Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Hver er yngsta þjóð í heimi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin.

Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal annars:

Þjóðarhugtakið er líklega eitthvert það flóknasta í félagsvísindum og þrátt fyrir áratugalanga fræðilega umræðu hefur reynst erfitt að skilgreina hvað einkennir þjóðir. Almennt hefur þó verið talið að ýmsir samverkandi þættir geti einkennt þjóðir, svo sem afmarkað landsvæði, sameiginlegt tungumál, einsleitur kynþáttur, sameinandi trú, sameiginleg saga og aðrir menningarbundnir þættir.
Þessir þættir sem Eiríkur telur upp geta allir átt við Íslendinga. Okkur hættir þess vegna örugglega til þess í daglegu tali að leggja að jöfnu þjóð og fólk sem býr í tilteknu landi eða ríki; við tölum um íslensku þjóðina, dönsku þjóðina, bandarísku þjóðina og svo framvegis. En það er langt frá því að þjóð fylgi endilega pólitískum landamærum eins og mýmörg dæmi sanna, sama þjóð getur átt búsetu í fleiri en einu ríki og eins geta verið fleiri en ein þjóð innan eins ríkis.

Hér er hins vegar valið að leggja þann skilning í spurninguna að þjóð merki það sama og land (eða ríki). Ástæðan er fyrst og fremst sú að auðvelt er að finna tölulegar upplýsingar sem miðast við ríki en upplýsingar um einstaka þjóðir (ef notuð er einhver önnur skilgreining en landamæri) eru ekki eins auðfengnar og auðveldar í samanburði.

Í Níger hefur innan við helmingur íbúa náð 15,5 ára aldri.

Yngsta þjóðin, samkvæmt upplýsingum á vef Sameinuðu þjóðanna, er Níger. Þar er miðgildi aldurs 15,5 ár sem þýðir að helmingur íbúanna er undir þeim aldri. Næst á eftir kemur Úganda en þar er miðgildið 15,7 ár. Það er áberandi að þau lönd sem hafa hæst hlutfall ungra eru langflest í Afríku því á eftir Úganda koma Malí, Angóla, Afganistan og Austur-Tímor (sem bæði eru í Asíu), Kongó, Sambía og Malaví en í öllum þessum löndum er helmingur íbúanna yngri en 17 ára.

Til samanburðar þá er hæsta miðgildi aldurs í Japan en þar hefur næstum helmingur þjóðarinnar náð 45 ára aldri. Mikið er um „gamlar“ þjóðir í Evrópu því í mörgum Evrópulöndum er helmingur þjóðarinnar orðinn 40 ára eða eldri. Miðgildi aldurs á Íslandi er 34,8 ár.

Svo mætti reyndar skilja spurninguna á annan hátt, að ekki sé verið að spyrja um aldur íbúanna heldur landsins eða ríkisins, það er að segja hvaða land er yngst í þeim skilningi að stystur tími er síðan það varð sjálfstætt ríki. Ef við veljum að skilja spurninguna á þann hátt þá er svarið við henni að Suður-Súdan er yngst, en það varð til sem sjálfstætt ríki við aðskilnað frá Súdan í júlí árið 2011. Frá 1990 hafa 34 lönd hlotið sjálfstæði, flest í kjölfar þess að Sovétríkin liðuðust í sundur og Júgóslavía skiptist upp.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.3.2013

Spyrjandi

Arnar Freyr Kristinsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er yngsta þjóð í heimi?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2013. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63691.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2013, 1. mars). Hver er yngsta þjóð í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63691

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er yngsta þjóð í heimi?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2013. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63691>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er yngsta þjóð í heimi?
Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin.

Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal annars:

Þjóðarhugtakið er líklega eitthvert það flóknasta í félagsvísindum og þrátt fyrir áratugalanga fræðilega umræðu hefur reynst erfitt að skilgreina hvað einkennir þjóðir. Almennt hefur þó verið talið að ýmsir samverkandi þættir geti einkennt þjóðir, svo sem afmarkað landsvæði, sameiginlegt tungumál, einsleitur kynþáttur, sameinandi trú, sameiginleg saga og aðrir menningarbundnir þættir.
Þessir þættir sem Eiríkur telur upp geta allir átt við Íslendinga. Okkur hættir þess vegna örugglega til þess í daglegu tali að leggja að jöfnu þjóð og fólk sem býr í tilteknu landi eða ríki; við tölum um íslensku þjóðina, dönsku þjóðina, bandarísku þjóðina og svo framvegis. En það er langt frá því að þjóð fylgi endilega pólitískum landamærum eins og mýmörg dæmi sanna, sama þjóð getur átt búsetu í fleiri en einu ríki og eins geta verið fleiri en ein þjóð innan eins ríkis.

Hér er hins vegar valið að leggja þann skilning í spurninguna að þjóð merki það sama og land (eða ríki). Ástæðan er fyrst og fremst sú að auðvelt er að finna tölulegar upplýsingar sem miðast við ríki en upplýsingar um einstaka þjóðir (ef notuð er einhver önnur skilgreining en landamæri) eru ekki eins auðfengnar og auðveldar í samanburði.

Í Níger hefur innan við helmingur íbúa náð 15,5 ára aldri.

Yngsta þjóðin, samkvæmt upplýsingum á vef Sameinuðu þjóðanna, er Níger. Þar er miðgildi aldurs 15,5 ár sem þýðir að helmingur íbúanna er undir þeim aldri. Næst á eftir kemur Úganda en þar er miðgildið 15,7 ár. Það er áberandi að þau lönd sem hafa hæst hlutfall ungra eru langflest í Afríku því á eftir Úganda koma Malí, Angóla, Afganistan og Austur-Tímor (sem bæði eru í Asíu), Kongó, Sambía og Malaví en í öllum þessum löndum er helmingur íbúanna yngri en 17 ára.

Til samanburðar þá er hæsta miðgildi aldurs í Japan en þar hefur næstum helmingur þjóðarinnar náð 45 ára aldri. Mikið er um „gamlar“ þjóðir í Evrópu því í mörgum Evrópulöndum er helmingur þjóðarinnar orðinn 40 ára eða eldri. Miðgildi aldurs á Íslandi er 34,8 ár.

Svo mætti reyndar skilja spurninguna á annan hátt, að ekki sé verið að spyrja um aldur íbúanna heldur landsins eða ríkisins, það er að segja hvaða land er yngst í þeim skilningi að stystur tími er síðan það varð sjálfstætt ríki. Ef við veljum að skilja spurninguna á þann hátt þá er svarið við henni að Suður-Súdan er yngst, en það varð til sem sjálfstætt ríki við aðskilnað frá Súdan í júlí árið 2011. Frá 1990 hafa 34 lönd hlotið sjálfstæði, flest í kjölfar þess að Sovétríkin liðuðust í sundur og Júgóslavía skiptist upp.

Heimildir og mynd:

...