Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. kafla Laxdæla sögu (ÍF V:21) segir til dæmis: „Þórólfur var hetja mikil og átti góða kosti.“

Orðið hetja er skylt orðinu hata. Margir líta á Jón Sigurðsson sem þjóðhetju en ekki er unnt að nefna einhvern sem fyrstu hetju á Íslandi.

Eins og sést á upptalningunni í Snorra-Eddu var orðið hetja notað um þann sem er hraustmenni, skarar fram úr við erfiðar aðstæður eða í samanburði við aðra. Þess vegna er ekki unnt að nefna einhvern sem fyrstu hetju á Íslandi.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:324) er orðið hetja skylt orðinu hata ‛bera hatur til, ofsækja’ og telur hann að upphafleg merking hafi ef til vill verið ‛ofsækjandi, víðförull vígamaður’. Með tímanum hefur merkingin því orðið jákvæðari.

Konur geta vissulega verið hetjur alveg eins og karlar. Þær voru síður nefndar svo til forna þegar hetjuskapurinn var metinn eftir hreysti og vígfimi en í nútímanum er konan enginn eftirbátur karls. Stundum er talað um kvenhetjur, til dæmis í eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar:
Þegar þér farið að sjá kvikmynd, ímyndið þér yður sjálfa í sporum kvenhetjunnar, glæsilegrar kvikmyndastjörnu.
Þarna er verið að lýsa konu í aðalhlutverki í kvikmynd og höfðað til glæsileikans en ekki hreystinnar. Annað er uppi á teningnum í þessu dæmi:
Hann ímyndaði sér nokkuð samfellda þróun frá epísk-dramatískum kvæðum sem fjölluðu um karlhetjur, heiður þeirra og æðruleysi gagnvart dauðanum.
Konur og karlar eru oftast hetjur í dag ef unnt er að vísa til einhvers afreks sem unnið hefur verið. Talað er um þjóðhetju ef viðkomandi hefur unnið afrek fyrir ættland sitt og söguhetja er aðalpersóna í skáldsögu.

Heimildir:
  • Edda Snorra Sturlusonar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Bls. 240. Íslendingasafnaútgáfan. Reykjavík 1954.
  • ÍF = Laxdæla saga. Íslensk fornrit V. Hið Íslenzka fornritafélag . Reykjavík 1934.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Mig langar að vita hver var fyrsta hetja Íslands? Hvaðan kom orðið hetja? Er til kvennmannshetja? Hvað þurfti fólk að gera og sýna til þess að vera hetja?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.3.2013

Spyrjandi

Gerður Ósk

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2013, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63726.

Guðrún Kvaran. (2013, 18. mars). Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63726

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2013. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63726>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. kafla Laxdæla sögu (ÍF V:21) segir til dæmis: „Þórólfur var hetja mikil og átti góða kosti.“

Orðið hetja er skylt orðinu hata. Margir líta á Jón Sigurðsson sem þjóðhetju en ekki er unnt að nefna einhvern sem fyrstu hetju á Íslandi.

Eins og sést á upptalningunni í Snorra-Eddu var orðið hetja notað um þann sem er hraustmenni, skarar fram úr við erfiðar aðstæður eða í samanburði við aðra. Þess vegna er ekki unnt að nefna einhvern sem fyrstu hetju á Íslandi.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:324) er orðið hetja skylt orðinu hata ‛bera hatur til, ofsækja’ og telur hann að upphafleg merking hafi ef til vill verið ‛ofsækjandi, víðförull vígamaður’. Með tímanum hefur merkingin því orðið jákvæðari.

Konur geta vissulega verið hetjur alveg eins og karlar. Þær voru síður nefndar svo til forna þegar hetjuskapurinn var metinn eftir hreysti og vígfimi en í nútímanum er konan enginn eftirbátur karls. Stundum er talað um kvenhetjur, til dæmis í eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar:
Þegar þér farið að sjá kvikmynd, ímyndið þér yður sjálfa í sporum kvenhetjunnar, glæsilegrar kvikmyndastjörnu.
Þarna er verið að lýsa konu í aðalhlutverki í kvikmynd og höfðað til glæsileikans en ekki hreystinnar. Annað er uppi á teningnum í þessu dæmi:
Hann ímyndaði sér nokkuð samfellda þróun frá epísk-dramatískum kvæðum sem fjölluðu um karlhetjur, heiður þeirra og æðruleysi gagnvart dauðanum.
Konur og karlar eru oftast hetjur í dag ef unnt er að vísa til einhvers afreks sem unnið hefur verið. Talað er um þjóðhetju ef viðkomandi hefur unnið afrek fyrir ættland sitt og söguhetja er aðalpersóna í skáldsögu.

Heimildir:
  • Edda Snorra Sturlusonar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Bls. 240. Íslendingasafnaútgáfan. Reykjavík 1954.
  • ÍF = Laxdæla saga. Íslensk fornrit V. Hið Íslenzka fornritafélag . Reykjavík 1934.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Mig langar að vita hver var fyrsta hetja Íslands? Hvaðan kom orðið hetja? Er til kvennmannshetja? Hvað þurfti fólk að gera og sýna til þess að vera hetja?

...