Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvert er hlutverk hormónsins PYY?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Offita er sívaxandi vandamál í heiminum. Það er því ekki að undra að víða eru stundaðar rannsóknir á því hvað ræður matarlyst fólks. Lengi hefur verið vitað að í undirstúku heilans er hungur- og seddustöð líkamans, en þessar stöðvar stýra því hversu mikið dýr, þar á meðal maðurinn, éta.

Við fæðuinntöku berast boð frá meltingarfærum til undirstúku, en það gerist þó ekki samstundis. Einnig tekur smá tíma fyrir undirstúku að senda frá sér boð um að búið sé að borða nóg þannig að seddutilfinningin nái yfirhöndinni. Líkaminn verður því mettur áður en við gerum okkur grein fyrir því. Sé borðað nógu hratt er því hægt að innbyrða mun meira heldur en líkaminn hefur þörf fyrir.Það tekur líkamann tíma að láta vita að hann sé mettur.

Sýnt hefur verið fram á að það eru að minnsta kosti fjögur hormón sem hafa áhrif á þessar stöðvar í undirstúkunni og ýmist auka matarlyst eða hemja hana. Þetta eru hormónin insúlín sem seytt er frá briskirtli, ghrelín frá maganum, leptín frá fituvef og PYY frá neðri hluta þarma og ristli. Fyrstu tvö efnin hafa lystaukandi áhrif, en leptín og PYY eru lysthemjandi. Á undanförnum árum hefur verið mikið lagt í rannsóknir á þessum hormónum og þau jafnvel verið framleidd sem lyf gegn offitu.

PYY er skammstöfun fyrir peptíð YY. Stuttu eftir fæðuinntöku er PYY seytt út í blóðið af frumum sem þekja neðri hluta smáþarma (dausgörn) og ristil. Losun PYY hefst þó áður en næringarefnin hafa borist til dausgarnar og ristils, en eykst þegar þau ná þangað. PYY dregur úr svengdartilfinningu með því að hindra hreyfanleika meltingarvegarins. Það er því eins konar bremsa á dausgörnina og hefur seddutilfinningu í för með sér. PYY dregur einnig úr magni lystaukandi hormónsins ghrelíns.

PYY dregur einnig úr matarlyst þegar því er sprautað í líkamann. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þetta hefur jafnmikil áhrif hjá offitusjúklingum og fólki í eðlilegri þyngd. Það sama á þó ekki við um leptín, en algengt er að offitusjúklingar sýni verulegt viðnám gegn virkni þess. Þetta dregur verulega úr möguleikum á að nota það sem lyf gegn offitu og eru því miklar vonir bundnar við PYY.

Átraskanir eru að verða mikið heilsufarsvandamál á Vesturlöndum og því er ljóst að áfram verður haldið að rannsaka matarlyst fólks og áhrif þessara efna og annarra á hana. Átraskanir eru þó vandamál sem stafa yfirleitt af mörgum ólíkum þáttum og því er ekki víst að lyfjagjöf eingöngu geti ráðið bót á henni. Lyf sem unnin eru út frá þessum efnum gætu þó reynst mikilvæg hjálp fyrir fólk í baráttu við aukakílóin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:

Myndir: fuzb.net

Höfundur

Útgáfudagur

13.12.2006

Spyrjandi

Garðar Bogason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvert er hlutverk hormónsins PYY?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2006. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6432.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 13. desember). Hvert er hlutverk hormónsins PYY? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6432

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvert er hlutverk hormónsins PYY?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2006. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6432>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk hormónsins PYY?
Offita er sívaxandi vandamál í heiminum. Það er því ekki að undra að víða eru stundaðar rannsóknir á því hvað ræður matarlyst fólks. Lengi hefur verið vitað að í undirstúku heilans er hungur- og seddustöð líkamans, en þessar stöðvar stýra því hversu mikið dýr, þar á meðal maðurinn, éta.

Við fæðuinntöku berast boð frá meltingarfærum til undirstúku, en það gerist þó ekki samstundis. Einnig tekur smá tíma fyrir undirstúku að senda frá sér boð um að búið sé að borða nóg þannig að seddutilfinningin nái yfirhöndinni. Líkaminn verður því mettur áður en við gerum okkur grein fyrir því. Sé borðað nógu hratt er því hægt að innbyrða mun meira heldur en líkaminn hefur þörf fyrir.Það tekur líkamann tíma að láta vita að hann sé mettur.

Sýnt hefur verið fram á að það eru að minnsta kosti fjögur hormón sem hafa áhrif á þessar stöðvar í undirstúkunni og ýmist auka matarlyst eða hemja hana. Þetta eru hormónin insúlín sem seytt er frá briskirtli, ghrelín frá maganum, leptín frá fituvef og PYY frá neðri hluta þarma og ristli. Fyrstu tvö efnin hafa lystaukandi áhrif, en leptín og PYY eru lysthemjandi. Á undanförnum árum hefur verið mikið lagt í rannsóknir á þessum hormónum og þau jafnvel verið framleidd sem lyf gegn offitu.

PYY er skammstöfun fyrir peptíð YY. Stuttu eftir fæðuinntöku er PYY seytt út í blóðið af frumum sem þekja neðri hluta smáþarma (dausgörn) og ristil. Losun PYY hefst þó áður en næringarefnin hafa borist til dausgarnar og ristils, en eykst þegar þau ná þangað. PYY dregur úr svengdartilfinningu með því að hindra hreyfanleika meltingarvegarins. Það er því eins konar bremsa á dausgörnina og hefur seddutilfinningu í för með sér. PYY dregur einnig úr magni lystaukandi hormónsins ghrelíns.

PYY dregur einnig úr matarlyst þegar því er sprautað í líkamann. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þetta hefur jafnmikil áhrif hjá offitusjúklingum og fólki í eðlilegri þyngd. Það sama á þó ekki við um leptín, en algengt er að offitusjúklingar sýni verulegt viðnám gegn virkni þess. Þetta dregur verulega úr möguleikum á að nota það sem lyf gegn offitu og eru því miklar vonir bundnar við PYY.

Átraskanir eru að verða mikið heilsufarsvandamál á Vesturlöndum og því er ljóst að áfram verður haldið að rannsaka matarlyst fólks og áhrif þessara efna og annarra á hana. Átraskanir eru þó vandamál sem stafa yfirleitt af mörgum ólíkum þáttum og því er ekki víst að lyfjagjöf eingöngu geti ráðið bót á henni. Lyf sem unnin eru út frá þessum efnum gætu þó reynst mikilvæg hjálp fyrir fólk í baráttu við aukakílóin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:

Myndir: fuzb.net...