Sólin Sólin Rís 03:21 • sest 23:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:48 • Sest 02:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:55 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:08 • Síðdegis: 23:38 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?

Guðrún Kvaran

Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo framvegis). Eins er sagt: "Ef mín segir þetta þá á þín að segja ...". Undanskilið er dúkka, Barbie eða eitthvert annað orð.


'Minns' og 'þinns' virðast vera nokkuð algeng orð í leikmáli barna.

Hvaðan -s er komið í minns og þinns er ekki gott að segja og eins virðist horfinn munurinn á karlkyni og kvenkyni. Líklegustu skýringuna tel ég vera þá að fornöfnin hafi komið upp í barnamáli, ef til vill í leik barna sem eiga sér annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Þá gæti -s hafa bæst við fyrir áhrif frá erlendum eignarfornöfnum. Sé svo þá er fornafnanna einkum að vænta í máli fremur ungra barna.

Fornöfnin eru líka notuð í ritmáli. Dæmi á bloggsíðum sýna að fólk sem komið er af barnsaldri nýtir sér þau í skrifum sínum og hefur þá tileinkað sér fyrrgreinda notkun sem einhvers konar stíleinkenni.

Mynd: Boys & girls. Flickr.com. Höfundur myndar er Yinju Chen. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.11.2006

Spyrjandi

Inga Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2006. Sótt 2. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6411.

Guðrún Kvaran. (2006, 29. nóvember). Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6411

Guðrún Kvaran. „Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2006. Vefsíða. 2. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6411>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?
Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo framvegis). Eins er sagt: "Ef mín segir þetta þá á þín að segja ...". Undanskilið er dúkka, Barbie eða eitthvert annað orð.


'Minns' og 'þinns' virðast vera nokkuð algeng orð í leikmáli barna.

Hvaðan -s er komið í minns og þinns er ekki gott að segja og eins virðist horfinn munurinn á karlkyni og kvenkyni. Líklegustu skýringuna tel ég vera þá að fornöfnin hafi komið upp í barnamáli, ef til vill í leik barna sem eiga sér annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Þá gæti -s hafa bæst við fyrir áhrif frá erlendum eignarfornöfnum. Sé svo þá er fornafnanna einkum að vænta í máli fremur ungra barna.

Fornöfnin eru líka notuð í ritmáli. Dæmi á bloggsíðum sýna að fólk sem komið er af barnsaldri nýtir sér þau í skrifum sínum og hefur þá tileinkað sér fyrrgreinda notkun sem einhvers konar stíleinkenni.

Mynd: Boys & girls. Flickr.com. Höfundur myndar er Yinju Chen. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....