Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Upphaflega var spurningin svona:

Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum?

Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipunarvenja sem hefur stoð í 1. gr. stjórnarskrárinnar, en í þeirri grein segir:

Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.

Þó að reglan komi ekki orðrétt fram í ákvæðinu hefur hún lengi verið talin ótvíræð og ítrekað staðfest í framkvæmd.

Í desember 2005 vann sérfræðinganefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar skýrslu um þróun hennar að beiðni nefndar um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Í skýrslunni segir:

Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þing­bundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)

Að lokum má geta þess að forsætisnefnd Alþingis ákvað á síðari hluta ársins 2005 að láta rita sögu þingræðis á Íslandi í tilefni af aldarafmæli þess. Þingræðisreglan varð virk í íslenskri stjórnskipun þegar Hannes Hafstein alþingismaður var skipaður í embætti ráðherra Íslands 1904.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Björg Thorarensen o.fl., Um lög og rétt, Codex Rvk. 2006, bls. 30.
  • Alþ. tíð. A, 1919: 104.

Höfundur

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

doktorsnemi í mannréttindalögfræði við háskólann í Strassborg

Útgáfudagur

9.11.2006

Spyrjandi

Fannar Guðmundsson

Tilvísun

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2006, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6370.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. (2006, 9. nóvember). Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6370

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2006. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6370>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?
Upphaflega var spurningin svona:

Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum?

Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipunarvenja sem hefur stoð í 1. gr. stjórnarskrárinnar, en í þeirri grein segir:

Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.

Þó að reglan komi ekki orðrétt fram í ákvæðinu hefur hún lengi verið talin ótvíræð og ítrekað staðfest í framkvæmd.

Í desember 2005 vann sérfræðinganefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar skýrslu um þróun hennar að beiðni nefndar um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Í skýrslunni segir:

Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þing­bundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)

Að lokum má geta þess að forsætisnefnd Alþingis ákvað á síðari hluta ársins 2005 að láta rita sögu þingræðis á Íslandi í tilefni af aldarafmæli þess. Þingræðisreglan varð virk í íslenskri stjórnskipun þegar Hannes Hafstein alþingismaður var skipaður í embætti ráðherra Íslands 1904.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Björg Thorarensen o.fl., Um lög og rétt, Codex Rvk. 2006, bls. 30.
  • Alþ. tíð. A, 1919: 104.
...