Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða stjörnumerki eru bendistjörnurnar?

Bendistjörnurnar nefnast réttu nafni leiðarstjörnur á íslensku en á ensku kallast þær pointer stars. Leiðarstjörnur eru til í ýmsum stjörnumerkjum en þær vísa þá á aðrar stjörnur.

Þekktustu leiðarstjörnurnar eru líklega Dubhe (α Ursae Majoris) og Merak (β Ursae Majoris). Þær eru báðar í Karlsvagninum sem er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni en Stóribjörn er þriðja stærsta stjörnumerki á himninum. Dubhe er 300 sinnum bjartari en sólin og er næstbjartasta stjarnan í Stórabirni. Merak er aftur á móti 63 sinnum bjartari en sólin og er fimmta bjartasta stjarnan í Stórabirni. Dubhe og Merak eru tvær af sjö stjörnum Karlsvagnsins.

Leiðarstjörnurnar eru tvær og nefnast Dubhe og Merak. Dubhe er merkt α og Merak β í Stórabirni.

Ef Karlsvagninn er auðkenndur er hægt að finna tvær öftustu stjörnurnar í honum, það er Dubhe og Merak. Þær benda þá á Pólstjörnuna (α Ursae Minoris) í Litlabirni.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Útgáfudagur

24.6.2013

Spyrjandi

Jakob Zarioh S Baldvinsson, f. 1998

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Edda Kristín Óttarsdóttir, Guðni Natan Gunnarsson og Sigurður Kristjánsson. „Í hvaða stjörnumerki eru bendistjörnurnar?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2013. Sótt 20. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=64484.

Edda Kristín Óttarsdóttir, Guðni Natan Gunnarsson og Sigurður Kristjánsson. (2013, 24. júní). Í hvaða stjörnumerki eru bendistjörnurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64484

Edda Kristín Óttarsdóttir, Guðni Natan Gunnarsson og Sigurður Kristjánsson. „Í hvaða stjörnumerki eru bendistjörnurnar?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2013. Vefsíða. 20. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64484>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólafur Páll Jónsson

1969

Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki.