Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?

Stjörnufræðivefurinn

Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn.

Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karlamagnúsar. Flestar stjörnurnar í Karlsvagninum eru í svonefndu stjörnufélagi sem nefnist Stórabjörnshópurinn. Þær mynduðust úr sama gasskýinu fyrir um 300 milljónum ára og ferðast í sömu stefnu umhverfis Vetrarbrautina. Stjörnurnar hafa hins vegar verið of dreifðar til þess að mynda þétta stjörnuþyrpingu. Tvær stjörnur í Karlsvagninum eru þó á öðru róli á ferð sinni um Vetrarbrautina eins og sést á myndinni hér fyrir neðan þar sem núverandi útlit Karlsvagnsins er borið saman við útlit hans eftir 50 þúsund ár.



Karlsvagninn gengur undir ýmsum öðrum nöfnum. Í Norður-Ameríku hefur hann verið kallaður Stóri skaftpotturinn og í Frakklandi Skaftausan. Á Englandi heitir þessi hópur Plógurinn. Kínverjar sáu úr merkinu himneskan embættismann á skýi sem var fylgt eftir af vongóðum biðlurum og Fornegyptar sáu heila fylkingu nauts, lárétts manns eða guðs og flóðhest sem bar krókódíl á bakinu!

Stjörnurnar sem mynda Karlsvagninn eru:

Dubhe (α (alfa) Ursae Majoris) er bjartasta stjarnan í Stórabirni en nafnið merkir „björn“ (borið fram „dúbbe“). Hún liggur í fremri hluta skálarinnar í Karlsvagninum. Dubhe er gul risastjarna í 124 ljósára fjarlægð, 25 sinnum stærri og 300 sinnum bjartari en sólin okkar. Hún er fjarlægust stjarnanna í merkinu og hefur lægsta yfirborðshitann og tilheyrir ekki Stórabjarnarhópnum. Dubhe er tvístirni en fylgistjarnan er álíka langt frá Dubhe og Úranus er frá sólinni. Fylgistjarnan er 44 ár að snúast um móðurstjörnuna.

Merak er næstbjartasta stjarnan. Nafnið er upprunnið úr arabísku og þýðir „afturhryggur“. Merak er í 79 ljósára fjarlægð, 60 sinnum bjartari en sólin og þrisvar sinnum massameiri. Í kringum Merak er stórt rykský, svipað rykskýinu sem myndaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar. Ekki er vitað hvort þar leynast reikistjörnur. Merak tilheyrir Stórabjarnarhópnum.

Dubhe og Merak eru svokallaðar leiðarastjörnur. Sé lína dregin beint upp frá þeim, benda þær á Pólstjörnuna. Þær benda einnig niður á við í átt til Regúlusar í Ljóninu.

Þriðja bjartasta stjarnan er Phecda (borið fram „fekkda“) sem þýðir „læri“. Hún er þriðja og syðsta stjarnan í skálinni. Phecda er í um 84 ljósára fjarlægð frá okkur og tilheyrir Stórabjarnarhópnum. Phecda er hvít stjarna, 64 sinnum bjartari en sólin, þrisvar sinnum breiðari og 2,7 sinnum massameiri. Geimfari við Phecda sæi Merak eins og við sjáum Síríus á himninum en í hina áttina væru stjörnur handfangsins líkt og bjartar perlur á breiðum streng.



Megrez, sem þýðir „rót rófunnar“, er daufasta stjarna Karlsvagnsins og tengir handfangið við skálina. Hún er í um 81 ljósára fjarlægð, 23 sinnum bjartari en sólin okkar og helmingi heitari og helmingi stærri. Megrez er hluti af Stórabjarnarhópnum. Frá Megrez séð væru stjörnur handfangsins, Alioth og Mízar, í næstum beinni línu og Alioth væri álíka björt og Venus er á himninum hjá okkur.

Í vesturátt frá Megrez er stjarnan Alioth (borið fram „alíoþ“) sem þýðir „svartur hestur“. Alioth er í 81 ljósára fjarlægð, 108 sinnum bjartari, fjórum sinnum stærri að þvermáli og þrisvar sinum massameiri en sólin okkar.

Mízar er önnur stjarna handfangsins og ein þekktasta stjarna himinsins. Nafn hennar þýðir „nári“ og er hún í 78 ljósára fjarlægð. Mízar myndar fallegt tvístirni með stjörnunni Alkor sem sést með berum augum fáeinar bogamínútur í norðaustur frá Mízar. Sjálf er Mízar tvístirni, raunar hið fyrsta sem fannst árið 1650 og er kjörið viðfangsefni fyrir alla sem eiga stjörnusjónauka. Billið milli hennar og fylgistjörnunnar er 14 bogasekúndur frá okkur séð (sem svarar til um 500 stjarnfræðieininga í 78 ljósára fjarlægð) og er umferðartími þeirra um 5000 ár. Hvor stjarnan um sig er svo aftur tvístirni og þar af leiðandi er Mízar nokkurs konar stjörnukvartett, tvöföld-tvöföld stjarna og með Alkor er þarna um fimm stjörnur að ræða. Allar þessar stjörnur eru keimlíkar hvítar stjörnur, talsvert heitari en sólin okkar og 10 til 30 sinnum bjartari en hún. Alkor snýst umhverfis Mízar á 750 þúsund árum. Nafnið Alkort merkir líka „svartur hestur“ eins og Alioth. Alkor er tólf sinnum bjartari en sólin okkar og tilheyrir Stórabjarnarhópnum eins og Mízar.

Við enda handfangsins er Alkaid, blá-hvít stjarna í um 100 ljósára fjarlægð. Nafnið merkir „leiðtogi“ en hún er stundum kölluð Benetnasch. Alkaid er tæplega 20.000 þúsund gráða heit, ein heitasta stjarnan sem sést með berum augum og 700 sinnum bjartari en sólin okkar. Væri Alkaid í sólkerfinu okkar, þyrfti jörðin að vera við braut Neptúnusar ef líf ætti að geta þrifist á henni. Alkaid tilheyrir ekki Stórabjarnarhópnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um Stjórabjörn á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

1.3.2010

Spyrjandi

Drífa Pálsdóttir

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2010, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55444.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 1. mars). Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55444

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2010. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55444>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?
Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn.

Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karlamagnúsar. Flestar stjörnurnar í Karlsvagninum eru í svonefndu stjörnufélagi sem nefnist Stórabjörnshópurinn. Þær mynduðust úr sama gasskýinu fyrir um 300 milljónum ára og ferðast í sömu stefnu umhverfis Vetrarbrautina. Stjörnurnar hafa hins vegar verið of dreifðar til þess að mynda þétta stjörnuþyrpingu. Tvær stjörnur í Karlsvagninum eru þó á öðru róli á ferð sinni um Vetrarbrautina eins og sést á myndinni hér fyrir neðan þar sem núverandi útlit Karlsvagnsins er borið saman við útlit hans eftir 50 þúsund ár.



Karlsvagninn gengur undir ýmsum öðrum nöfnum. Í Norður-Ameríku hefur hann verið kallaður Stóri skaftpotturinn og í Frakklandi Skaftausan. Á Englandi heitir þessi hópur Plógurinn. Kínverjar sáu úr merkinu himneskan embættismann á skýi sem var fylgt eftir af vongóðum biðlurum og Fornegyptar sáu heila fylkingu nauts, lárétts manns eða guðs og flóðhest sem bar krókódíl á bakinu!

Stjörnurnar sem mynda Karlsvagninn eru:

Dubhe (α (alfa) Ursae Majoris) er bjartasta stjarnan í Stórabirni en nafnið merkir „björn“ (borið fram „dúbbe“). Hún liggur í fremri hluta skálarinnar í Karlsvagninum. Dubhe er gul risastjarna í 124 ljósára fjarlægð, 25 sinnum stærri og 300 sinnum bjartari en sólin okkar. Hún er fjarlægust stjarnanna í merkinu og hefur lægsta yfirborðshitann og tilheyrir ekki Stórabjarnarhópnum. Dubhe er tvístirni en fylgistjarnan er álíka langt frá Dubhe og Úranus er frá sólinni. Fylgistjarnan er 44 ár að snúast um móðurstjörnuna.

Merak er næstbjartasta stjarnan. Nafnið er upprunnið úr arabísku og þýðir „afturhryggur“. Merak er í 79 ljósára fjarlægð, 60 sinnum bjartari en sólin og þrisvar sinnum massameiri. Í kringum Merak er stórt rykský, svipað rykskýinu sem myndaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar. Ekki er vitað hvort þar leynast reikistjörnur. Merak tilheyrir Stórabjarnarhópnum.

Dubhe og Merak eru svokallaðar leiðarastjörnur. Sé lína dregin beint upp frá þeim, benda þær á Pólstjörnuna. Þær benda einnig niður á við í átt til Regúlusar í Ljóninu.

Þriðja bjartasta stjarnan er Phecda (borið fram „fekkda“) sem þýðir „læri“. Hún er þriðja og syðsta stjarnan í skálinni. Phecda er í um 84 ljósára fjarlægð frá okkur og tilheyrir Stórabjarnarhópnum. Phecda er hvít stjarna, 64 sinnum bjartari en sólin, þrisvar sinnum breiðari og 2,7 sinnum massameiri. Geimfari við Phecda sæi Merak eins og við sjáum Síríus á himninum en í hina áttina væru stjörnur handfangsins líkt og bjartar perlur á breiðum streng.



Megrez, sem þýðir „rót rófunnar“, er daufasta stjarna Karlsvagnsins og tengir handfangið við skálina. Hún er í um 81 ljósára fjarlægð, 23 sinnum bjartari en sólin okkar og helmingi heitari og helmingi stærri. Megrez er hluti af Stórabjarnarhópnum. Frá Megrez séð væru stjörnur handfangsins, Alioth og Mízar, í næstum beinni línu og Alioth væri álíka björt og Venus er á himninum hjá okkur.

Í vesturátt frá Megrez er stjarnan Alioth (borið fram „alíoþ“) sem þýðir „svartur hestur“. Alioth er í 81 ljósára fjarlægð, 108 sinnum bjartari, fjórum sinnum stærri að þvermáli og þrisvar sinum massameiri en sólin okkar.

Mízar er önnur stjarna handfangsins og ein þekktasta stjarna himinsins. Nafn hennar þýðir „nári“ og er hún í 78 ljósára fjarlægð. Mízar myndar fallegt tvístirni með stjörnunni Alkor sem sést með berum augum fáeinar bogamínútur í norðaustur frá Mízar. Sjálf er Mízar tvístirni, raunar hið fyrsta sem fannst árið 1650 og er kjörið viðfangsefni fyrir alla sem eiga stjörnusjónauka. Billið milli hennar og fylgistjörnunnar er 14 bogasekúndur frá okkur séð (sem svarar til um 500 stjarnfræðieininga í 78 ljósára fjarlægð) og er umferðartími þeirra um 5000 ár. Hvor stjarnan um sig er svo aftur tvístirni og þar af leiðandi er Mízar nokkurs konar stjörnukvartett, tvöföld-tvöföld stjarna og með Alkor er þarna um fimm stjörnur að ræða. Allar þessar stjörnur eru keimlíkar hvítar stjörnur, talsvert heitari en sólin okkar og 10 til 30 sinnum bjartari en hún. Alkor snýst umhverfis Mízar á 750 þúsund árum. Nafnið Alkort merkir líka „svartur hestur“ eins og Alioth. Alkor er tólf sinnum bjartari en sólin okkar og tilheyrir Stórabjarnarhópnum eins og Mízar.

Við enda handfangsins er Alkaid, blá-hvít stjarna í um 100 ljósára fjarlægð. Nafnið merkir „leiðtogi“ en hún er stundum kölluð Benetnasch. Alkaid er tæplega 20.000 þúsund gráða heit, ein heitasta stjarnan sem sést með berum augum og 700 sinnum bjartari en sólin okkar. Væri Alkaid í sólkerfinu okkar, þyrfti jörðin að vera við braut Neptúnusar ef líf ætti að geta þrifist á henni. Alkaid tilheyrir ekki Stórabjarnarhópnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um Stjórabjörn á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is og birt með góðfúslegu leyfi....