Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?

Jón Már Halldórsson

Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg.

Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.

Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþroska ungfugla. Út frá viðkomu og lífslíkum má gróflega áætla að þessi hópur geti verið eitthvað yfir 100 fuglar. Það er því hægt að segja að arnarstofninn á Íslandi sé um 250 fuglar.

Ungir ernir eru dökkbrúnir en stél hvítt á fullorðnum örnum. Þegar fuglarnir eldast og nálgast kynþroska lýsast háls, herðar og höfuð og verða rjómagul með aldrinum.

Breiðafjörðurinn er helsta varpsvæði arnarins. Við fjörðinn verpa nú um tveir þriðju allra arnarpara á Íslandi. Annað helsta varpsvæði hans er við norðanverðan Faxaflóa.

Skýringin á því að þessi svæði eru helstu varpsvæði arnarins hér á landi er að örninn lifir að langmestu leyti á fæðu sem hann sækir í fjörur og grunnsævi og er Breiðafjörðurinn afar gjöful matarkista fyrir íslenska erni.

Höfundur þakkar Kristni Hauki Skarphéðinssyni fyrir upplýsingar sem nýttust við gerð þessa svars.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2012

Spyrjandi

Eiríka Ösp Arnardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2012. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=63422.

Jón Már Halldórsson. (2012, 28. nóvember). Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63422

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2012. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63422>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?
Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg.

Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.

Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþroska ungfugla. Út frá viðkomu og lífslíkum má gróflega áætla að þessi hópur geti verið eitthvað yfir 100 fuglar. Það er því hægt að segja að arnarstofninn á Íslandi sé um 250 fuglar.

Ungir ernir eru dökkbrúnir en stél hvítt á fullorðnum örnum. Þegar fuglarnir eldast og nálgast kynþroska lýsast háls, herðar og höfuð og verða rjómagul með aldrinum.

Breiðafjörðurinn er helsta varpsvæði arnarins. Við fjörðinn verpa nú um tveir þriðju allra arnarpara á Íslandi. Annað helsta varpsvæði hans er við norðanverðan Faxaflóa.

Skýringin á því að þessi svæði eru helstu varpsvæði arnarins hér á landi er að örninn lifir að langmestu leyti á fæðu sem hann sækir í fjörur og grunnsævi og er Breiðafjörðurinn afar gjöful matarkista fyrir íslenska erni.

Höfundur þakkar Kristni Hauki Skarphéðinssyni fyrir upplýsingar sem nýttust við gerð þessa svars.

Mynd:...