Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Talið er að u-innskotið, svokallað stoðhljóðsinnskot þegar fiskr, fegrð verða að fiskur, fegurð, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar samkvæmt dæmum í íslenskum miðaldahandritum og hefðbundin skoðun var lengi að innskotið hefði verið gengið yfir undir lok 14. aldar. Yngri dæmi sýndu aðeins íhaldssemi skrifara.

Talið er að u-innskotið, svokallað hljóðinnskot þegar fiskr varð að fiskur, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar.

Ari Páll Kristinsson skrifaði lokaritgerð til kandídatsprófs við Háskóla Íslands um stoðhljóðs u-ið og taldi að innskotið hefði ekki verið gengið yfir fyrr en í upphafi 16. aldar, það er hefði tekið tvær og hálfa öld. Rækileg grein er eftir Ara í tímaritinu Íslenskt mál 1992 undir heitinu „U-innskot í íslensku“.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.3.2013

Spyrjandi

Bjarki

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2013, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64333.

Guðrún Kvaran. (2013, 22. mars). Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64333

Guðrún Kvaran. „Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2013. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64333>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?
Talið er að u-innskotið, svokallað stoðhljóðsinnskot þegar fiskr, fegrð verða að fiskur, fegurð, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar samkvæmt dæmum í íslenskum miðaldahandritum og hefðbundin skoðun var lengi að innskotið hefði verið gengið yfir undir lok 14. aldar. Yngri dæmi sýndu aðeins íhaldssemi skrifara.

Talið er að u-innskotið, svokallað hljóðinnskot þegar fiskr varð að fiskur, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar.

Ari Páll Kristinsson skrifaði lokaritgerð til kandídatsprófs við Háskóla Íslands um stoðhljóðs u-ið og taldi að innskotið hefði ekki verið gengið yfir fyrr en í upphafi 16. aldar, það er hefði tekið tvær og hálfa öld. Rækileg grein er eftir Ara í tímaritinu Íslenskt mál 1992 undir heitinu „U-innskot í íslensku“.

Mynd:...