Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum?

Jón Ólafsson

Golfstraumurinn flytur hlýjan og selturíkan sjó norður eftir Norður-Atlantshafi, miðlar varma til loftsins og því er veðurfar í norðvestur Evrópu og á Íslandi hlýtt miðað við hnattlegu eða breiddargráðu. Þegar ísöld ríkti síðast á norðurhveli, fyrir meira en 10.000 árum, er talið að Golfstraumurinn hafi flætt í Norður-Atlantshafið en þó ekki þær greinar straumsins sem ná lengst norður, til Íslands, norður í Barentshaf og inn í ÍshafMeðalstraumar í yfirborði í Norður-Íshafi og nálægum hafsvæðum. Rauðu örvarnar tákna hlýja hafstrauma, bláu örvarnar kalda og grænu örvarnar blöndunarsjó milli hlýrra og kaldra hafstrauma.

Þær greinar straumsins sem ná lengst norður, inn í Norðurhöf, eru hluti svokallaðrar hita-seltuhringrásar. Hita-seltuhringrásin felst í því að þegar tiltölulega saltur sjór miðlar varma til andrúmsloftsins og kólnar, eykur kælingin svo eðlismassann að sjórinn sekkur að lokum og myndar djúpsjó, til dæmis í Grænlandshafi (milli Jan Mayen og Svalbarða). Djúpsjórinn flæðir svo yfir neðansjávarhryggina milli Grænlands og Skotlands og síðan suður eftir djúpi Atlantshafsins en við yfirborðið flæðir hlýr og saltur sjór norður í stað þess sem sökk við kælingu. Þessu ferli er stundum líkt við færiband sem flytur hlýsjó norður sem miðlar varma til lofts. Sunnarlega á færibandinu er sjór hlýr og með háa seltu vegna uppgufunar úr hafinu við upphaf Golfstraumsins í Mexíkóflóa og Atlantshafi sunnan miðbaugs. Nyrst á færibandinu er kæling og djúpsjávarmyndun.

Þetta kerfi er háð því að seltan sé há svo eðlismassinn aukist nægilega við kælingu til að djúpsjór geti myndast. Bent hefur verið á það að við hlýnandi veðurfar og bráðnun jökla kunni aukið ferskvatnsflæði til sjávar að lækka seltu í Atlantshafi og því muni draga úr djúpsjávarmyndun, eða hún jafnvel stöðvast, með tilsvarandi breytingum á færibandinu. Fyrirspyrjandinn er að velta fyrir sér mögulegum mótvægisaðgerðum.

Hugsum okkur að við séum í Norðurhöfum utan við myndunarsvæði djúpsjávar þar sem er kaldur og seltulágur sjór. Takist okkur að auka seltuna svo að sjórinn sökkvi þá vantar tenginguna við færibandið sem dregur hlýsjóinn norður. Reyndar gerist það bæði í Suður- og Norður-Íshafi hvern vetur þegar sjórinn frýs, að salt sjávarins hripar sem pækill niður úr nýmynduðum ís og það er talið stuðla að djúpsjávarmyndun á sumum svæðum.

Hugmyndin er því ekki fráleit en vekur aðra spurningu; hversu mikið salt fylgir hita- seltuhringrásinni? Djúpsjávarmyndun í Norðurhöfum er talin vera um 6 Sv. Sv, Sverdrup, er eining notuð um flæði hafstrauma og er 1 Sv = 1000000 m3/s. Ef við hugsum okkur að auka seltu kalds sjávar úr 34 í 35 svo sjórinn sökkvi samsvarar aukningin um 1 kg/m3 af salti og fyrir 6 Sv þarf því 6000 tonn hverja sekúndu. Til samanburðar er heimsframleiðsla á matarsalti um 210 milljón tonn/ár, en það samsvarar 6,7 tonnum hverja sekúndu. Það eitt sýnir að verefnið er ekki árennilegt.

Önnur svör um hafstrauma eftir sama höfund:

Mynd:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

14.11.2006

Spyrjandi

Jóhann Hjalti Þorsteinsson
Rúnar Björn

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2006, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6377.

Jón Ólafsson. (2006, 14. nóvember). Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6377

Jón Ólafsson. „Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2006. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6377>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum?
Golfstraumurinn flytur hlýjan og selturíkan sjó norður eftir Norður-Atlantshafi, miðlar varma til loftsins og því er veðurfar í norðvestur Evrópu og á Íslandi hlýtt miðað við hnattlegu eða breiddargráðu. Þegar ísöld ríkti síðast á norðurhveli, fyrir meira en 10.000 árum, er talið að Golfstraumurinn hafi flætt í Norður-Atlantshafið en þó ekki þær greinar straumsins sem ná lengst norður, til Íslands, norður í Barentshaf og inn í ÍshafMeðalstraumar í yfirborði í Norður-Íshafi og nálægum hafsvæðum. Rauðu örvarnar tákna hlýja hafstrauma, bláu örvarnar kalda og grænu örvarnar blöndunarsjó milli hlýrra og kaldra hafstrauma.

Þær greinar straumsins sem ná lengst norður, inn í Norðurhöf, eru hluti svokallaðrar hita-seltuhringrásar. Hita-seltuhringrásin felst í því að þegar tiltölulega saltur sjór miðlar varma til andrúmsloftsins og kólnar, eykur kælingin svo eðlismassann að sjórinn sekkur að lokum og myndar djúpsjó, til dæmis í Grænlandshafi (milli Jan Mayen og Svalbarða). Djúpsjórinn flæðir svo yfir neðansjávarhryggina milli Grænlands og Skotlands og síðan suður eftir djúpi Atlantshafsins en við yfirborðið flæðir hlýr og saltur sjór norður í stað þess sem sökk við kælingu. Þessu ferli er stundum líkt við færiband sem flytur hlýsjó norður sem miðlar varma til lofts. Sunnarlega á færibandinu er sjór hlýr og með háa seltu vegna uppgufunar úr hafinu við upphaf Golfstraumsins í Mexíkóflóa og Atlantshafi sunnan miðbaugs. Nyrst á færibandinu er kæling og djúpsjávarmyndun.

Þetta kerfi er háð því að seltan sé há svo eðlismassinn aukist nægilega við kælingu til að djúpsjór geti myndast. Bent hefur verið á það að við hlýnandi veðurfar og bráðnun jökla kunni aukið ferskvatnsflæði til sjávar að lækka seltu í Atlantshafi og því muni draga úr djúpsjávarmyndun, eða hún jafnvel stöðvast, með tilsvarandi breytingum á færibandinu. Fyrirspyrjandinn er að velta fyrir sér mögulegum mótvægisaðgerðum.

Hugsum okkur að við séum í Norðurhöfum utan við myndunarsvæði djúpsjávar þar sem er kaldur og seltulágur sjór. Takist okkur að auka seltuna svo að sjórinn sökkvi þá vantar tenginguna við færibandið sem dregur hlýsjóinn norður. Reyndar gerist það bæði í Suður- og Norður-Íshafi hvern vetur þegar sjórinn frýs, að salt sjávarins hripar sem pækill niður úr nýmynduðum ís og það er talið stuðla að djúpsjávarmyndun á sumum svæðum.

Hugmyndin er því ekki fráleit en vekur aðra spurningu; hversu mikið salt fylgir hita- seltuhringrásinni? Djúpsjávarmyndun í Norðurhöfum er talin vera um 6 Sv. Sv, Sverdrup, er eining notuð um flæði hafstrauma og er 1 Sv = 1000000 m3/s. Ef við hugsum okkur að auka seltu kalds sjávar úr 34 í 35 svo sjórinn sökkvi samsvarar aukningin um 1 kg/m3 af salti og fyrir 6 Sv þarf því 6000 tonn hverja sekúndu. Til samanburðar er heimsframleiðsla á matarsalti um 210 milljón tonn/ár, en það samsvarar 6,7 tonnum hverja sekúndu. Það eitt sýnir að verefnið er ekki árennilegt.

Önnur svör um hafstrauma eftir sama höfund:

Mynd:...