Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?

Sigurður Steinþórsson

Hvolsfjall er móbergsfjall eins og flest fjöll á þessu svæði. Sennilega er það rúst af fornri eldstöð sem jöklar hafa sorfið ofan af, líkt og til dæmis Dyrhólaey, því klettarnir við Þinghól eru bólstraberg en ofan við kirkjuna þursaberg. Ofan á fjallinu eru grettistök, borin þangað af jöklum.Hvolsfjall er fyrir miðri mynd (norðan við Hvolsvöll), Hekla efst til vinstri og Þríhyrningur við himin til hægri.

Í lok ísaldar hefur sjór leikið um fjallið og rofið sérstaklega suður- og vesturhluta þess. Sérkennilegt tíglamynstur í móberginu ofan við kirkjuna kann að vera eftir stuðlaðan berggang sem sjórinn hefur rofið burt, en í fjallinu eru sennilega fleiri slíkir, því í grjótnáminu norðaustan í fjallinu eru lausir stuðlar úr fjallinu. Þá má ætla að stuðlarnir, sem notaðir hafa verið í þrep á gönguleiðinni upp á fjallið, séu ekki langt að komnir.

NA-SV-liggjandi dali syðst í fjallinu hefur sjórinn rofið, annað hvort eftir sprungum eða göngum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.9.2009

Spyrjandi

Holger Páll Sæmundsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?“ Vísindavefurinn, 17. september 2009. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52445.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 17. september). Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52445

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2009. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52445>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?
Hvolsfjall er móbergsfjall eins og flest fjöll á þessu svæði. Sennilega er það rúst af fornri eldstöð sem jöklar hafa sorfið ofan af, líkt og til dæmis Dyrhólaey, því klettarnir við Þinghól eru bólstraberg en ofan við kirkjuna þursaberg. Ofan á fjallinu eru grettistök, borin þangað af jöklum.Hvolsfjall er fyrir miðri mynd (norðan við Hvolsvöll), Hekla efst til vinstri og Þríhyrningur við himin til hægri.

Í lok ísaldar hefur sjór leikið um fjallið og rofið sérstaklega suður- og vesturhluta þess. Sérkennilegt tíglamynstur í móberginu ofan við kirkjuna kann að vera eftir stuðlaðan berggang sem sjórinn hefur rofið burt, en í fjallinu eru sennilega fleiri slíkir, því í grjótnáminu norðaustan í fjallinu eru lausir stuðlar úr fjallinu. Þá má ætla að stuðlarnir, sem notaðir hafa verið í þrep á gönguleiðinni upp á fjallið, séu ekki langt að komnir.

NA-SV-liggjandi dali syðst í fjallinu hefur sjórinn rofið, annað hvort eftir sprungum eða göngum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...