Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvað er blindsýn (blindsight)?

HMS

Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans.

Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónberkinum verður fólk því að hluta til blint, sér til dæmis ekki neitt sem er fyrir ofan og til hægri við miðdepil (e. focus point) sjónar.


Séð aftan á mannsheilann. Frumsjónbörkur er merktur með rauðum lit.

Eða svo segir það. Fólk með blindsýn segist ekkert sjá í hluta sjónsviðsins og er því í einhverjum skilningi blint. En jafnvel þótt það sjái ekki meðvitað getur það samt sem áður að nokkru leyti brugðist við sjónáreitum. Í sumum aðstæðum er mögulegt að þetta fólk geti greint það þegar hlutur er settur inn á "blinda" svæðið, segi rétt til um hvar hann er og jafnvel borið kennsl á hann. Þetta gerist án þess að fólkið hafi einhverja upplifun af hlutnum; því finnst það alls ekki sjá neitt!

Það að skynjun geti verið án vitundar hefur að sjálfsögðu vakið áhuga fræðimanna. Hvort og þá hvað blindsýn getur sagt manni um taugafræði meðvitundar hefur samt sem áður verið nokkuð umdeilt. Kamilla Rún Jóhannsdóttir fjallar nánar um slíkar hugmyndir í svari sínu við spurningunni Hvar í heilanum er meðvitundin?

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

6.1.2007

Spyrjandi

Hildur Jóhannsdóttir

Tilvísun

HMS. „Hvað er blindsýn (blindsight)?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2007. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6454.

HMS. (2007, 6. janúar). Hvað er blindsýn (blindsight)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6454

HMS. „Hvað er blindsýn (blindsight)?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2007. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6454>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er blindsýn (blindsight)?
Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans.

Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónberkinum verður fólk því að hluta til blint, sér til dæmis ekki neitt sem er fyrir ofan og til hægri við miðdepil (e. focus point) sjónar.


Séð aftan á mannsheilann. Frumsjónbörkur er merktur með rauðum lit.

Eða svo segir það. Fólk með blindsýn segist ekkert sjá í hluta sjónsviðsins og er því í einhverjum skilningi blint. En jafnvel þótt það sjái ekki meðvitað getur það samt sem áður að nokkru leyti brugðist við sjónáreitum. Í sumum aðstæðum er mögulegt að þetta fólk geti greint það þegar hlutur er settur inn á "blinda" svæðið, segi rétt til um hvar hann er og jafnvel borið kennsl á hann. Þetta gerist án þess að fólkið hafi einhverja upplifun af hlutnum; því finnst það alls ekki sjá neitt!

Það að skynjun geti verið án vitundar hefur að sjálfsögðu vakið áhuga fræðimanna. Hvort og þá hvað blindsýn getur sagt manni um taugafræði meðvitundar hefur samt sem áður verið nokkuð umdeilt. Kamilla Rún Jóhannsdóttir fjallar nánar um slíkar hugmyndir í svari sínu við spurningunni Hvar í heilanum er meðvitundin?

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...