Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Sést Venus með berum augum á himninum?

Sævar Helgi Bragason

Venus sést best á himninum þegar kvölda tekur og rétt fyrir sólarupprás. Á kvöldin má finna hana austan megin við sólu en á morgnana er hún vestan megin við sólina.

Skýringin á þessu er sú að Venus er nær sólinni en jörðin. Hornið sem hún myndar við sól, séð frá jörð, getur því aldrei orðið stærra en ákveðið hámarksgildi sem er um 46° og við sjáum hana því aldrei fara lengra frá sólinni á himninum en það. Þetta er öðru vísi en hjá svokölluðum ytri reikistjörnum eins og Mars, Júpíter og Satúrnusi sem geta farið eins langt frá sól og vera skal og því verið á himninum alla nóttina.Venus er oft og tíðum næstbjartasta fyrirbæri næturhiminsins á eftir tunglinu. Hér er hún svo björt að hún kastar bjarma á hafflötinn.

Venus er oft hátt yfir sjóndeildarhringnum og getur sést talsvert fram eftir kvöldi. Þegar hún er björtust er Venus 16 sinnum bjartari en bjartasta stjarna himinsins og því er oft auðvelt að finna hana um það bil í þeirri átt sem sólin er í þá stundina, hvort sem sólin er á lofti eður ei.

Með góðum handsjónauka er hægt að sjá kvartilaskipti Venusar en mjög erfitt er að koma auga á einhver smáatriði í lofthjúpnum þótt notast sé við góðan stjörnusjónauka.

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör eftir sama höfund um fyrirbæri sem sjá má á næturhimninum, til dæmis:

Mynd: Venus on the Water á My-spot.com. Sótt 29. 01. 2008.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Venus á vefnum Sjornuskodun.is en hefur aðeins verið breytt hér og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

29.1.2008

Spyrjandi

Dögg Lára Sigurgeirdsóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Sést Venus með berum augum á himninum?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2008. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7036.

Sævar Helgi Bragason. (2008, 29. janúar). Sést Venus með berum augum á himninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7036

Sævar Helgi Bragason. „Sést Venus með berum augum á himninum?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2008. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7036>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sést Venus með berum augum á himninum?
Venus sést best á himninum þegar kvölda tekur og rétt fyrir sólarupprás. Á kvöldin má finna hana austan megin við sólu en á morgnana er hún vestan megin við sólina.

Skýringin á þessu er sú að Venus er nær sólinni en jörðin. Hornið sem hún myndar við sól, séð frá jörð, getur því aldrei orðið stærra en ákveðið hámarksgildi sem er um 46° og við sjáum hana því aldrei fara lengra frá sólinni á himninum en það. Þetta er öðru vísi en hjá svokölluðum ytri reikistjörnum eins og Mars, Júpíter og Satúrnusi sem geta farið eins langt frá sól og vera skal og því verið á himninum alla nóttina.Venus er oft og tíðum næstbjartasta fyrirbæri næturhiminsins á eftir tunglinu. Hér er hún svo björt að hún kastar bjarma á hafflötinn.

Venus er oft hátt yfir sjóndeildarhringnum og getur sést talsvert fram eftir kvöldi. Þegar hún er björtust er Venus 16 sinnum bjartari en bjartasta stjarna himinsins og því er oft auðvelt að finna hana um það bil í þeirri átt sem sólin er í þá stundina, hvort sem sólin er á lofti eður ei.

Með góðum handsjónauka er hægt að sjá kvartilaskipti Venusar en mjög erfitt er að koma auga á einhver smáatriði í lofthjúpnum þótt notast sé við góðan stjörnusjónauka.

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör eftir sama höfund um fyrirbæri sem sjá má á næturhimninum, til dæmis:

Mynd: Venus on the Water á My-spot.com. Sótt 29. 01. 2008.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Venus á vefnum Sjornuskodun.is en hefur aðeins verið breytt hér og birt með góðfúslegu leyfi....