Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:06 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:53 • Síðdegis: 18:06 í Reykjavík

Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvaðan kemur nafnið á Drangey?
  • Nú stendur sunnan við eyna Drangey í Skagafirði eyjan Kerling, sagan segir að önnur eyja hafi einhvern tíma verið norðan við eyna sem hét Karl. Svo ég spyr: er vitað hvenær Karlinn hrundi?

Drangey mun bera nafn af dröngum tveim, Karli og Kerlingu, norðan og sunnan við eyna. Nú stendur Kerling ein eftir, því Karl hrundi í jarðskjálftum sem urðu samfara Kötlugosinu 1755.

Drangey ásamt Þórðarhöfða og Ketubjörgum á Skaga eru úr móbergi (í víðum skilningi), rústir eldstöðva sem voru virkar á fyrri hluta ísaldar, fyrir um 2 milljónum ára; drangarnir tveir eru gosrásir fylltar basalti, líkt og Lóndrangar á Snæfellsnesi, en jöklar og sjór hafa nagað móbergið utan af. Á myndunartíma Drangeyjar var að líða undir lok virkni á svonefndu Skaga-gosbelti milli Langjökuls og Skaga sem hófst fyrir um 4 milljónum árum.

Drangey og Kerling.

Þetta er jarðfræðilega skýringin á myndun Drangeyjar, Karls og Kerlingar. Til gamans má geta þess að eins og með mörg önnur fyrirbæri í náttúrunni er líka til þjóðsaga um Upptök Drangeyjar.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

20.3.2017

Spyrjandi

Sigurður Jónsson, Tyrfingur Tyrfingsson, Bragi Guðnason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2017. Sótt 29. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=73490.

Sigurður Steinþórsson. (2017, 20. mars). Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73490

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2017. Vefsíða. 29. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73490>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvaðan kemur nafnið á Drangey?
  • Nú stendur sunnan við eyna Drangey í Skagafirði eyjan Kerling, sagan segir að önnur eyja hafi einhvern tíma verið norðan við eyna sem hét Karl. Svo ég spyr: er vitað hvenær Karlinn hrundi?

Drangey mun bera nafn af dröngum tveim, Karli og Kerlingu, norðan og sunnan við eyna. Nú stendur Kerling ein eftir, því Karl hrundi í jarðskjálftum sem urðu samfara Kötlugosinu 1755.

Drangey ásamt Þórðarhöfða og Ketubjörgum á Skaga eru úr móbergi (í víðum skilningi), rústir eldstöðva sem voru virkar á fyrri hluta ísaldar, fyrir um 2 milljónum ára; drangarnir tveir eru gosrásir fylltar basalti, líkt og Lóndrangar á Snæfellsnesi, en jöklar og sjór hafa nagað móbergið utan af. Á myndunartíma Drangeyjar var að líða undir lok virkni á svonefndu Skaga-gosbelti milli Langjökuls og Skaga sem hófst fyrir um 4 milljónum árum.

Drangey og Kerling.

Þetta er jarðfræðilega skýringin á myndun Drangeyjar, Karls og Kerlingar. Til gamans má geta þess að eins og með mörg önnur fyrirbæri í náttúrunni er líka til þjóðsaga um Upptök Drangeyjar.

Mynd:...