Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Steinöld er notað um það tímabil í sögu mannkyns þegar menn höfðu ekki lært að nota málma en gerðu sér verkfæri og vopn úr steini. Hugtakið kemur frá danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann setti fram svonefnda þriggja alda kenningu þar sem forsögu Norðurlanda var skipt í þrjár aldir: steinöld, bronsöld og járnöld. Fljótlega var sýnt fram á að kenningunni mátti einnig beita á önnur lönd.

Steinöld spannar langt skeið í sögu mannkyns. Þar sem hún miðast við notkun steina sem vopna og verkfæra hefst hún ekki alls staðar á sama tíma og það sama má segja um lok hennar.

Steinöldinni er iðulega skipt í þrjú tímabil:

  • fornsteinöld, hefst fyrir um 2,5 milljón árum og lýkur við lok síðustu ísaldar, um 9600 f.Kr.
  • miðsteinöld, hefst við lok síðustu ísaldar, um 9600 f.Kr., og stendur til um það bil 4000 f.Kr.
  • nýsteinöld, hefst með upphafi akuryrkju og skepnuhalds, frá því um 9000 f.Kr. í Austurlöndum nær, um 7000 f.Kr. í Suðuaustur-Evrópu, um 6000 í Austur-Asíu og enn síðar á öðrum svæðum.

Teiknuð eftirmynd af um 8000 ára gamalli hellamynd sem talin er sýna mann sækja sér hunang í hunangsbú.

Elsta þekkta heimild um að menn hafi safnað hunangi er talin vera frá miðsteinöld. Hana er að finna á um 8000 ára gamalli hellamynd frá Valencia á Spáni. Á myndinni virðist maður sækja sér hunang með því að klifra upp í hunangsbú. Hunangsflugur sjást einnig líklega á myndinni. Einhverjir steinaldarmenn borðuðu þess vegna nær örugglega hunang. Hins vegar er erfitt að segja hvenær menn uppgötvuðu það fyrst. Líklega er það mun fyrr, hugsanlega snemma á fornsteinöld.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.11.2014

Spyrjandi

Þórunn Tryggvadóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2014. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64283.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2014, 24. nóvember). Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64283

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2014. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64283>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?
Steinöld er notað um það tímabil í sögu mannkyns þegar menn höfðu ekki lært að nota málma en gerðu sér verkfæri og vopn úr steini. Hugtakið kemur frá danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann setti fram svonefnda þriggja alda kenningu þar sem forsögu Norðurlanda var skipt í þrjár aldir: steinöld, bronsöld og járnöld. Fljótlega var sýnt fram á að kenningunni mátti einnig beita á önnur lönd.

Steinöld spannar langt skeið í sögu mannkyns. Þar sem hún miðast við notkun steina sem vopna og verkfæra hefst hún ekki alls staðar á sama tíma og það sama má segja um lok hennar.

Steinöldinni er iðulega skipt í þrjú tímabil:

  • fornsteinöld, hefst fyrir um 2,5 milljón árum og lýkur við lok síðustu ísaldar, um 9600 f.Kr.
  • miðsteinöld, hefst við lok síðustu ísaldar, um 9600 f.Kr., og stendur til um það bil 4000 f.Kr.
  • nýsteinöld, hefst með upphafi akuryrkju og skepnuhalds, frá því um 9000 f.Kr. í Austurlöndum nær, um 7000 f.Kr. í Suðuaustur-Evrópu, um 6000 í Austur-Asíu og enn síðar á öðrum svæðum.

Teiknuð eftirmynd af um 8000 ára gamalli hellamynd sem talin er sýna mann sækja sér hunang í hunangsbú.

Elsta þekkta heimild um að menn hafi safnað hunangi er talin vera frá miðsteinöld. Hana er að finna á um 8000 ára gamalli hellamynd frá Valencia á Spáni. Á myndinni virðist maður sækja sér hunang með því að klifra upp í hunangsbú. Hunangsflugur sjást einnig líklega á myndinni. Einhverjir steinaldarmenn borðuðu þess vegna nær örugglega hunang. Hins vegar er erfitt að segja hvenær menn uppgötvuðu það fyrst. Líklega er það mun fyrr, hugsanlega snemma á fornsteinöld.

Heimild:

Mynd:

...