Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað er lífverkfræði?

Sigurður Brynjólfsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er þýðingin á "bioengineering" á íslensku? Er þessi fræðigrein iðkuð hér á landi?

Lífverkfræði (e. bioengineering) er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag. Hefðbundnu verkfræðigreinarnar byggja á stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði við greiningu og hönnun tæknilausna en lífverkfræðin byggir að stórum hluta á lífvísindum og nýtir verkfræðilega aðferðafræði. Markmið þessarar nýju fræðigreinar er að öðlast frekari skilning á hvernig líffræðileg kerfi virka og þróa tækni sem byggir á líffræði og nýtt er víða í samfélaginu.

Hagnýting lífvísinda er stöðugt að verða mikilvægari í nútíma þjóðfélagi. Framþróun í læknavísindum, umhverfismál, fæðuöflun mannkyns og sjálfbærni byggja að stórum hluta á samþættingu lífvísinda og tækni. Lífverkfræði er nýtt við greiningu sjúkdóma, þróun lyfja, hönnun nýrra efna og efnaferla, verndun umhverfis og í landbúnaði.

Lífverkfræði er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Frekar óskýr mörk eru á milli lífverkfræði, líftækni og heilbrigðisverkfræði. Oft er rætt um lífverkfræði og líftækni í tengslum við sameindalíffræði, það er vinnu með frumur og baktreríur, en heilbrigðisverkfræði þegar unnið er með tæki og tól í tengslum við heilbrigði manna.

Innan hinna hefðbundnu verkfræðigreina, eins og til dæmis vélaverkfræði, efnaverkfræði og rafmagnsverkfræði, er einnig talsvert unnið með líffræðilega ferla eða heilsu manna. Þar má nefna ferla við framleiðslu á lífefnum og lyfjum, hönnun gervilima og tækja á sjúkrahúsum, myndgreiningu, greiningu erfðafræði- upplýsinga og svo framvegis

Hér á landi eru mörg fyrirtæki sem starfa á þessu sviði, til dæmis Orf líftækni, Prokatín, Genis, Kerecis, Bláa lónið og Íslensk erfðagreining. Innan Háskóla Íslands eru stundaðar rannsóknir í lífverkfræði og lífupplýsingafræði, meðal annars innan Rannsóknaseturs í kerfislíffræði og Lífvísindaseturs. Þar er einnig í boði framhaldsnám í lífverkfræði. Við Háskólann á Akureyri er í boði nám í líftækni í grunn- og meistaranámi. Háskólinn í Reykjavík býður nám í heilbrigðisverkfræði. Matís hefur stundað hagnýtar rannsóknir í líftækni um langt skeið.

Hægt er að lesa um lífverkfræði á vefum ýmissa háskóla, til dæmis:

Mynd:

Höfundur

Sigurður Brynjólfsson

prófessor í vélaverkfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.9.2014

Spyrjandi

Mímir Kjartan Ástvaldsson

Tilvísun

Sigurður Brynjólfsson. „Hvað er lífverkfræði?“ Vísindavefurinn, 9. september 2014. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64109.

Sigurður Brynjólfsson. (2014, 9. september). Hvað er lífverkfræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64109

Sigurður Brynjólfsson. „Hvað er lífverkfræði?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2014. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64109>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lífverkfræði?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er þýðingin á "bioengineering" á íslensku? Er þessi fræðigrein iðkuð hér á landi?

Lífverkfræði (e. bioengineering) er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag. Hefðbundnu verkfræðigreinarnar byggja á stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði við greiningu og hönnun tæknilausna en lífverkfræðin byggir að stórum hluta á lífvísindum og nýtir verkfræðilega aðferðafræði. Markmið þessarar nýju fræðigreinar er að öðlast frekari skilning á hvernig líffræðileg kerfi virka og þróa tækni sem byggir á líffræði og nýtt er víða í samfélaginu.

Hagnýting lífvísinda er stöðugt að verða mikilvægari í nútíma þjóðfélagi. Framþróun í læknavísindum, umhverfismál, fæðuöflun mannkyns og sjálfbærni byggja að stórum hluta á samþættingu lífvísinda og tækni. Lífverkfræði er nýtt við greiningu sjúkdóma, þróun lyfja, hönnun nýrra efna og efnaferla, verndun umhverfis og í landbúnaði.

Lífverkfræði er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Frekar óskýr mörk eru á milli lífverkfræði, líftækni og heilbrigðisverkfræði. Oft er rætt um lífverkfræði og líftækni í tengslum við sameindalíffræði, það er vinnu með frumur og baktreríur, en heilbrigðisverkfræði þegar unnið er með tæki og tól í tengslum við heilbrigði manna.

Innan hinna hefðbundnu verkfræðigreina, eins og til dæmis vélaverkfræði, efnaverkfræði og rafmagnsverkfræði, er einnig talsvert unnið með líffræðilega ferla eða heilsu manna. Þar má nefna ferla við framleiðslu á lífefnum og lyfjum, hönnun gervilima og tækja á sjúkrahúsum, myndgreiningu, greiningu erfðafræði- upplýsinga og svo framvegis

Hér á landi eru mörg fyrirtæki sem starfa á þessu sviði, til dæmis Orf líftækni, Prokatín, Genis, Kerecis, Bláa lónið og Íslensk erfðagreining. Innan Háskóla Íslands eru stundaðar rannsóknir í lífverkfræði og lífupplýsingafræði, meðal annars innan Rannsóknaseturs í kerfislíffræði og Lífvísindaseturs. Þar er einnig í boði framhaldsnám í lífverkfræði. Við Háskólann á Akureyri er í boði nám í líftækni í grunn- og meistaranámi. Háskólinn í Reykjavík býður nám í heilbrigðisverkfræði. Matís hefur stundað hagnýtar rannsóknir í líftækni um langt skeið.

Hægt er að lesa um lífverkfræði á vefum ýmissa háskóla, til dæmis:

Mynd:

...