Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Bar einhver titilinn Napóleon II?

Stefán Gunnar Sveinsson

Þessi spurning kviknar ef til vill af þeirri staðreynd að tveir keisarar sem báðir tóku sér nafnið Napóleon ríktu í Frakklandi á 19. öld. Sá fyrri var Napóleon Bónaparte eða Napóleon I, en sá síðari tók sér titilinn Napóleon III. Það liggur því nokkuð beint við að undrast hvað varð um Napóleon II.

Bar einhver titilinn Napóleon II? Eiginlega er hægt að svara spurningunni bæði játandi og neitandi. Í huga Napóleons I byggðist keisaraveldið á því að hann gæti eignast karlkyns erfingja. Kona Napóleons, Jósefína, gat ekki eignast börn og því skildi hann við hana og giftist Maríu Lovísu, dóttur Austurríkiskeisara, árið 1810. Ári seinna ól hún sveinbarn, Napóleon Frans Jósef Karl Bónaparte. Napóleon yngri hlaut heiðurstitilinn 'konungur Rómar', líkt og erfingi bresku krúnunnar ber titilinn 'prinsinn af Wales'.


Napóleon yngri (1811-1832), konungur Rómar, hertoginn af Reichstadt.

Árið 1814 hafði Napóleon I farið halloka í styrjöldum sínum og neyddist til þess að segja af sér keisaradómi. Hann gerði það með því skilyrði að við völdum tæki sonur hans, þá þriggja ára, en ekkert mark var tekið á þessari ósk. Napóleon I var sendur í útlegð til eyjunnar Elbu og sonurinn varð eftir hjá Maríu Lovísu, móður sinni.

Ári seinna reyndi Napóleon I aftur að ná völdum en varð að lúta í gras í orustunni við Waterloo. Eftir hana sagði Napóleon af sér keisaradómi á ný og bað aftur um að sonur sinn tæki við völdum. Í þetta sinn samþykkti franska þingið beiðni Napóleons, og því ríkti fjögurra ára drengur í um það bil tvær vikur yfir Frakklandi að nafninu til áður en bandamenn komu til Parísar og settu snáðann af. Engir nema hörðustu stuðningsmenn Bónaparte-ættarinnar kalla Napóleon Frans Jósef Karl Bónaparte þó nafninu Napóleon II. Samt sem áður ákvað frændi þeirra feðga, Loðvík Napóleon, árið 1852 að taka upp nafnið Napóleon III í virðingarskyni við þessa stuttu valdatíð frænda síns.

Örlög Napóleons II urðu þau að hann fékk titilinn hertoginn af Reichstadt eftir Napóleonsstyrjaldirnar, en var í raun hálfgerður fangi í Austurríki. Hann dó úr berklum árið 1832, einungis 21 árs. Eins og með föður hans hafa heyrst raddir um að honum hafi verið byrlað eitur, en líklega er engin leið að sanna eða afsanna að svo hafi verið.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.11.2006

Síðast uppfært

10.2.2021

Spyrjandi

Hlöðver Ingi Gunnarsson

Tilvísun

Stefán Gunnar Sveinsson. „Bar einhver titilinn Napóleon II?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6360.

Stefán Gunnar Sveinsson. (2006, 6. nóvember). Bar einhver titilinn Napóleon II? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6360

Stefán Gunnar Sveinsson. „Bar einhver titilinn Napóleon II?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6360>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Bar einhver titilinn Napóleon II?
Þessi spurning kviknar ef til vill af þeirri staðreynd að tveir keisarar sem báðir tóku sér nafnið Napóleon ríktu í Frakklandi á 19. öld. Sá fyrri var Napóleon Bónaparte eða Napóleon I, en sá síðari tók sér titilinn Napóleon III. Það liggur því nokkuð beint við að undrast hvað varð um Napóleon II.

Bar einhver titilinn Napóleon II? Eiginlega er hægt að svara spurningunni bæði játandi og neitandi. Í huga Napóleons I byggðist keisaraveldið á því að hann gæti eignast karlkyns erfingja. Kona Napóleons, Jósefína, gat ekki eignast börn og því skildi hann við hana og giftist Maríu Lovísu, dóttur Austurríkiskeisara, árið 1810. Ári seinna ól hún sveinbarn, Napóleon Frans Jósef Karl Bónaparte. Napóleon yngri hlaut heiðurstitilinn 'konungur Rómar', líkt og erfingi bresku krúnunnar ber titilinn 'prinsinn af Wales'.


Napóleon yngri (1811-1832), konungur Rómar, hertoginn af Reichstadt.

Árið 1814 hafði Napóleon I farið halloka í styrjöldum sínum og neyddist til þess að segja af sér keisaradómi. Hann gerði það með því skilyrði að við völdum tæki sonur hans, þá þriggja ára, en ekkert mark var tekið á þessari ósk. Napóleon I var sendur í útlegð til eyjunnar Elbu og sonurinn varð eftir hjá Maríu Lovísu, móður sinni.

Ári seinna reyndi Napóleon I aftur að ná völdum en varð að lúta í gras í orustunni við Waterloo. Eftir hana sagði Napóleon af sér keisaradómi á ný og bað aftur um að sonur sinn tæki við völdum. Í þetta sinn samþykkti franska þingið beiðni Napóleons, og því ríkti fjögurra ára drengur í um það bil tvær vikur yfir Frakklandi að nafninu til áður en bandamenn komu til Parísar og settu snáðann af. Engir nema hörðustu stuðningsmenn Bónaparte-ættarinnar kalla Napóleon Frans Jósef Karl Bónaparte þó nafninu Napóleon II. Samt sem áður ákvað frændi þeirra feðga, Loðvík Napóleon, árið 1852 að taka upp nafnið Napóleon III í virðingarskyni við þessa stuttu valdatíð frænda síns.

Örlög Napóleons II urðu þau að hann fékk titilinn hertoginn af Reichstadt eftir Napóleonsstyrjaldirnar, en var í raun hálfgerður fangi í Austurríki. Hann dó úr berklum árið 1832, einungis 21 árs. Eins og með föður hans hafa heyrst raddir um að honum hafi verið byrlað eitur, en líklega er engin leið að sanna eða afsanna að svo hafi verið.

Mynd:...