Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?

Sævar Helgi Bragason



Spyrjandi bætir líka við:
Hve langt í burtu eru þessar stjörnur, og hvað eru þær?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvar á jörðinni er mögulegt að sjá flestar stjörnur? Er það á pólunum? (Valgerður Bergmann)
  • Hvernig hreyfast stjörnur og sjá allir það sama á himninum? (Hrafnhildur Runólfsdóttir)
  • Hvað er stjarna? (Matthías Vilhjálmsson)
Á himinhvelfingunni allri sjást einungis um 6000 stjörnur með berum augum við bestu aðstæður. Við sjáum þó aðeins hálfa hvelfinguna hverju sinni, það er að segja í mesta lagi aðeins um 3000 stjörnur. Staðsetning stjörnuskoðanda eða athugunartími skiptir engu máli því að stjörnufjöldinn er nær óháður því hvaða helming hvelfingarinnar verið er að skoða.

Staðsetning athugandans skiptir hins vegar sköpum um það hvaða stjörnur sjást á himninum. Sé athugandi til að mynda staðsettur á Íslandi sér hann ekki sömu stjörnurnar og athugandi í Ástralíu því að jörðin byrgir þá fyrir mismunandi hluta hvelfingarinnar. Vegna möndulsnúnings jarðar sýnast stjörnurnar rísa í austri og setjast í vestri, rétt eins og sólin okkar, og vegna brautarhreyfingar jarðar umhverfis sólina breyta stjörnurnar smátt og smátt stöðu sinni á himninum.

Að undanskildum reikistjörnunum er sérhver stjarna næturhiminsins fjarlæg sól, svipaðs eðlis og sólin okkar. Stjörnurnar framleiða sitt eigið ljós og hita og hafa ef til vill einhverjar reikistjörnur umhverfis sig. Stjörnurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Margar stjörnur eru miklu stærri en sólin okkar, til að mynda stjarnan Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er svo stór að væri henni komið fyrir í miðju sólkerfis okkar myndi hún ná út fyrir braut Júpíters. Aðrar stjörnur eru miklu minni, eins og til dæmis hvítar dvergstjörnur sem eru sólir á stærð við jörðina.

Fjarlægðin til stjarnanna er afar mismunandi. Fjarlægð til stjarna er mæld í ljósárum, en það er sú fjarlægð sem ljósið ferðast á einu ári eins og lesa má um hér. Nálægast stjarnan, Proxíma Centauri, er til dæmis í 4,2 ljósára fjarlægð en bjartasta stjarnan, Síríus, er í um 8,7 ljósára fjarlægð. Áðurnefnd Betelgás er í um 520 ljósára fjarlægð en Pólstjarnan er í um 820 ljósára fjarlægð. Fjarlægasta fyrirbærið sem við getum séð með berum augum er heil vetrarbraut, M31, í 2,8 milljón ljósára fjarlægð.

Talsvert hefur verið ritað um stjörnurnar og næturhimininn á Vísindavefnum og því viljum við benda ykkur á að skoða einnig tengd svör:



Mynd: Anzwers - Your Free Home

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

25.7.2002

Spyrjandi

Þórhildur Elfarsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2002, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2608.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 25. júlí). Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2608

Sævar Helgi Bragason. „Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2002. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2608>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?


Spyrjandi bætir líka við:
Hve langt í burtu eru þessar stjörnur, og hvað eru þær?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvar á jörðinni er mögulegt að sjá flestar stjörnur? Er það á pólunum? (Valgerður Bergmann)
  • Hvernig hreyfast stjörnur og sjá allir það sama á himninum? (Hrafnhildur Runólfsdóttir)
  • Hvað er stjarna? (Matthías Vilhjálmsson)
Á himinhvelfingunni allri sjást einungis um 6000 stjörnur með berum augum við bestu aðstæður. Við sjáum þó aðeins hálfa hvelfinguna hverju sinni, það er að segja í mesta lagi aðeins um 3000 stjörnur. Staðsetning stjörnuskoðanda eða athugunartími skiptir engu máli því að stjörnufjöldinn er nær óháður því hvaða helming hvelfingarinnar verið er að skoða.

Staðsetning athugandans skiptir hins vegar sköpum um það hvaða stjörnur sjást á himninum. Sé athugandi til að mynda staðsettur á Íslandi sér hann ekki sömu stjörnurnar og athugandi í Ástralíu því að jörðin byrgir þá fyrir mismunandi hluta hvelfingarinnar. Vegna möndulsnúnings jarðar sýnast stjörnurnar rísa í austri og setjast í vestri, rétt eins og sólin okkar, og vegna brautarhreyfingar jarðar umhverfis sólina breyta stjörnurnar smátt og smátt stöðu sinni á himninum.

Að undanskildum reikistjörnunum er sérhver stjarna næturhiminsins fjarlæg sól, svipaðs eðlis og sólin okkar. Stjörnurnar framleiða sitt eigið ljós og hita og hafa ef til vill einhverjar reikistjörnur umhverfis sig. Stjörnurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Margar stjörnur eru miklu stærri en sólin okkar, til að mynda stjarnan Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er svo stór að væri henni komið fyrir í miðju sólkerfis okkar myndi hún ná út fyrir braut Júpíters. Aðrar stjörnur eru miklu minni, eins og til dæmis hvítar dvergstjörnur sem eru sólir á stærð við jörðina.

Fjarlægðin til stjarnanna er afar mismunandi. Fjarlægð til stjarna er mæld í ljósárum, en það er sú fjarlægð sem ljósið ferðast á einu ári eins og lesa má um hér. Nálægast stjarnan, Proxíma Centauri, er til dæmis í 4,2 ljósára fjarlægð en bjartasta stjarnan, Síríus, er í um 8,7 ljósára fjarlægð. Áðurnefnd Betelgás er í um 520 ljósára fjarlægð en Pólstjarnan er í um 820 ljósára fjarlægð. Fjarlægasta fyrirbærið sem við getum séð með berum augum er heil vetrarbraut, M31, í 2,8 milljón ljósára fjarlægð.

Talsvert hefur verið ritað um stjörnurnar og næturhimininn á Vísindavefnum og því viljum við benda ykkur á að skoða einnig tengd svör:



Mynd: Anzwers - Your Free Home...