Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig verða drangar eins og Reynisdrangar til?

Sigurður Steinþórsson

Reynisdrangar eru harður kjarni úr móbergshrygg sem sjórinn hefur rofið burt þannig að þeir standa einir eftir. Líklega eru þeir framhald af móbergshryggnum Reynisfjalli. Hryggurinn hefur sennilega myndast í sprungugosi undir jökli ísaldar.

Móbergið er samlímd gosaska svipuð þeirri sem Surtsey, Katla og Grímsvötn hafa spúið, en aðfærsluæðarnar sjálfar inni í hryggnum eru kristallað basalt sem stenst sjávarrofið betur en móbergið.



Reynisdrangar.

Lóndrangar á Snæfellsnesi eru annað alkunnugt dæmi um sjávarrof. Þeir eru gígfylling eldstöðvar sem rofist hefur burt, nema Svalþúfa sem er austurbarmur gígsins.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

6.10.2011

Spyrjandi

Gauti Páll Jónsson, f. 1999

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig verða drangar eins og Reynisdrangar til?“ Vísindavefurinn, 6. október 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60393.

Sigurður Steinþórsson. (2011, 6. október). Hvernig verða drangar eins og Reynisdrangar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60393

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig verða drangar eins og Reynisdrangar til?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60393>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða drangar eins og Reynisdrangar til?
Reynisdrangar eru harður kjarni úr móbergshrygg sem sjórinn hefur rofið burt þannig að þeir standa einir eftir. Líklega eru þeir framhald af móbergshryggnum Reynisfjalli. Hryggurinn hefur sennilega myndast í sprungugosi undir jökli ísaldar.

Móbergið er samlímd gosaska svipuð þeirri sem Surtsey, Katla og Grímsvötn hafa spúið, en aðfærsluæðarnar sjálfar inni í hryggnum eru kristallað basalt sem stenst sjávarrofið betur en móbergið.



Reynisdrangar.

Lóndrangar á Snæfellsnesi eru annað alkunnugt dæmi um sjávarrof. Þeir eru gígfylling eldstöðvar sem rofist hefur burt, nema Svalþúfa sem er austurbarmur gígsins.

Mynd:...