Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?

Kristján Eiríksson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram?

Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar.

Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey megi rekja til Hólasveina. Hafi þeir séð svartfugl skríða upp á rekaspýtur sem voru á floti og þá dottið í hug að leggja á sjóinn fleka með snörum á og veiða fuglinn þannig. Hvað sem líður sannleiksgildi þeirrar sögu þá er ekki ósennilegt að það hafi einmitt verið Hólamenn sem hófu veiðarnar þar sem biskupsstóllinn hafði frá fornu fari sterk ítök við Drangey og eignaðist hana að fullu á 15. öld.

Flekaveiðar voru stundaðar öldum saman við Drangey á Skagafirði.

Nokkuð víst er að flekaveiðar hafi verið hafnar á fyrri hluta 17. aldar og er reyndar líklegt að það hafi verið allmiklu fyrr. Svo virðist að flekaveiðar hafi haldist óslitið frá því er fyrstu heimildir greina allt til þess að þær voru bannaðar með lögum frá Alþingi 1966. Hafa veiðar þessar líklega orðið héraðsbúum einna drýgst búbót af nytjum Drangeyjar á seinni öldum. Verður veiðunum hér fyrst og fremst lýst eins og þær voru á síðustu árum 19. aldar og til þess er þær lögðust af um miðjan sjöunda áratug 20. aldar.

Um 1900 voru flekarnir um einn metri á lengd og 60 sentimetrar á breidd. Þeir voru smíðaðir úr þunnum fjölum sem negldar voru niður á þrjá oka (um metra á lengd), tvo til enda fjalanna og einn í miðjunni og var haft örlítið bil á milli fjala. Miðokinn er þynnri en hinir og breiðari í endann. Voru þrír flekar bundnir saman með eins til tveggja faðma löngu bandi og var það kölluð niðurstaða. Stjórafæri var bundið í enda annars endaflekans og á það hnýtt keflum (kybbum) með eins til tveggja faðma millibili svo stjórafærið drægi ekki niðurstöðuna niður. Það kefli sem lengst var frá niðurstöðunni fór í kaf þegar stjórasteinninn var kominn í botn svo það lá lóðrétt upp af honum.

Flekarnir voru úr léttum viði er hrinti vel frá sér vatni. Hvítafura þótti best. Á fjalirnar í hverjum fleka voru boruð 80 til 120 mjó göt og snörurnar dregnar í þau.

Niðurstaða.

Snörur voru alla tíð snúnar úr hrosshári (taglhári) nema allra síðustu árin þegar farið var að nota í þær nælonþráð. Lokkarnir sem teknir voru úr tagli hrossanna þurftu að vera uppundir alin á lengd og að gildleika nær því sem grágæsar fjöðurstafur. Menn brugðu síðan öðrum enda lokksins milli tanna sér og sneru uppá hann með fingrunum þangað til snúðurinn var orðinn hæfilegur. Þá lögðu þeir endana saman og héldu þeim föstum og snerust þá lokkarnir saman og síðan var hnýttur hnútur á þá sem ekki gat runnið til en auga myndaðist á hinum endanum þar sem lokkurinn hafði verið lagður saman í miðjunni. Fullbúnar snörur voru um 25 sentimetrar á lengd. Þegar snörurnar voru dregnar í gegnum götin á flekunum, með snörugogg sem krækt var í augað, hélt hnúturinn þeim föstum að neðan svo þær fóru ekki í gegnum fjölina. Þær voru síðan egndar áður en flekarnir voru lagðir á sjóinn.

Fuglavertíðin byrjaði um þrjár vikur af sumri og stóð gjarnan einar sex vikur. Nær eingöngu veiddist svartfugl á flekana, mest af langvíu og stuttnefju. Smáfuglinn, eins og álkan og lundinn voru kölluð, varð gráðugri eftir því sem á vertíðina leið. Á fleka veiðist nær eingöngu geldfugl en vilji svo til að eggjafugl slæðist á fleka er hann auðþekktur á því að hann er reyttur á bringunni og fiður þar lausara.

Snara úr hrosshári.

Fjaran sunnan á Drangey, undir Hæringshlaupi og svonefndum Bríkum, var aðalathafnapláss þeirra sem stunduðu flekaveiðar og fiskveiðar við eyna. Á Fjörunni héldu menn til í byrgjum sínum og síðar í tjöldum. Á henni voru sjóblautar niðurstöður þurrkaðar, egndar og háraðar upp (það er skipt um snörur á þeim) eftir því sem þurfti. Þar beittu menn þeir sem jafnframt voru í fiski einnig lóðir sínar. Munu Fjörubúar hafa verið um 200 þegar mest var. Á síðustu árum hefur Fjaran minnkað mikið og er nú aðeins svipur hjá sjón hjá því sem var.

Venja var að vitja um niðurstöðurnar tvisvar á dag, kvölds og morgna, og stöku sinnum þrisvar væri veiði góð. Þegar menn vitjuðu um niðurstöðu tóku þeir yfirleitt alla þrjá flekana upp í bátinn sem þeir létu liggja við trássuna á meðan þeir losuðu fuglinn úr snörunum og sneru hann úr hálsliðnum. Talað var ýmist um „að snúa“ fuglinn eða „að snara“ þegar hann var snúinn úr hálslið. Síðan voru niðurstöðurnar egndar og lagðar aftur eða þá skipt var um þær sem orðnar voru hvað mest vatnsósa. Gráðugastur var fuglinn og skreið örast upp á flekana væri svolítil gola. Var slíkt veður kallað „fuglagráð“.

Þegar skipshöfnin hafði vitjað um allan útveg sinn hélt hún upp á Fjöru með aflann og voru þá þær niðurstöður sem upp höfðu verið teknar breiddar til þerris og sömuleiðis var fuglinn breiddur í flekki á Fjörunni og bringan látin snúa upp. Þegar fuglinn var orðinn vel kaldur var hann kippaður. Til þess voru notuð svonefnd fuglabönd eða kippubönd. Hér áður voru þau gerð af hrosshári en seinna voru þau gerð úr sísal eins og önnur bönd við eyna. Voru þau um það bil faðmur á lengd. Venjulega voru tveir um að „kippa“ sem kallað var. Lagði annar fuglinn í bandið, fimm fugla í einu en hinn hélt á bandinu og hnýtti í kippuna eftir kúnstarinnar reglum. Kippunum röðuðu menn svo við byrgi sín og tjöld, helst þar sem skugga bar á.

Nær eingöngu veiddist svartfugl á flekana, mest af langvíu og stuttnefju.

Fuglinn geymdist allt upp í viku á Fjörunni án þess að skemmast en venja var að fara í land með aflann um helgar ef veður leyfði.

Grímseyingar tóku síðar upp þessa veiðiaðferð eftir því sem tíðkaðist við Drangey en aldrei urðu þær eins umfangsmiklar sem þar. Flekaveiðar voru einnig um tíma stundaðar í Vestmannaeyjum áður fyrr og getur séra Gissur Pétursson þeirra í „Lítil tilvísan um Vestmannaeyja háttalag og bygging“ og telur þá veiðiaðferð vera tekna upp eftir norðlenskum. Flekaveiðar voru einnig prófaðar frá einstaka bæ á Hornströndum en voru aldrei stundaðar þar að neinu ráði.

Að lokum er rétt að geta þess að Færeyingar lærðu flekaveiðar af Drangeyjarmönnum og voru þær talsvert stundaðar þar.

Heimildir:

 • Albert Sölvason: Drangeyjarþættir. Heimdragi 3. Íslenzkur fróðleikur gamall og nýr. Iðunn 1967, bls. 7–46.
 • Gizur Pétursson: Lítil tilvisan um Vestmannaeyja háttalag og byggingu. Örnefni í Vestmannaeyjum. Reykjavík 1938.
 • Jón Sveinsson frá Þangskála: HSk (118)-119 4to.
 • Kristján Eiríksson: Heimildir um veiðar við Drangey fyrr á öldum. Fólk og fróðleikur. Kveðja til Kristmundar Bjarnasonar á Sjávarborg á sextugsafmæli 10. janúar 1978. Sögufélag Skagfirðinga 1979.
 • Kristján Eiríksson: Eigin reynsla af flekaveiðum við Drangey.
 • Sigurjón Jónasson: Til Drangeyjar. HSk. 63, 8vo.

Myndir

Höfundur

Útgáfudagur

24.11.2017

Spyrjandi

Gestur Rúnarsson

Tilvísun

Kristján Eiríksson. „Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2017. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64688.

Kristján Eiríksson. (2017, 24. nóvember). Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64688

Kristján Eiríksson. „Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2017. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64688>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram?

Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar.

Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey megi rekja til Hólasveina. Hafi þeir séð svartfugl skríða upp á rekaspýtur sem voru á floti og þá dottið í hug að leggja á sjóinn fleka með snörum á og veiða fuglinn þannig. Hvað sem líður sannleiksgildi þeirrar sögu þá er ekki ósennilegt að það hafi einmitt verið Hólamenn sem hófu veiðarnar þar sem biskupsstóllinn hafði frá fornu fari sterk ítök við Drangey og eignaðist hana að fullu á 15. öld.

Flekaveiðar voru stundaðar öldum saman við Drangey á Skagafirði.

Nokkuð víst er að flekaveiðar hafi verið hafnar á fyrri hluta 17. aldar og er reyndar líklegt að það hafi verið allmiklu fyrr. Svo virðist að flekaveiðar hafi haldist óslitið frá því er fyrstu heimildir greina allt til þess að þær voru bannaðar með lögum frá Alþingi 1966. Hafa veiðar þessar líklega orðið héraðsbúum einna drýgst búbót af nytjum Drangeyjar á seinni öldum. Verður veiðunum hér fyrst og fremst lýst eins og þær voru á síðustu árum 19. aldar og til þess er þær lögðust af um miðjan sjöunda áratug 20. aldar.

Um 1900 voru flekarnir um einn metri á lengd og 60 sentimetrar á breidd. Þeir voru smíðaðir úr þunnum fjölum sem negldar voru niður á þrjá oka (um metra á lengd), tvo til enda fjalanna og einn í miðjunni og var haft örlítið bil á milli fjala. Miðokinn er þynnri en hinir og breiðari í endann. Voru þrír flekar bundnir saman með eins til tveggja faðma löngu bandi og var það kölluð niðurstaða. Stjórafæri var bundið í enda annars endaflekans og á það hnýtt keflum (kybbum) með eins til tveggja faðma millibili svo stjórafærið drægi ekki niðurstöðuna niður. Það kefli sem lengst var frá niðurstöðunni fór í kaf þegar stjórasteinninn var kominn í botn svo það lá lóðrétt upp af honum.

Flekarnir voru úr léttum viði er hrinti vel frá sér vatni. Hvítafura þótti best. Á fjalirnar í hverjum fleka voru boruð 80 til 120 mjó göt og snörurnar dregnar í þau.

Niðurstaða.

Snörur voru alla tíð snúnar úr hrosshári (taglhári) nema allra síðustu árin þegar farið var að nota í þær nælonþráð. Lokkarnir sem teknir voru úr tagli hrossanna þurftu að vera uppundir alin á lengd og að gildleika nær því sem grágæsar fjöðurstafur. Menn brugðu síðan öðrum enda lokksins milli tanna sér og sneru uppá hann með fingrunum þangað til snúðurinn var orðinn hæfilegur. Þá lögðu þeir endana saman og héldu þeim föstum og snerust þá lokkarnir saman og síðan var hnýttur hnútur á þá sem ekki gat runnið til en auga myndaðist á hinum endanum þar sem lokkurinn hafði verið lagður saman í miðjunni. Fullbúnar snörur voru um 25 sentimetrar á lengd. Þegar snörurnar voru dregnar í gegnum götin á flekunum, með snörugogg sem krækt var í augað, hélt hnúturinn þeim föstum að neðan svo þær fóru ekki í gegnum fjölina. Þær voru síðan egndar áður en flekarnir voru lagðir á sjóinn.

Fuglavertíðin byrjaði um þrjár vikur af sumri og stóð gjarnan einar sex vikur. Nær eingöngu veiddist svartfugl á flekana, mest af langvíu og stuttnefju. Smáfuglinn, eins og álkan og lundinn voru kölluð, varð gráðugri eftir því sem á vertíðina leið. Á fleka veiðist nær eingöngu geldfugl en vilji svo til að eggjafugl slæðist á fleka er hann auðþekktur á því að hann er reyttur á bringunni og fiður þar lausara.

Snara úr hrosshári.

Fjaran sunnan á Drangey, undir Hæringshlaupi og svonefndum Bríkum, var aðalathafnapláss þeirra sem stunduðu flekaveiðar og fiskveiðar við eyna. Á Fjörunni héldu menn til í byrgjum sínum og síðar í tjöldum. Á henni voru sjóblautar niðurstöður þurrkaðar, egndar og háraðar upp (það er skipt um snörur á þeim) eftir því sem þurfti. Þar beittu menn þeir sem jafnframt voru í fiski einnig lóðir sínar. Munu Fjörubúar hafa verið um 200 þegar mest var. Á síðustu árum hefur Fjaran minnkað mikið og er nú aðeins svipur hjá sjón hjá því sem var.

Venja var að vitja um niðurstöðurnar tvisvar á dag, kvölds og morgna, og stöku sinnum þrisvar væri veiði góð. Þegar menn vitjuðu um niðurstöðu tóku þeir yfirleitt alla þrjá flekana upp í bátinn sem þeir létu liggja við trássuna á meðan þeir losuðu fuglinn úr snörunum og sneru hann úr hálsliðnum. Talað var ýmist um „að snúa“ fuglinn eða „að snara“ þegar hann var snúinn úr hálslið. Síðan voru niðurstöðurnar egndar og lagðar aftur eða þá skipt var um þær sem orðnar voru hvað mest vatnsósa. Gráðugastur var fuglinn og skreið örast upp á flekana væri svolítil gola. Var slíkt veður kallað „fuglagráð“.

Þegar skipshöfnin hafði vitjað um allan útveg sinn hélt hún upp á Fjöru með aflann og voru þá þær niðurstöður sem upp höfðu verið teknar breiddar til þerris og sömuleiðis var fuglinn breiddur í flekki á Fjörunni og bringan látin snúa upp. Þegar fuglinn var orðinn vel kaldur var hann kippaður. Til þess voru notuð svonefnd fuglabönd eða kippubönd. Hér áður voru þau gerð af hrosshári en seinna voru þau gerð úr sísal eins og önnur bönd við eyna. Voru þau um það bil faðmur á lengd. Venjulega voru tveir um að „kippa“ sem kallað var. Lagði annar fuglinn í bandið, fimm fugla í einu en hinn hélt á bandinu og hnýtti í kippuna eftir kúnstarinnar reglum. Kippunum röðuðu menn svo við byrgi sín og tjöld, helst þar sem skugga bar á.

Nær eingöngu veiddist svartfugl á flekana, mest af langvíu og stuttnefju.

Fuglinn geymdist allt upp í viku á Fjörunni án þess að skemmast en venja var að fara í land með aflann um helgar ef veður leyfði.

Grímseyingar tóku síðar upp þessa veiðiaðferð eftir því sem tíðkaðist við Drangey en aldrei urðu þær eins umfangsmiklar sem þar. Flekaveiðar voru einnig um tíma stundaðar í Vestmannaeyjum áður fyrr og getur séra Gissur Pétursson þeirra í „Lítil tilvísan um Vestmannaeyja háttalag og bygging“ og telur þá veiðiaðferð vera tekna upp eftir norðlenskum. Flekaveiðar voru einnig prófaðar frá einstaka bæ á Hornströndum en voru aldrei stundaðar þar að neinu ráði.

Að lokum er rétt að geta þess að Færeyingar lærðu flekaveiðar af Drangeyjarmönnum og voru þær talsvert stundaðar þar.

Heimildir:

 • Albert Sölvason: Drangeyjarþættir. Heimdragi 3. Íslenzkur fróðleikur gamall og nýr. Iðunn 1967, bls. 7–46.
 • Gizur Pétursson: Lítil tilvisan um Vestmannaeyja háttalag og byggingu. Örnefni í Vestmannaeyjum. Reykjavík 1938.
 • Jón Sveinsson frá Þangskála: HSk (118)-119 4to.
 • Kristján Eiríksson: Heimildir um veiðar við Drangey fyrr á öldum. Fólk og fróðleikur. Kveðja til Kristmundar Bjarnasonar á Sjávarborg á sextugsafmæli 10. janúar 1978. Sögufélag Skagfirðinga 1979.
 • Kristján Eiríksson: Eigin reynsla af flekaveiðum við Drangey.
 • Sigurjón Jónasson: Til Drangeyjar. HSk. 63, 8vo.

Myndir

...