Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið bolla?

Guðrún Kvaran

Orðið bolla er tökuorð úr dönsku bolle frá 18. öld í merkingunni ‛kringlótt kaka’. Danir tóku orðið upp úr þýsku bol(l)e ‛kringlótt hveitibrauð’. Elsta heimild í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er úr ritinu Stuttur Sida-Lærdómur fyrir gódra Manna Børn eftir I. H. Campe en hún kom út í Leirárgörðum 1799. Þar stendur (bls. 9):
Bollur eru Kjeckir á stærd við Hænuegg, eru þeir ýmist tilbúnir af nidurskøfnu kjøti, eda fiski, líka smáttmuldu hveiti-braudi.

Eins og sjá má af dæminu er verið að ræða um ýmsar gerðir af bollum, kjöt-, fisk(i)- og brauðbollur. Í Nýrri matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl. eftir Þóru A. N. Jónsdóttur frá 1858 (bls. 46) eru kjötbollur nefndar kjötsnúðar og innan sviga kjödfarce. Í sömu matreiðslubók (bls. 149) er „bolludagsbollan“ nefnd langaföstusnúður. Að kenna bolluna við langaföstu hélst eitthvað fram yfir aldamótin 1900 því að í matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur frá 1945, bls. 178, er talað um langaföstubollur.

Bollur voru kenndar við langaföstu á miðri 19. öld og nefndar langaföstusnúðar. Það hélst eitthvað fram yfir aldamótin 1900.

Ljóst er að reynt var að festa orðið snúður í stað tökuorðsins því að í Nýrri danskri orðabók frá 1896 er bolle þýtt sem
‛kjötsnúðr (í súpu); brauðsnúðr’. Ekki tókst að útrýma tökuorðinu og lifir það góðu lífi enn í dag.
Þegar í lok 19. aldar skrifa blöðin um bollur tengdar föstuinngangi. Í Þjóðviljanum unga frá 1897 er þessi frásögn:
Í föstuinnganginn hefir fólkið hér í bænum skemmt sér við grímudansleiki, bollurnar frá bökurunum, flengivendi barnanna o.fl., sem siður er til.
Samkvæmt bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing frá 1993:544 virðist elsta heimild um orðið bolludagur koma fyrir 1913 í samsetningunni bolludagsvöndur. Um sama leyti byrja bakaríin að auglýsa bollur, svo sem rjómabollur, súkkulaðibollur og púnsbollur í tilefni bolludagsins og hefur ekkert lát orðið á því og bollutegundirnar orðnar enn fleiri. Í Morgunblaðinu frá 13. febrúar 1994 má lesa um eftirfarandi bollur (www.timarit.is):
Gerbolla m/súkkulaði og ekta rjóma kr. 79,-, gerbolla m/flórsykri og ekta rjóma kr. 79,-, púnsbolla kr. 79,-, vatnsdeigsbolla m/súkkulaði og ekta rjóma kr. 87,-, gerbolla m/engu kr. 44,-, gerbolla m/súkkulaði kr. 49,- vatnsdeigsbolla m/engu kr. 49, vatnsdeigsbolla m/súkkulaði kr. 54,-, rúsínubolla kr. 49,-, krembolla kr. 49,-.
Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.2.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið bolla?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2013. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=64330.

Guðrún Kvaran. (2013, 11. febrúar). Hvaðan kemur orðið bolla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64330

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið bolla?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2013. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64330>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið bolla?
Orðið bolla er tökuorð úr dönsku bolle frá 18. öld í merkingunni ‛kringlótt kaka’. Danir tóku orðið upp úr þýsku bol(l)e ‛kringlótt hveitibrauð’. Elsta heimild í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er úr ritinu Stuttur Sida-Lærdómur fyrir gódra Manna Børn eftir I. H. Campe en hún kom út í Leirárgörðum 1799. Þar stendur (bls. 9):

Bollur eru Kjeckir á stærd við Hænuegg, eru þeir ýmist tilbúnir af nidurskøfnu kjøti, eda fiski, líka smáttmuldu hveiti-braudi.

Eins og sjá má af dæminu er verið að ræða um ýmsar gerðir af bollum, kjöt-, fisk(i)- og brauðbollur. Í Nýrri matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl. eftir Þóru A. N. Jónsdóttur frá 1858 (bls. 46) eru kjötbollur nefndar kjötsnúðar og innan sviga kjödfarce. Í sömu matreiðslubók (bls. 149) er „bolludagsbollan“ nefnd langaföstusnúður. Að kenna bolluna við langaföstu hélst eitthvað fram yfir aldamótin 1900 því að í matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur frá 1945, bls. 178, er talað um langaföstubollur.

Bollur voru kenndar við langaföstu á miðri 19. öld og nefndar langaföstusnúðar. Það hélst eitthvað fram yfir aldamótin 1900.

Ljóst er að reynt var að festa orðið snúður í stað tökuorðsins því að í Nýrri danskri orðabók frá 1896 er bolle þýtt sem
‛kjötsnúðr (í súpu); brauðsnúðr’. Ekki tókst að útrýma tökuorðinu og lifir það góðu lífi enn í dag.
Þegar í lok 19. aldar skrifa blöðin um bollur tengdar föstuinngangi. Í Þjóðviljanum unga frá 1897 er þessi frásögn:
Í föstuinnganginn hefir fólkið hér í bænum skemmt sér við grímudansleiki, bollurnar frá bökurunum, flengivendi barnanna o.fl., sem siður er til.
Samkvæmt bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing frá 1993:544 virðist elsta heimild um orðið bolludagur koma fyrir 1913 í samsetningunni bolludagsvöndur. Um sama leyti byrja bakaríin að auglýsa bollur, svo sem rjómabollur, súkkulaðibollur og púnsbollur í tilefni bolludagsins og hefur ekkert lát orðið á því og bollutegundirnar orðnar enn fleiri. Í Morgunblaðinu frá 13. febrúar 1994 má lesa um eftirfarandi bollur (www.timarit.is):
Gerbolla m/súkkulaði og ekta rjóma kr. 79,-, gerbolla m/flórsykri og ekta rjóma kr. 79,-, púnsbolla kr. 79,-, vatnsdeigsbolla m/súkkulaði og ekta rjóma kr. 87,-, gerbolla m/engu kr. 44,-, gerbolla m/súkkulaði kr. 49,- vatnsdeigsbolla m/engu kr. 49, vatnsdeigsbolla m/súkkulaði kr. 54,-, rúsínubolla kr. 49,-, krembolla kr. 49,-.
Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....