Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru vöðvar í fingrum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallaðar með fjarstýringu, þar sem það er heilinn sem stuðlar í raun að allri hreyfingu. En fingurnir eru svolítið sérstakir, þar sem í þeim eru engir vöðvar sem hreyfa þá.

Bein handarinnar.

Beinagrind handar er nokkuð flókin og miðað við stærð handar eru beinin mörg. Í lófanum eru fimm miðhandarbein sem hvert um sig tengist einum fingri. Miðhandarbeinin eru einnig tengd við úlnliðsbeinin. Í hendi manns eru 14 fingrabein eða kjúkur, tvær í þumalfingri (nærkjúka og fjærkjúka) en þrjár í hverjum hinna fingranna (nær-, mið- og fjærkjúka).

Fingurnir hreyfast þegar vöðvar í framhandlegg og/eða lófa toga í sin eða sinar. Þegar þú kreppir fingur finnur þú þess vegna vöðva í framhandlegg dragast saman og sinar í handarbaki hreyfast. Það mætti því segja að við stjórnum alls ekki hreyfingum fingranna beint.

Þegar togað er í sin togar hún í beinið sem hún festist við og veldur hreyfingu liðarins sem beinið er í. Hvernig fingur hreyfist fer eftir því hvaða vöðvi það er sem togar í hvaða sin. Sinar fingranna liggja í handarbakinu og fram í fingurna. Alls koma 17 vöðvar í lófa og 18 vöðvar í framhandlegg við sögu í hreyfingum fingranna. Það er áhugavert að þeir líkamshlutar sem við notum hvað mest skulu vera algjörlega lausir við vöðva.

Hönd, horft í lófa.

Hægt er að hreyfa fingur á fjóra mismunandi vegu: beygja, rétta, færa að líkamanum og færa frá líkamanum, en beyging er kraftmesta hreyfingin í mönnum. Liðirnir tveir frá fingurbroddi að miðfingri eru hjöruliðir. Þá má beygja og rétta. Liðirnir næst hendinni eru líkari kúluliðum (svokallaðir condyloid-liðir) og hægt er að hreyfa þá að og frá líkamanum og í hring, auk þess að beygja þá og rétta. Beygjuvöðvar eru í framhandleggjum og að auki eru beygjuvöðvar sem hreyfa þumalfingur og litlafingur í lófanum. Hver fingur getur hreyfst óháð hinum, þó ekki fullkomlega, þar sem sumir vöðvar tengjast að hluta fleiri en einum fingri og sinar eru stundum samtengdar af mjúkvefjum. Þetta er greinilegt þegar við reynum að beygja litlafingur og baugfingur fylgir með.

Tveir langir beygjuvöðvar tengjast hverjum fingri nema þumlinum. Þeir eru staðsettir á undirhlið framhandleggs. Þeir tengjast sin sem nær til kjúkanna, dýpri vöðvinn tengist fjærkjúku fingurs og sá grynnri nærkjúku. Þumlinum tengjast einn langur beygjuvöðvi og einn stuttur í lófanum. Þar að auki tengjast honum aðrir vöðvar í lófanum sem gera honum kleift að vinna á móti hinum fingrunum í griphreyfingum.

Réttivöðvar fingra eru á bakhlið framhandleggs. Þeir tengjast kjúkunum á mun flóknari hátt en beygjuvöðvarnir. Tveir réttivöðvar í framhandlegg tengjast þumalfingri. Vísifingur og litlifingur tengjast aukaréttivöðvum í lófanum sem koma við sögu þegar maður bendir með þeim.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

3.4.2013

Spyrjandi

Sigurbjörg Alfonsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Eru vöðvar í fingrum?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2013, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63547.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 3. apríl). Eru vöðvar í fingrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63547

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Eru vöðvar í fingrum?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2013. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63547>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru vöðvar í fingrum?
Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallaðar með fjarstýringu, þar sem það er heilinn sem stuðlar í raun að allri hreyfingu. En fingurnir eru svolítið sérstakir, þar sem í þeim eru engir vöðvar sem hreyfa þá.

Bein handarinnar.

Beinagrind handar er nokkuð flókin og miðað við stærð handar eru beinin mörg. Í lófanum eru fimm miðhandarbein sem hvert um sig tengist einum fingri. Miðhandarbeinin eru einnig tengd við úlnliðsbeinin. Í hendi manns eru 14 fingrabein eða kjúkur, tvær í þumalfingri (nærkjúka og fjærkjúka) en þrjár í hverjum hinna fingranna (nær-, mið- og fjærkjúka).

Fingurnir hreyfast þegar vöðvar í framhandlegg og/eða lófa toga í sin eða sinar. Þegar þú kreppir fingur finnur þú þess vegna vöðva í framhandlegg dragast saman og sinar í handarbaki hreyfast. Það mætti því segja að við stjórnum alls ekki hreyfingum fingranna beint.

Þegar togað er í sin togar hún í beinið sem hún festist við og veldur hreyfingu liðarins sem beinið er í. Hvernig fingur hreyfist fer eftir því hvaða vöðvi það er sem togar í hvaða sin. Sinar fingranna liggja í handarbakinu og fram í fingurna. Alls koma 17 vöðvar í lófa og 18 vöðvar í framhandlegg við sögu í hreyfingum fingranna. Það er áhugavert að þeir líkamshlutar sem við notum hvað mest skulu vera algjörlega lausir við vöðva.

Hönd, horft í lófa.

Hægt er að hreyfa fingur á fjóra mismunandi vegu: beygja, rétta, færa að líkamanum og færa frá líkamanum, en beyging er kraftmesta hreyfingin í mönnum. Liðirnir tveir frá fingurbroddi að miðfingri eru hjöruliðir. Þá má beygja og rétta. Liðirnir næst hendinni eru líkari kúluliðum (svokallaðir condyloid-liðir) og hægt er að hreyfa þá að og frá líkamanum og í hring, auk þess að beygja þá og rétta. Beygjuvöðvar eru í framhandleggjum og að auki eru beygjuvöðvar sem hreyfa þumalfingur og litlafingur í lófanum. Hver fingur getur hreyfst óháð hinum, þó ekki fullkomlega, þar sem sumir vöðvar tengjast að hluta fleiri en einum fingri og sinar eru stundum samtengdar af mjúkvefjum. Þetta er greinilegt þegar við reynum að beygja litlafingur og baugfingur fylgir með.

Tveir langir beygjuvöðvar tengjast hverjum fingri nema þumlinum. Þeir eru staðsettir á undirhlið framhandleggs. Þeir tengjast sin sem nær til kjúkanna, dýpri vöðvinn tengist fjærkjúku fingurs og sá grynnri nærkjúku. Þumlinum tengjast einn langur beygjuvöðvi og einn stuttur í lófanum. Þar að auki tengjast honum aðrir vöðvar í lófanum sem gera honum kleift að vinna á móti hinum fingrunum í griphreyfingum.

Réttivöðvar fingra eru á bakhlið framhandleggs. Þeir tengjast kjúkunum á mun flóknari hátt en beygjuvöðvarnir. Tveir réttivöðvar í framhandlegg tengjast þumalfingri. Vísifingur og litlifingur tengjast aukaréttivöðvum í lófanum sem koma við sögu þegar maður bendir með þeim.

Heimildir og myndir:

...