum, að minnsta kosti undirhlíðarnar, þar sem sjór hefur ekki náð til að hreinsa burt hið lausa grjót.

Og Hornbjarg úr djúpinu rís." (Kristján frá Djúpalæk

Að öðru jöfnu má ætla að hátt standberg myndist einkum þar sem jarðlög eru lárétt eða þeim hallar ögn frá sjó. Þannig háttar til á Hornströndum þar sem hæsti tindur Hornbjargs (Kálfatindur) er 534 m. Látrabjarg er hæst 444 m, en hæsta standberg í Evrópu mun vera Enniberg í Færeyjum sem rís 750 m upp úr Norðursjó. Hæsta sæklif heims er sagt vera við Kalaupapa á Hawaii, 1010 m, en klettaveggnum þar hallar um 30° frá lóðréttu. Sama gildir um Norðfjarðarnípu sem er rúmlega 900 m há. Hæsta lóðrétta standbergið telst vera í Þórsfjalli (Mt. Thor) á Baffineyju í Kanada, 1370 m.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.10.2006

Síðast uppfært

1.10.2021

Spyrjandi

Tómas Einarsson
Grétar Björnsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast standberg?“ Vísindavefurinn, 25. október 2006, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6336.

Sigurður Steinþórsson. (2006, 25. október). Hvernig myndast standberg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6336

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast standberg?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2006. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6336>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast standberg?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu?

Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunni: Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?).

Hér á landi eru standberg víða við strendur landsins, en einnig má sjá forn standberg frá ísaldarlokum, frá þeim tíma þegar sjór stóð tímabundið talsvert hærra en nú, einkum með suðurströndinni og á Snæfellsnesi. Víða eru forn standberg nú orpin skriðum, að minnsta kosti undirhlíðarnar, þar sem sjór hefur ekki náð til að hreinsa burt hið lausa grjót.

Og Hornbjarg úr djúpinu rís." (Kristján frá Djúpalæk

Að öðru jöfnu má ætla að hátt standberg myndist einkum þar sem jarðlög eru lárétt eða þeim hallar ögn frá sjó. Þannig háttar til á Hornströndum þar sem hæsti tindur Hornbjargs (Kálfatindur) er 534 m. Látrabjarg er hæst 444 m, en hæsta standberg í Evrópu mun vera Enniberg í Færeyjum sem rís 750 m upp úr Norðursjó. Hæsta sæklif heims er sagt vera við Kalaupapa á Hawaii, 1010 m, en klettaveggnum þar hallar um 30° frá lóðréttu. Sama gildir um Norðfjarðarnípu sem er rúmlega 900 m há. Hæsta lóðrétta standbergið telst vera í Þórsfjalli (Mt. Thor) á Baffineyju í Kanada, 1370 m.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...