Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:
Af hverju er sögunni skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld og hvenær byrjuðu menn á þessu?

Það er hentugt að gefa ákveðnum tímabilum nafn svo hægt sé að tala um þau. Fræðimenn reyna oft að greina megindrætti lengri eða styttri tímabila og skipta þannig fortíðinni upp. Almennt er til dæmis miðað við að fornöld hefjist um 3000 f.Kr. með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tíma eru ekki til neinar ritheimildir.

Löng hefð er fyrir skiptingu sögunnar í tímabil. Gríska skáldið Hesíodos sem var uppi um 700 f.Kr. skipti til að mynda sögu heimsins upp í fimm tímabil í kvæðinu Verk og dagar. Á hverju tímabili var uppi eitt kyn manna. Tímabilin nefnast: gullöld, silfuröld, bronsöld, hetjuöld og járnöld. Bronsöldin er sérstaklega skilgreind útfrá notkun málmsins brons. Menn á því tímabili báru bronsvopn, notuðu verkfæri úr bronsi og bjuggu í bronshúsum. Hægt er að lesa meira um þetta í svari eftir Geir Þ. Þórarinsson við spurningunni Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Áhöld frá steinöld. Áhöldin á myndinni eru rúmlega 10.000 ára gömul og fundust í Frakklandi.

Kvæði Hesíodosar er skáldskapur en ekki vísindi. Í dag styðjast vísinda- og fræðimenn stundum við svonefnda þriggja alda kenningu. Hún var sett fram á síðari hluta 19. aldar af danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann skipti forsögu Norðurlanda í þrjár aldir: steinöld, bronsöld og járnöld. Fljótlega var sýnt fram á að kenningunni mátti einnig beita á önnur lönd.

  • Steinöld er fyrsta skeiðið í forsögu manna. Því er skipt í þrjú tímabil. Okkar tegund manna kom fram á síðari hluta fornsteinaldar, föst búseta kemur fram á miðsteinöld en landbúnaður þróaðist á nýsteinöld. Steinöld hófst fyrir rúmum 2 milljónum ára.
  • Bronsöld er annað skeiðið í forsögu manna í Evrópu og Miðausturlöndum, hún hófst fyrir rúmum 5.000 árum.
  • Járnöld er síðasta skeiðið í forsögu manna í Evrópu og Miðausturlöndum. Þar hófst það fyrir rúmum 3.000 árum þegar menn lærðu að bræða járn.

Öldunum var síðan skipt í styttri tímabil eins og fornsteinöld, miðsteinöld og nýsteinöld. Í fróðlegu svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar? segir meðal annars þetta:

Við vitum nú að steinöldin hófst fyrir rúmlega 2 milljónum ára, en nýsteinöld fyrir um 12.000 árum, bronsöld fyrir rúmlega 5.000 árum og járnöld fyrir meir en 3.000 árum. Við vitum líka að kerfið gengur ekki að öllu leyti upp alls staðar á jörðinni. Þannig koma brons og járn fram á sama tíma í Austur-Asíu, og því ekki hægt að tala um sérstaka bronsöld þar, og í Ameríku voru járn og kopar ekki notuð til áhaldagerðar fyrir komu Evrópumanna, þó menning til dæmis Inka og Azteka hefði flest önnur einkenni málmaldarsamfélaga í gamla heiminum. Engu að síður heldur kenningin í megindráttum, en það sem meira er um vert er að aðferðafræði Thomsens hefur reynst, og reynist enn, öflugt tæki við rannsóknir fornleifafræðinga á sögu mannkynsins.

Í stuttu máli má segja að sögunni sé skipt upp í tímabil til að auðvelda okkur að fjalla um hana. Tímabilaskiptingar eru túlkun fræðimanna á sögunni og þær geta verið misjafnlega gagnlegar. Skipting sagnfræðinga á Íslandssögunni segir okkur til að mynda margt um söguskoðun þeirra sem setja skiptinguna fram. Hægt er að lesa meira um það í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.11.2014

Spyrjandi

Daníel Örn Kristjánsson, ritstjórn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2014, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19920.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2014, 17. nóvember). Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19920

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2014. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19920>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Af hverju er sögunni skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld og hvenær byrjuðu menn á þessu?

Það er hentugt að gefa ákveðnum tímabilum nafn svo hægt sé að tala um þau. Fræðimenn reyna oft að greina megindrætti lengri eða styttri tímabila og skipta þannig fortíðinni upp. Almennt er til dæmis miðað við að fornöld hefjist um 3000 f.Kr. með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tíma eru ekki til neinar ritheimildir.

Löng hefð er fyrir skiptingu sögunnar í tímabil. Gríska skáldið Hesíodos sem var uppi um 700 f.Kr. skipti til að mynda sögu heimsins upp í fimm tímabil í kvæðinu Verk og dagar. Á hverju tímabili var uppi eitt kyn manna. Tímabilin nefnast: gullöld, silfuröld, bronsöld, hetjuöld og járnöld. Bronsöldin er sérstaklega skilgreind útfrá notkun málmsins brons. Menn á því tímabili báru bronsvopn, notuðu verkfæri úr bronsi og bjuggu í bronshúsum. Hægt er að lesa meira um þetta í svari eftir Geir Þ. Þórarinsson við spurningunni Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Áhöld frá steinöld. Áhöldin á myndinni eru rúmlega 10.000 ára gömul og fundust í Frakklandi.

Kvæði Hesíodosar er skáldskapur en ekki vísindi. Í dag styðjast vísinda- og fræðimenn stundum við svonefnda þriggja alda kenningu. Hún var sett fram á síðari hluta 19. aldar af danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann skipti forsögu Norðurlanda í þrjár aldir: steinöld, bronsöld og járnöld. Fljótlega var sýnt fram á að kenningunni mátti einnig beita á önnur lönd.

  • Steinöld er fyrsta skeiðið í forsögu manna. Því er skipt í þrjú tímabil. Okkar tegund manna kom fram á síðari hluta fornsteinaldar, föst búseta kemur fram á miðsteinöld en landbúnaður þróaðist á nýsteinöld. Steinöld hófst fyrir rúmum 2 milljónum ára.
  • Bronsöld er annað skeiðið í forsögu manna í Evrópu og Miðausturlöndum, hún hófst fyrir rúmum 5.000 árum.
  • Járnöld er síðasta skeiðið í forsögu manna í Evrópu og Miðausturlöndum. Þar hófst það fyrir rúmum 3.000 árum þegar menn lærðu að bræða járn.

Öldunum var síðan skipt í styttri tímabil eins og fornsteinöld, miðsteinöld og nýsteinöld. Í fróðlegu svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar? segir meðal annars þetta:

Við vitum nú að steinöldin hófst fyrir rúmlega 2 milljónum ára, en nýsteinöld fyrir um 12.000 árum, bronsöld fyrir rúmlega 5.000 árum og járnöld fyrir meir en 3.000 árum. Við vitum líka að kerfið gengur ekki að öllu leyti upp alls staðar á jörðinni. Þannig koma brons og járn fram á sama tíma í Austur-Asíu, og því ekki hægt að tala um sérstaka bronsöld þar, og í Ameríku voru járn og kopar ekki notuð til áhaldagerðar fyrir komu Evrópumanna, þó menning til dæmis Inka og Azteka hefði flest önnur einkenni málmaldarsamfélaga í gamla heiminum. Engu að síður heldur kenningin í megindráttum, en það sem meira er um vert er að aðferðafræði Thomsens hefur reynst, og reynist enn, öflugt tæki við rannsóknir fornleifafræðinga á sögu mannkynsins.

Í stuttu máli má segja að sögunni sé skipt upp í tímabil til að auðvelda okkur að fjalla um hana. Tímabilaskiptingar eru túlkun fræðimanna á sögunni og þær geta verið misjafnlega gagnlegar. Skipting sagnfræðinga á Íslandssögunni segir okkur til að mynda margt um söguskoðun þeirra sem setja skiptinguna fram. Hægt er að lesa meira um það í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?

Mynd:

...