Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hver er uppruni orðsins „að ulla“?

Guðrún Kvaran

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri.

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Uppruni orðsins er óviss en giskað hefur verið á tengsl við danska orðið ugle sem merkir að ‘gera eitthvað ófrýnilegt, vísa einhverju á bug’.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:1084) giskar á tengsl við danska orðið ugle sem merkir að ‘gera eitthvað ófrýnilegt, vísa einhverju á bug’. Uppruninn verður að teljast óviss.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Íslensk orðsifjabók er til á rafrænu formi á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.11.2022

Spyrjandi

Dröfn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins „að ulla“?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2022. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84011.

Guðrún Kvaran. (2022, 4. nóvember). Hver er uppruni orðsins „að ulla“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84011

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins „að ulla“?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2022. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins „að ulla“?
Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri.

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Uppruni orðsins er óviss en giskað hefur verið á tengsl við danska orðið ugle sem merkir að ‘gera eitthvað ófrýnilegt, vísa einhverju á bug’.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:1084) giskar á tengsl við danska orðið ugle sem merkir að ‘gera eitthvað ófrýnilegt, vísa einhverju á bug’. Uppruninn verður að teljast óviss.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Íslensk orðsifjabók er til á rafrænu formi á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is).

Mynd:...